Monday, September 16, 2013

Sörur


Ég hef ekki þorað að setja þessa uppskrift inn fyrr en núna. Sörur eru hjá mörgum heilagar og ómissandi um jól og hef ég verið nokkuð stressuð með uppskriftina og hvort fólk myndi vera ánægt með hana. Eftir að hafa látið þónokkra smakka á þeim og fengið góða einkunn þá ákvað ég að tíminn væri komin. Þetta er búið að vera smá vesen að útbúa þessar sörur. Hélt í sakleysi mínu að það væri bara hægt að nota sukrin vörurnar í stað sykurs í sömu hlutföllum, en nei virkaði ekki. Svo ég er búin að gera sörurnar þrisvar sinnum og þriðji skammturinn heppnaðist. Ég reyndi að útbúa blessaða sírópið sem notað er í sörukremið en það var bara ekki hægt að gera síróp úr surkin. Hinsvegar prófaði ég að nota vatn, sukrin og smá xanthan gum til að útbúa sírópið og það virkaði vel, smá vesen en ákvað svo að það væri alveg óþörf í þessa uppskrift.

Þær eru kannski ekki alveg eins og hinu einu sönnu sörur en komast nálægt því.

Sörur


Botn

3 eggjahvítur (stofuhita)
1 dl sukrin melis
70 g möndlumjölEggjahvítu, sukrin og stevia þeytt saman þar til orðið stíft. Möndlumjölið er varlega bætt við og blandað með sleif. Sett á bökunarpappír með skeið eða setja í sprautupoka og sprauta. Það verða ca 20 kökur úr þessari uppskrift og þær stækka ekki í ofninum. Sett í ofn sem er 130 gráður heitur (ekki með blæstri) og bakað í 40 mín.

Krem
1 dl sukrin melis
3 eggjarauður
100 g mjúkt smjör
2 tsk kakó
2 tsk insta kaffi

Öllu blandað vel saman.

Krem er sett á kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar. Gott að nota skeið og gera "fjall" úr kreminu. Kökurnar settar í frysti og svo þegar kremið er orðið vel kalt er það bara að dýfa þeim ofan í bráðið súkkulaði :)


19 comments:

 1. Snillingur Hafdís, :) takk kærlega að deila þessu með okkur :) Ég ætla að gera þessar á morgun, það er sparidagur á morgun og gaman að fá uppskrifitina núna :)

  ReplyDelete
 2. Viltu segja mér hvað stevia droparnir gera og hvort er í lagi að nota stevia með vanillu bragði??

  ReplyDelete
  Replies
  1. Stevía droparnir eru til að fá meiri sætubragð. Það er hægt að nota með vanillu eða bara sleppa. Þetta er smekksatriði :-)

   Delete
 3. Var að hugsa um þetta í fyrradag, ég segi það satt !takk kærlega fyrir að gera þetta fyrir okkur hinar, þetta á ég sko pottþétt eftir að prófa

  ReplyDelete
 4. Segir þú að það megi sleppa Stevíu dropunum?? Ég á að forðast eins og hægt er sykur.

  ReplyDelete
  Replies
  1. Það er hægt já að sleppa stevíu og hafa bara sukrin en mér finnst vanta þá sætubragðið af kökunum. Það er engin sykur í þessari uppskrift. Stevia er sæta búin til úr jurt og sukrin er erythiol en bæði hafa engar kaloríur né áhrif á blóðsykurinn

   Delete
 5. Sæl

  Hvaða súkkulaði notar þú til að hjúpa Sörurnar

  ReplyDelete
 6. Mig langaði bara til að þakka þér fyrir þessa dásamlegu söru-uppskrift. Hún sló rækilega í gegn á heimilinu. Ég reyndar gerði kremið ögn bragðmeira með meira kakói og sætuefnunum, auk þess sem mér fannst koma mjög vel út að blanda smá vanilludropum við. En algjört sælgæti! Grazie!

  ReplyDelete
 7. Sæl
  get ég notað Stevíu duft (púður) í stað stevíu dropanna án bragðs?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já það er hægt en ég þekki því miður ekki hlutföllin svo þú verður að smakka þig til :)

   Delete
 8. Æðislega góðar - Takk kærlega fyrir að deila þessari uppskrift með okkur :)

  ReplyDelete
 9. Takk fyrir þessa æðislegu síðu!
  En hvernig möndlumjöl notarðu? Svo mikill munur á fínmalaða frá funksjonell og svo H-Berg eða grófmöluðu frá Now.

  ReplyDelete
 10. Sæl og takk fyrir spennandi uppskrift. eitt vandamál hjá mér, get ekki notað möndlumjöl á heimilinu sökum bráðaofnæmis, veistu hvað sé best að nota í staðin?

  ReplyDelete
 11. Sæl hvað á að nota mikið af stefiu dropum

  ReplyDelete