Sunday, July 14, 2013

Mozzarella stangir


Ég elska að fá góðar Mozzarella stangir og hef saknað þeirra pínupons. Ég er núna um helgina því búin að prófa mig áfram með góða uppskrift og hef fundið það sem mér finnst vera mjög góð, reyndar það góð að ég fæ ekki að eiga ein því börnin borða þær með bestu lyst.

Mozzarella stangir

1 egg
1 poki mozzarella ostur
hvítlaukssalt
steinselja
1 poki af fínrifnum parmesan osti og/eða möndlumjöl
Olía til steikingar


Egg hrært í skál með hvítlaukssalti og smá steinselju sem er búið að skera niður.
Í aðra skál er sett parmesan/möndlumjöl. Gott er að blanda möndlu og parmesan saman eða vera með bæði og setja í sitthvora skálina.

Mozzarella er skorin í bita og dýft í egg og svo í parmesan. Gott er að dýfa ostinum aftur í eggið og svo í möndlumjölið til að fá stökka húð. (Einnig hægt að nota bara parmesan eða möndlumjöl og dýfa tvisvar í tegund sem kosin er)

Trikkið núna er að þjappa húðina á stönginni vel að til að þettja og raða á plötu eða disk og setja í frystinn í klukkutíma. Ástæða fyrir þessu er að ef hann er strax steiktur þá verður osturinn þurr og bráðnar fljótar. Með þvi að setja hann í frysti þá verður hann mjúkur og safaríkari eftir steikun.

Setti stangirnar mínar í bökunarform og inn í frysti í klt.

Passa þarf að olía á pönnu sé mjög vel heit áður en osturinn er settur á og þá meina ég mjööööög vel heit. Steikt þar til gullinbrúnt á öllum hliðum. Gott að setja stangirnar á eldhúspappír eftir steikingu til að taka afgangs olíu svo þær verða ekki of blautar. Borið fram með salsa sósu eða að gera góða ídýfu úr majónesi, hvítlauki og paprikudufti. Er mjög góð :) Smakka bara til þegar búið til.


Carb talning í þessu er mjög lítil og því kjörið kvöldsnarl :)6 comments:

 1. O M G ! Hrikalega girnilegt !

  ReplyDelete
 2. Ætli það sé hægt að nota feta kubb í staðinn fyrir Mozzarella ?

  ReplyDelete
 3. Gerður, ég fann þetta þegar ég googlaði. Hægt að nota möndlumjöl í staðin fyrir brauðrasp. http://realfood.tesco.com/recipes/deep-fried-breaded-feta.html

  ReplyDelete
 4. Má ég spurja hvernig olíu notar þú til steikingar?

  ReplyDelete