Saturday, June 29, 2013

Lime ostakakaHvað er sumarlegra en að gæða sér á góðri ostaköku? Þessi heppnaðist þó ég segi sjálf mjög vel og ætla að deila með ykkur uppskriftinni. Versta við þessa köku er hversu lítið ég gat borðað af henni þar sem ég varð fljótt mjög södd, en það á svo sem við flestan LKL mat :)

.

Botn:
5 dl möndlumjöl
40 g bráðið smjör
1,5 msk kanill

Fylling:
3 dl rjómi
3 gelatín blöð
200 g sýrður rjómi
200 g rjómaostur 
2 lime
2,5 msk af sukris eða annari sætu 
(notaði sjálf sukris gold)


Möndlumjöl, bræddu smjöri og kanill blandað saman og þrýst í springform. Gott að hafa bökunarpappír í botni eða smyrja með smá smjöri til að auðvelda að taka úr. Botninn er settur í 175 gr heitann ofn í 10-12 mínútur og svo látið kólna.

Gelatín blöðin eru sett í kalt vatn í 5 mínútur.

Rjómi þeyttur.

Börkur af tveimur lime er rifin niður og safi pressaður úr.

Gelatín blöðin eru sett í pott með 2 msk af heitu vatni og sukrin. Hrært í  og limesafi og börkur blandað út í. Tekið af hellunni þegar allt er blandað saman.

Sýrður rjómi og rjómaostur þeyttur vel saman og svo blandað varlega við rjómann. Næst er sykur-límblandan blönduð vel út í.

Fylling sett á botninn og sett í ísskáp í nokkra klt eða frysti í 1-2 tíma.


Thursday, June 27, 2013

Karamellu fudge og blómkálspopp

Þegar það rignir bara á mann í sumarfríinu þá er ekkert skemmtilegra en að prófa nýjar uppskriftir, og það er akkúrat það sem ég hef verið að gera.
Þegar ég sá að farið er að selja lkl vænan púðursykur var ég fljót að hoppa út í búð og fjárfesta í einum poka. Uppskriftin sjálf er einföld en það þarf smá þolinmæði þar sem ekki er hægt að gæða sér á karamellunni strax.

Karamellu-hnetu fudge
50g smjör
1 dl rjómi
1 msk sukrin gold
1 tsk vanillusykur eða vanilludropar
2 msk hnetusmjör (ég setti sjálf 1 og fannst það nóg)


Smjör, rjómi, sukrin og vanillusykur sett í pott og hrært í.
Þegar suðan kemur upp þá er stillt á lágan hita og leyft að malla í 30-40 mín. Hræra á 10-15 mín fresti. Alls ekki hrær of mikið því þá skilur blanda sig. Einnig þarf að passa að ekki brenni við. Best að halda sig nálægt eldhúsinu, allavega þegar karamellan er gerð í fyrsta sinn.

Þegar blandan er orðin þykk og búin að malla á lágum hita í 30-40 mín er hnetusmjöri bætt út í. Við það þynnist blandan aðeins. Sett í silikon form og inn í frysti í 3 klt. Þegar tekið er úr frysti er karamellan skorin niður í bita og geymd í ísskáp.

ATH. Ætla ítreka hér aftur að skiptir máli að láta karamelluna malla á lágum hita, sumir eru að lenda í því að karamellan skilur sig í frystinum. Eldavélar eru misjafnar og því þarf hver og einn að finna út hversu lágt þarf að stilla vélina sína :)

Það er hægt að gera þessa án hnetusmjörs og fá gamla góða karamellubragðið. Einnig er hægt að nota Steviu dropa með piparmyntu eða öðrum bragðtegundum. Um að gera að prófa sig áfram.


Ég ákvað að dusta rykið af fínu myndavélinni minni og þrífætinum og taka fallegar myndir af blessuðu karamellunni. Svona þar sem það er nú rigning úti ;)
BLÓMKÁLSPOPP

Ég skal alveg viðurkenna það að ég er ekki mikið fyrir grænmeti. Á yfirleitt erfitt með að borða það. Ég get borðað tómata ef ég mauka þá í súpu, lauk ef hann er steiktur og núna blómkál ef ég "poppa" það :)


Blómkál er þrifið og skorið niður í litla munnbita.Stilkarnir skornir frá. Olía og salt og pipar sett í skál og kálið blandað við. Dreift á bökunarpappír og sett inn í ofn í 30 mín eða þegar það er orðið brúnað og stökkt. Gott er að hræra í þessu tvisvar sinnum við eldun.

Smakkast best heitt og er stökkt og gott og þeir sem vilja geta dýft poppinu í góða ídýfu.Wednesday, June 26, 2013

Hnetusmjörskökur

LKL vænar hnetusmjörskökur.

Þessi hefur slegið í gegn hjá krökkunum mínum og minnir á hrökkex sem maður fékk sér með ískaldri mjólk. Ég get þó ekki notið hennar lengur með mjólk en börnin gera það :)
Hnetusmjörskökur

50g smjör við stofuhita
1-2 msk hnetusmjör
0,7-1dl erythiol eða önnur sæta
 (ég nota frekar lítið þar sem ég finn mjög fyrir sykurbragðinu)
2,5 dl möndlumjöl
hálf tsk lyftiduft
1 msk vanilludropar


Smjöri og hnetusmjöri blandað saman. Þurrefnunum blandað við og síðan formað í litlar kúlur (kökurnar stækka nokkuð vel í ofni) Sett á bökunarpappír og bakað við 180 gráður í u.þ.b. 10 mín eða þar til fallega brúnar. Þær eru mjúkar þegar þær koma úr ofninum en harðna þegar þær kólna.

LKL væn Baby Ruth terta


Jæja, ákvað að tími til komin væri að dusta rykið af blogginu mínu og byrja aftur, nema núna með aðrar áherslur. LCHF/LKL áherslur. Nú er ég búin að vera á þessu mataræði í meir en mánuð og líkar mjög vel og búin að vera að skoða erlend og íslensk blogg og prófa mig áfram.Það var samt eitt sem virkilega vantaði, það var Baby Ruth mín. Svo það var ekki annað að gera en að búa til LKL væna Baby Ruth til að njóta og verð ég að segja að hún heppnaðist bara ansi vel :)


Botn:

3 eggjahvítur
2 dl Erythiol eða önnur sæta
100g salthnetur
20g heslihentur eða aðrar hentur

Eggjahvítur og sæta stífþeytt saman. Hnetur eru malaðar niður og svo blandað rólega við hvíturnar.
Bakað á 175 gráður í 25-30 mín.

Botninn verður brúnn og hann er mjúkur þegar hann kemur úr ofninum heitir en harðnar þegar hann kólnar.

Krem:

3 eggjarauður
50g sukrin melis
50g smjör
100g súkkulaði 85%


Eggjarauðurnar og sæta þeyttar saman (smekksatriði hve mikið af sætu er notuð) Smjör og súkkulaði blandað saman. Þegar súkkulaðið er aðeins farið að kólna er eggjarauðunum bætt rólega út í. Þegar krem hefur kólnað er það sett á botninn og svo þeyttur rjómi ofan á :)