Monday, December 11, 2017

KanilísKanill er eitt af mínu uppáhaldskryddum í desember mánuðum og finnst mér gaman að setja hann í hinar ýmsu uppskriftir. Hér er ég með kanilís uppskrift sem er einstaklega hátíðleg ;)


Kanilís

2dl rjómi
2 eggjarauður
50g Sukrin Melis
1/2-1 tsk kanil, smakkið til


Eggjarauður og Sukrin melis þeytt vel saman og sett til hliðar.
Rjómi þeyttur til hálfs og eggjarauður og Sukrin sett í skál með rjóma og blandað saman. Í lokin er kanil settur út í, 1/2tsk og smakkað til.

Monday, November 20, 2017

Hveitislausar beyglur


Beyglur


200g möndlumjöl
280g rifin ostur
60g rjómaostur
2 egg
1tsk lyftiduft
sesamfræ

krydd t.d oregano eða pizzakrydd fyrir þá sem vilja


Möndlumjöl og lyftiduft blandað saman og set til hliðar.
Pískið eggin vel saman og ef þið ætlið að krydda beyglurnar, setjið kryddin með eggjunum.
Rjómaostur og rifin ostur sett í skál og inn í örbylgjuofn í 2 mín. 
Takið út og hrærið vel saman. Ef osturinn er ekki alveg bráðnaður, setjið aftur í örbylgju í smá stund og endurtakið.

Möndlumjöl og egg bætt við ostinn og blandið mjög vel saman. Ef það verður erfitt, setjið aftur í örbylgju í 10 sek og hrærið í. Endurtakið ef þess þarf þar til deigið er vel blandað saman.

Skiptið deiginu í 6 hluta og rúllið út með blautar hendur og útbúið hring á bökunarpappír svo úr verður beygla. Stráið sesamfræjum yfir.

Bakið á 180 gráðum í 12-15 mín eða þar til gylltar.

Borðið heitar.
Gott er að frysta beyglurnar og skera í sundur og rista.
Sunday, November 19, 2017

sykur og hveitislaus lagkakaFyrir tveimur árum síðan var ég að baka með krökkunum mínum rúllutertu. Þegar botninn var komin úr ofinum og ég að setja kremið á þá einhvern vegin datt í kollinn hjá mér að auðvelt væri að búa til lagköku úr uppskriftinni með smá breytingum.

Ég var fljót að henda í nýjan skammt og útbúa lagköku og hún slá heldur betur í gegn hjá börnunum og jú hjá mér líka ;)Lagkaka

3 egg - aðskilja rauður og hvíturnar
100 g  rjómaostur 
2 msk möndlumjöl
1 tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt lyftiduft
salt klípa
30 g sukrin melis
2-3 msk brúnkökukrydd

Stífþeytið eggjahvíturnar ásamt lyftidufti og salt klípu. Þeytið hitt hráefnið í annarri skál. Bragðið á til að finna hversu mikið brúnkökukrydd þið viljið. Bætið eggjahvítum varlega saman við seinni skálina. Dreifið á olíuborinn bökunarpappír eða smjörpappír sem fyllir heila ofnskúffu. Bakið við 175 gráður í 10-15 mínútur.

Krem:
100 g smjör
80 g sukrin melis
1 msk vanilluextract eða dropar


Þeytið smjörið ásamt örlítlu af sukrin melis. Bætið smátt og smátt meiru af sætu út í og síðast setjið þið vanilla extract eða vanilludropa í kremið.

Skerið deigið í sex jafnstóra bita. Smyrjið kremi á einn bitann, setjið síðan lag yfir og endurtakið þar til úr verður þrjár hæðir. Setjið kökurnar í álpappír og geymið í kæli.


Thursday, November 2, 2017

Ostakaka með piparkökubragði


Þegar börnin koma með hugmyndir af nýjum uppskriftum þá reynir maður að finna leið til að þær rætist. Dóttirin vildi fá köku með piparkökubragði, helst osta en mátti líka vera skyr.
Mér fannst það bara góð hugmynd og því varð úr þessi uppskrift :)
Eiginmaðurinn stal svo kökunni með í vinnunna og skilst mér að þar hafi hún klárast fljótt :)


Botn

100g smjör
120g möndlumjöl
3msk Sukrin Gold
1msk kanil

Bræðið smjör í potti.
Bætið við öllu hráefninu í pottinn og blandið vel saman.
Setjið í 20 cm silicon eða springform (ef springform, spreyið með olíu eða smyrjið formið með bræddu smjöri fyrst).
Þjappið  botninum vel niður og  aðeins upp með hliðum.

