Tuesday, September 24, 2013

Piparkökur

Ég var búin að ávkeða að reyna búa til piparkökur sem væru lkl vænar fyrir jólin en var alls ekki komin í þann gír. En svo var ég með strákinn minn á körfuboltaæfingu í dag og þar finnst mér gaman að sitja með litlu stílabókina mína og hugsa um uppskriftir. Þá datt þessi uppskrift í hausinn og ég gat að sjálfsögðu alls ekki beðið með að prófa hana því ég er búin að þrá að fá mér kalda mjólk og piparköku í nokkurn tíma.

Þetta var svo auðvelt, enda grunnuppskriftin löngu komin á bloggið, eina sem ég þurfti í raun að gera var að taka út kakóið og bæta við piparköku kryddum.
Piparkökur

3 dl möndlumjöl
2 msk kókoshveiti
3 msk sukrin eða sukrin gold
2 msk rjómi
1/4 tsk negull
1/2 tsk kanill
1/4 tsk engifer
1 egg
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar

þurrefnum blandað saman og svo restinni. Blandað vel saman og gerðar litlar kúlur sem settar eru á bökunarpappír. Bakað í ofni í 8-10 mín á 175 gráður. 

Það var ekki leiðinlegt að setjast niður með börnunum áðan við kertaljós, tónlist, kalda mjólk (já ég lét eftir mér smá mjólk en hægt að hafa laktósfría eða möndlumjólk) og piparkökur. Ég ætlaði reyndar að hafa kósý í kvöld og fá mér smá yfir sjónvarpinu en þær voru fljótar að klárast og verð bara að gera meira fljótlega. Ég náði heldur ekki betri mynd af kökunum því þrjú börn biðu mjög spennt eftir að gæða sér á þeim og það var ekki þolinmæði til fyrir myndatöku.


8 comments:

 1. Hæ. Eg var ad prófa ad baka thessar. Thær eru svakalega thurrar. Ég var i vandrædum med ad búa til kúlur thurfti ad kremja deigid og fannst eins og thad vantadi vøkva i deigid. ég bætti samt 1½ msk rjóma úti. Kannski geri e´g thetta eitthvad vitlaust. Hrærdi deigid i skál med skeid og svo høndum. ?? Thad var ekki hægt ad hnoda thad. Thetta er i fyrsta skypti sem ég profa ad baka med LKL svo kannski er ég ekki alveg komin med thetta. En bragdid af theim er rosa gott ;)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Sæl. Getur verið að þú varst með möndlumjöl frá funkjonell? Það virkar nefnilega ekki i svona bakstur þar sem það er fituskert og dregur vökvann meir i sig

   Delete
 2. Yep. Einmitt frá Funktionel. Ok. Thad hlaut ad vera ;) Prófa thetta thá aftur seinna med betra mjøli ;) Takk fyrir og takk fyrir annars gott blogg. Hlakka til ad smakka sørurnar. Thad fer ad lida ad theim ;)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Datt það í hug ;) Hinsvegar ef þú googlar Krista LKL geturu fundið á síðunni hennar piparkökur þar sem hún notar funkjonell mjölið. Einnig er ég með uppskrift af marsipan kúlum hér á blogginu þar sem þú getur notað f mjölið :)

   Delete
 3. This comment has been removed by the author.

  ReplyDelete
 4. Sæl :) Geymast þessar piparkökur bara í dalli á borðinu eins lengi og aðrar piparkökur þó það sé rjómi í þessum og svona?... og sörurnar, þarf að geyma þær í frystinum? :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Sæl Kolbrún. Þær geymast alveg í lokuðu íláti já. Hversu lengi veit ég ekki alveg því þessar hverfa mjög fljótlega hér heima :) Varðandi sörurnar já þá er best að geyma þær í frysti

   Delete
 5. Sæl :) hvað færðu margar kökur út úr þessari uppskrift?

  ReplyDelete