Tuesday, October 24, 2017

KókoskökurKókoskökur


85g kókosmjöl
25g brætt smjör
20g sukrin melis
1/2tsk vanillu extract eða dropar
1 eggjahvíta.

Blandið öllu saman í skál.
Búið til 10 kúlur og setjið á bökunarpappír.
Fletjið kúlurnar út með fingrum eða gaffli.
Bakið á 175 gráður í 15 mín. eða þar til gylltar.Friday, October 20, 2017

Vanillu ostakaka


Erfitt hefur verið fyrir mig að dröslast inn í eldhús og útbúa eitthvað gott með kaffinu. Ég er alltaf með fullt af hugmyndum af girnilegum mat/eftirréttum en það er víst ekki nóg heldur þarf einnig að framkvæma.
Þar sem það er föstudagur er um að gera að vera í baksturshugleiðingum fyrir helgina.
Hér er uppskrift af sykurlausri vanillu ostaköku. 
Já ég er dáldið mikið fyrir ostakökur ;)VanilluostakakaBotn:

100 g smjör 
120 g möndlumjöl
 2 msk. sukrin gold 


Bræðið smjör í potti ásamt möndlumjöli og sukrin gold. Blandið vel saman.
 Dreifið á bökunarpappír og bakið á 180 gráðum í 5 mínútur eða þar til botninn er orðinn gullinbrúnn. Látið kólna, myljið niður og setjið í springform með bökunarpappír á botninum.


Fylling

200 g rjómaostur
 2 egg - aðskilja rauður og hvítur 
2 dl rjómi 
80 g sukrin gold
 1 tsk. vanilluextrakt
 ½ vanillustöng

Stífþeytið eggjahvítur ásamt fræjum úr vanillustöng. 
Rauðurnar eru þeyttar ásamt rjómaosti, sukrin gold, vanilluextrakti.
 Rjóminn er þeyttur; öllu er blandað saman og dreift ofan á botninn. 
Sett í frysti í 2-3 klst. Skreytið með bræddu súkkulaði eða hnetum.Tuesday, August 8, 2017

Eggja muffins


Hentugar í nestisboxið eða sem morgunmatur.
Hægt að gera margar og frysta og hita svo í örbylgju ;)

Svo er um að gera að leika sér með innihaldið. Nota það sem til er í ísskápnum hverju sinni og nota afganga.2 egg
 30 g rifinn ostur 
15 g beikon, skorið í litla bita 
2 pepperonisneiðar, smátt skornar 
nokkur spínatlauf, smátt söxuð 
salt og pipar eftir smekk
 steinseljaEggin sett í skál og pískuð vel. 
Kryddað eftir smekk með salti, pipar og steinselju. 
Hitt hráefnið sett í skál og hrært vel saman.
 Sett í múffuform úr sílíkoni. 
Gott að nota gaffal til að hræra í hverju formi til að gæta þess að allt blandist jafnt í formunum.
 Bakað við 180 gráður í ca. 15 mínút

Tuesday, June 20, 2017

Pekanhnetubaka


Hér er ein uppskrift sem er tilvalin fyrir hvaða dag vikunnar og er tilvalin á bloggið hjá mér þar sem afmæli eiginmannsins er í lok vikunnar og er þetta eitt af því fáu sem ég hef bakað sem hann gúffaði í sig en hann er ekki mikið sætindamaður.  Sorglegt að ég hef ekki bakað hana síðan. Hver veit nema ég skelli í eina um helgina ;)Botn

130g möndlumjöl
1/2tsk matarsódi
50g smjör
3msk sukrin gold 

Blandið þurrefnum saman í skál. Bræðið smjör og bætið því við.
Setjið í 20-22cm hringform (mér finnst best að nota silikonform, annars þarf að pennsla með bræddu smjöri eða olíu)
Þrýstið botninum vel niður í formið og upp með hliðunum.
Bakið í u.þ.b. 10 mínútur við 175 gráður.


Fylling

100g sukrin melis
2msk sukrin gold
2 stór egg
2msk möndlumjólk eða rjómi
1msk möndlumjöl
1tsk vanillu extract eða dropar
100g saxaðar pekanhnetur
(geymið nokkrar heilar til að skreyta)

Egg, sukrin melis og sukrin gold pískað vel saman.
Hinu hráefninu er bætt út í og blandað vel saman.
Setjið í formið og skreytið með pekanhnetum.
Bakið á 160 gráðum í 30 mínútur án blásturs.
Setjið álpappír lauslega yfir bökuna og bakið áfram í 20-30 mínútur til viðbótar.