Bakið á 170 gráðum í ca 10-12 mínútur eða þar til gyllt.
Kælið.


Fylling

250g rjómaostur
70g Sukrin Melis
1tsk vanillu extract eða dropar
3dl þeyttur rjómi
3msk Fibersirup Gold
2tsk kanil
1tsk negull
1tsk engifer

Rjómaostur og sukrin melis hrært vel saman. Bætið við vanilla, Fibersirup Gold og kryddi. Í lokin er þeyttur rjómi bætt við og öllu blandað vel saman.


Setjið yfir botninn og frystið í 2- 3 klukkutíma.


Wednesday, October 25, 2017

Piparmyntu mokkaÉg er svo mikið jólabarn en ég næ svona að mestu að springa ekki út í jólafagnaði fyrr en um miðjan nóvember. Það var samt ansi fyndið þegar elsti minn hringdi í mig frá Akureyri í gær og maður heyrði í jólalögunum í bakgrunninn. Alveg eins og móðir sín ;)

En þó að jólin eru ekki aaalveg komin þá er samt voða gott þegar veturinn er skollinn á og kuldin farin á stjá að fá sér góðan drykk sem er í stíl við árstíðina.

Hér er uppskrift af einum drykk sem lætur mann hlakka til jóla.


Piparmyntu mokka kaffi

Hráefni

350ml kalt kaffi 
125ml möndlumjólk eða rjómi
 2tsk ósykrað kakó
 2msk sukrin eða 1,5msk sukrin melis
 1/2-1 tsk piparmyntudropar
Aðferð
Setjið allt í blandara og blandið vel saman.
Hellið í tvö glös.
Setjið þeyttan rjóma eða þeyttan kókosrjóma og örlítið af sykrlausu rifnu súkkulaði.
Ef þið viljið þykkari drykk, stráið örlítið af Xanthan gum
 í blandarann með hráefninu, 1/8 af tsk ca.

Tuesday, October 24, 2017

KókoskökurKókoskökur


85g kókosmjöl
25g brætt smjör
20g sukrin melis
1/2tsk vanillu extract eða dropar
1 eggjahvíta.

Blandið öllu saman í skál.
Búið til 10 kúlur og setjið á bökunarpappír.
Fletjið kúlurnar út með fingrum eða gaffli.
Bakið á 175 gráður í 15 mín. eða þar til gylltar.Friday, October 20, 2017

Vanillu ostakaka


Erfitt hefur verið fyrir mig að dröslast inn í eldhús og útbúa eitthvað gott með kaffinu. Ég er alltaf með fullt af hugmyndum af girnilegum mat/eftirréttum en það er víst ekki nóg heldur þarf einnig að framkvæma.
Þar sem það er föstudagur er um að gera að vera í baksturshugleiðingum fyrir helgina.
Hér er uppskrift af sykurlausri vanillu ostaköku. 
Já ég er dáldið mikið fyrir ostakökur ;)VanilluostakakaBotn:

100 g smjör 
120 g möndlumjöl
 2 msk. sukrin gold 


Bræðið smjör í potti ásamt möndlumjöli og sukrin gold. Blandið vel saman.
 Dreifið á bökunarpappír og bakið á 180 gráðum í 5 mínútur eða þar til botninn er orðinn gullinbrúnn. Látið kólna, myljið niður og setjið í springform með bökunarpappír á botninum.


Fylling

200 g rjómaostur
 2 egg - aðskilja rauður og hvítur 
2 dl rjómi 
80 g sukrin gold
 1 tsk. vanilluextrakt
 ½ vanillustöng

Stífþeytið eggjahvítur ásamt fræjum úr vanillustöng. 
Rauðurnar eru þeyttar ásamt rjómaosti, sukrin gold, vanilluextrakti.
 Rjóminn er þeyttur; öllu er blandað saman og dreift ofan á botninn. 
Sett í frysti í 2-3 klst. Skreytið með bræddu súkkulaði eða hnetum.