Sunday, August 18, 2013

Grillaður Camenbert með sesam kexi og lauk sultu

Við systurnar erum miklir matgæðingar og þegar við hittumst er undantekning að við fáum okkur eitthvað gott í gogginn. Ég sá um daginn á N4 matreiðsluþátt þar sem grillaður var Camenbert og varð að prófa. Ljúffengt!! Ég ákvað að ég yrði að prófa aftur og bjóða systur minni að koma og smakka og ákvað að láta verða að því að búa til lauk og hvítlaukssultu.Sesam kex130 g möndlumjöl
35g sesamfræ
60g rifin ostur
50g rifin parmesan
1 eggjahvíta
2 tsk disjon sinnep
1 tsk hvítlaukssalt
1 tsk salt

Allt blandað vel saman þar til verður að einni deigkúlu. Nota hendurnar til að búa til litlar kúlur sem þú þrýstir svo vel niður á bökunarpappír. Ég notaði svo spaða til að taka þær af pappírnum og snúa þeim við svo þær myndu ekki festast við bökunarpappírinn. Bakað í ofninum á 180 gráður í ca 8-10 mín eða þar til gullinnbrúnar. Passa að fylgjast með því fyrsti skammturinn minn var aðeins of lengi og brann.

Hvítlauks lauksulta


Ég varð að prófa að búa til einhverja sultu og ég elska lauk og hvítlauk og afhverju ekki að prófa sig áfram með sultu? Heppnaðist mjög vel í fyrstu tilraun og verður notuð áfram með ostum eða bara beint á kexið :)

1 heill hvítlaukur
olía
salt og pipar
1 laukur
3 msk þurrt hvítvín
2 msk rjómi
1 tsk sukrin gold

Skorið er ofan af heilum hvítlauk og hann settur á álpappír. Sett smá olía yfir ásamt salt og pipar eftir smekk.
Sett í 190 g heitann ofn í ca klt eða þar til hann er orðin vel mjúkur. Látin kólna. Kreysta hvítlaukinn úr og maukað á disk með gaffli.

Laukur skorin niður og steiktur á pönnu með smá kókosolíu og smjöri. Þegar laukurinn er orðin brúnn er hvítlauki bætt út í ásamt hvítvíni, rjóma og sukrin gold. Látið malla í nokkrar mínútur áfram. Saltað og piprað eftir smekk.


Grillaður Camenbert.Camenbert settur á álpappír. Olía, sítrónusafi, rósmarín og smá rifin engifer sett yfir ostinn. Grillaður í nokkrar mínútur þar til hann er farin að bráðna smá. Þegar búið er að taka hann af grillinnu er líka gott að bæta við bacon við ostinn.

Einnig er gott að grilla Camenbert með því að stinga hvítlauk í ostin ásamt rósmarín.

No comments:

Post a Comment