Er best beint úr ofninum með þeyttum rjóma.


Wednesday, May 10, 2017

Lakkrís skyrterta
Ok.....þessi uppskrift varð til í gær í vinnunni.
Að sjálfsögðu breyttist hún svo eitthvað þegar maður var komin heim og byrjaður að blanda saman hráefnum en ég verð að segja að þetta heppnaðist ljómandi vel þó ég segi sjálf frá ;)

Hún er ótrúlega auðveld að útbúa og mæli ég með því að skella í þessa.


Lakkrís skyrterta

Botn

120g möndlumjöl
60g smjör
1msk sukrin gold (má sleppa)
1msk ósykrað kakó
2msk kókosmjöl

Bræðið smjör í potti og bætið svo við rest af hráefnum og blandið vel saman.
Setjið í 20cm silikonform og þrýstið og dreifið jafnt yfir botninn á forminu.
Bakið á 180 gráðum í 5 mínútur og látið kólna.

Fylling

400ml vanillu skyr.is
300ml rjómi
1msk Johan Bulow raf lakkrísduft eða annað lakkrísduft
50g sykurlaust dökkt súkkulaði (má sleppa)
3 matarlímsblöð

Þeytið rjómann.
Hrærið skyrinu við.
Saxið niður súkkulaðið og hrærið út í ásamt lakkrísduftinu.
Bræðið matarlím í potti ásamt 2msk vatni.
Látið kólna örlítið og hrærið varlega við.
Hellið fyllingu yfir botninn og setjið í frystinn í 1.5-2klst.
Fjarlægði tertuna úr forminu á meðan hún er frosin, setjið á tertudisk og geymið í kæli.


Ef þið viljið ekki nota matarlím eða eigið það ekki til, er hægt að sleppa því og setja botninn í eldfast mót og fyllinguna svo yfir.Thursday, March 30, 2017

Hnetuþruman


Ég og synir mínir deilum því að elska hnetur og hnetusmjör.
Dóttir mín og eiginmaður deila þessu ekki með okkur.
Jú eiginmaðurinn getur alveg fengið sér hnetur og hnetusmjör en finnst það ekki ómissandi eins og við. Dóttir mín vill ekki sjá hnetur. Þær eru ógeðslegar. Nú, þá er bara meira fyrir okkur hin.

Ég fékk um daginn gefins 1kg af hnetusmjöri. Yngri sonur minn ljómaði af gleði. Mætti halda að það hafi verið jól hjá honum. Eldri sonurinn fékk senda mynd af hnetusmjöri og var öfundsjúkur.

Það sem mér fannst betra við þetta hnetusmjör en það sem ég er vön að kaupa er hversu mjúkt það er. yfirleitt þarf ég að taka skeið og hræra olíunni í smjörið til að geta tekið það úr krukkunni og oft er það of hart í baksturinn.
Þetta hnetusmjör hentar því vel í bakstur og í búst. Skal líka alveg viðurkenna að stundum leynist ein og ein skeið ofan í dolluna og upp í mig.

Hér er góð uppskrift af hnetusmjörsdrykki sem við fáum okkur stundum.


250ml möndlumjólk
2bollar klakar
2msk hnetusmjör
1tsk kókoshveiti
2msk rjómi (má sleppa)
1msk sukrin goldSetjið allt í blandara og blandið í u.þ.b. 2 mínútur.
Hellið í tvö glös og skreytið jafnvel með þeyttum rjóma og hnetukurli.


Tuesday, March 28, 2017

Chili kakó


Flensan búin að segja til sín hjá mér.
Hósti, hæsi, hiti og beinverki. Þá er gott að fá sér eitthvað gott í hálsinn.
Ég er mjög hrifin af þessu chili kakói.
Jú kannski jólalegt en alveg leyfilegt allan ársins hring. 
250ml möndlumjólk
200ml rjómi
1tsk vanillu extract eða dropar
50g sukrin
3msk ósykrað kakó
1/2tsk kanill
1/2tsk chiliduft

Möndlumjólk, rjómi og vanilla er sett í pott og hitað upp í suðu.
Á meðan er þurrefnunum blandað saman í litla skál.
Setjið þau út í þegar suðan er komin upp og hrærið vel í þar til
allt hefur blandast saman.

Hellið í tvö glös/bolla og setjið þeyttan rjóma yfir ef óskað.