Sunday, September 1, 2013

Bananabrauð

Börnin mín elska að fá nýbakað bananabrauð og á ég yfirleitt gamla banana í frysti til að taka út þegar ég hendi í eitt brauð. Hinsvegar hef ég ekki verið dugleg að baka fyrir þau brauðið því þrátt fyrir að vera gott var það stútfullt af sykri og hveiti. Áðan átti ég von á gestum, þar sem annar þeirra er nýbúin að greinast með sykursýki og ég átti ekkert með kaffinu, ákvað ég að prófa að skella í lkl vænt bananabrauð. Fyrra brauðið kláraðist á núll einni af gestum, börnunum mínum og vinum þeirra svo þá var bara að skella strax í annað.

Þetta brauð hentar ekki þeim sem eru á lkl til að grenna sig þar sem bananar eru kolvetnaríkir en þessi uppskrift er fín fyrir sykursjúka og börnin okkar. Ekkert nema hollt og gott.Bananabrauð


2 gamlir bananar
2 egg
15 g kókoshveiti
50 g sukrin
1/2 tsk kanill
1 tsk lyftiduft

Mauka banana með gaffli ef þeir eru ekki að koma úr frystinum. Öllu svo blandað saman í skál. Settt í brauðform. Ef formið er ekki silikon þá er gott að smyrja formið með kókosolíu. Bakað við 160 g í 30 mín. Slökkva á ofninum og hafa inni í 5-10 mín lengur.

Brauðið lyftist ekki mikið og er frekar þunnt en það er bragðgott og æðislegt í kaffitímanum, í nestisboxið og hvað þá að setja smjör og ost á það :)

2 comments:

  1. Ég var að velta því fyrir mér hvort þetta væri innsláttarvilla, en eiga að vera bara 15 gr kókoshveiti?

    bestu kveðjur og takk fyrir frábæra síðu :)

    ReplyDelete
  2. Ég væri líka til í að vita 15gr kókoshveiti

    ReplyDelete