Wednesday, August 7, 2013

Coq au Riseling

Ekki kannski alveg svona miðvikudagsréttur, frekar föstudags eða laugardags en í kvöld var síðasti kvöldmatur fjölskyldunnar saman í bili þar sem húsbóndinn heldur á leið ævintýra á Grænlandi eina ferðina enn á morgunn. Því ákvað ég að gera eitthvað gúmelaði og sötra smá hvítvín með.

Ég elska að renna í gegnum pinterest og skoða uppskriftir og ég fann þessa fyrir nokkru þar og búin að bíða eftir tækifærinu til að prófa hana. Kemur af blogginu simplydelicious.co.za8 kjúklingabitar (ég var með heilan kjúkling sem ég úrbeinaði niður í bita)
50 g smjör
2 msk olía
1 stór laukur
100 g bacon (ég átti hann ekki til)
4-6 hvítlauksgeirar
ein askja af sveppum
500 ml Riesling hvítvin eða annað þurrt vín
250 ml rjómi
salt og pipar eftir smekk
fersk steinselja

Smjör og olía hitað á stórri pönnu.

Kjúklingur brúnaður á pönnu. Taka hann af og geyma á disk

Saxaður laukur og bacon er sett á pönnuna þar til laukurinn er mjúkur. Hvítlaukur bætt við og hrært í ca 30 sek og svo er allt sett í skál. Geyma fituna á pönnunni

Krydda kjúklingin með salt og pipar og setja á pönnu. Skinnið snúið niður. Brúna kjúkling vel og bæta svo sveppi við og leyft að malla í 5 mín.

Laukur og bacon er bætt við í pönnuna.

Bæta hvítvínið við og leyfa að koma upp í suðu. Lækka hitann og setja lok á pönnuna. Láta malla í 15 mínútur

Hækka aftur á hitanum og bæta rjóma við. Látið malla í 5 mínútur í viðbót.

Í lokin er bætt við saxaðri steinselju.

Ég var með þessu Sæunnarbrauð. Uppskrift sem ég fann á lkl síðu á facebook.
Þegar ég var búin að baka brauðið skar ég það í tígla að ofan, fyllti svo með piparosti og dreyfði yfir það bráðnuðu hvítlaukssmjöri. Setti á álpappír og aftur í ofnin þar til osturinn var bráðnaður.No comments:

Post a Comment