Thursday, October 31, 2013

Marsipan dropar


Halló halló!
Eru þið búin að sjá nýja og flotta lénið mitt? Jahh væntanlega, annars væru þið ekki hér inná ;-)
Elsku vinur minn hann Ágúst hafði samband við mig fyrr í vikunni og sagði að fyrirtæki sitt
 23 auglýsingastofa vildi gefa mér lénið disukokur.is ! Ég var nú ekki lengi að segja já og er ofur ánægð að vera komin með mitt eigið lén. (ég sem vissi ekki hvað lén var á sunnudaginn hehe)
Nú er mun auðveldara að pikka inn heimasíðuna og líka að muna hana. Ég sjálf lenti oft í því að skrifa vitlaust, meina þetta blessa blogspot kom oft vitlaust af lyklaborðinu :-)
Það er æðislegt að sjá hvað bloggið fær mikla athygli og án djóks er þetta aðalhobbýið mitt þessa daga.
 U know, grasekkja og allt sem kemst aldrei úr húsi ;-) En í dag helltist yfir mig smá bökunargleði. Svo sem ekki mikill bakstur í kringum þetta en sólin skein og ég elska að taka myndir þegar sólin skín. Þá verða þær bara miklu betri hjá mér og maður verður alltaf reyndari með myndavélina í hendinni.
Ég fann þessa uppskrift á netinu, á Sukrin síðunni fyrir svolitlu og langaði alltaf að prófa svo það var bara hoppað í það í dag.

Marsipan dropar

90 g möndlumjöl funkjonell (verður að vera það)
60 g sukrin melis
2 eggjahvítur
6-10 dropar Via-Health vanilludropar
Einnig hægt að setja annað bragð eins og súkkulaði eða piparmyntu.

Smakkið deigið líka til. Misjafnt hversu sætt fólk vill hafa þetta en þetta er ekta marsipan konfekt :)
Allt sett í skál og blandað saman. Best að hnoða þetta bara í höndunum þar til orðið að deigkúlu. Setja í kæli í 15 mínútur og svo búa til litlar kúlur. Hægt að skreyta með smá bráðnu súkkulaði.
Smá myndasyrpa :-)Tuesday, October 29, 2013

Marengskökur


Tilraunir í jólabakstri halda áfram og með minna samviskubiti núna því það er alveg að koma nóvember. Reyndar dáldið síðan ég gerði þessar. Núna er ég búin að vera heima með veika mús og sé fram á að vera eitthvað lengur. Finnst að það ætti að vera bannað með lögum að lítil börn þjáist af hausverk vegna stíflaðra kinnhola og lungnabólgu. Hef sjálf fengið þetta og það sem ég var veik! Dóttirin stendur sig mun betur en mamman gerði og gleymir inn á milli verkjunum.

Í dag var þessi líka fallega sól að skína vel og vandlega inn um gluggana hjá mér og sýna mér allt þetta ryk sem er út um allt hjá mér. Ohhh það sem ég varð pirruð. Þangað til ég uppgvötaði að ég gæti nú notað þessa sól til að taka myndir af marengskökunum! Við það að taka myndirnar uppgvötaði litla veikindapésinn kökurnar og held að þær séu að verða búnar enda er hún algjör súkkulaðigrís.Marengskökur

Ca. 40 stk

2 eggjahvítur
salt klípa
25 g sukrin melis
8-10 dropar Via-Health vanillu, piparmintu eða original dropar
50 g saxaðar möndlur eða hnetur eftir ósk
100 g saxað súkkulaði 70% eða yfir


Hita ofninn á 175 gráður.
Eggjahvítur, stevía dropar og salt stífþeytt saman. Sukrin melis er svo bætt út í og þeytt smá áfram. Súkkulaði og möndlur blandað varlega saman við með sleif. Sett á bökunarpappír með tsk. Um leið og kökurnar fara inn í ofn er slökkt á ofninum og kökurnar látnar vera þar inn í í 2-2 1/2 tíma.Monday, October 28, 2013

Vanillu panna cotta


Miðjubarnið mitt, Alexander Gauti hefur erft eldhúsáhugann frá móður sinni. Honum finnst ekkert skemmtilegra en að fá að stússast með mér í eldhúsinu og hvað þá þegar hann fær að gera eitthvað sjálfur. Ég skal játa það, stundum þegar hann spyr þá segi ég nei ekki núna og það er svo leiðinlegt að gera það við barn sem er tilbúið að læra og prófa sig áfram. 
Hann elskar að horfa á matreiðsluþætti og Jói Fel er í sérstöku uppáhaldi hjá honum og það var grátið þegar hætt var með stöð 2 á sínum tíma því þá var ekki hægt að horfa á Jóa.
Nýjasta uppáhaldið hjá honum er Masterchef Kids og þar sá hann krakkana gera panna cotta og var staðráðin í því að fá að prófa sem mamman var ekki lengi að segja já við.


Panna cotta


3 gelatin
375 ml rjómi
30 g sukrin melis
1/2 vanillustöng
10 dropar Via-Health vanillu stevía
100 g jógúrt

Gelatín látið liggja í vatni þar til orðið mjúkt. Rjómi, sukrin melis, stevía, og jógúrt sett í pott á miðlungshita. Vanillustöng fræ hreinsuð og sett í pottinn. Hræra í pottinum á meðan þetta hitnar og þegar komið yfir líkamshita  er vanillustöng tekin úr og gelatíni hrært í.
Sett í skálar og inn í ísskáp í ca tvo tíma.

Jarðaberja sósa


100 g jarðaber
100 ml vatn
50 g sukrin melis
10 dropar Via-Health jarðaberja stevía

Allt sett í pott og látið malla í nokkrar mínútur. Maukað svo með töfrasprota.

Láta jarðaberja sósuna kólna áður en hún er sett á pannacotta. Einnig gott að setja saxaðar möndlur á.
Alexander Gauti skreytti sitt pannacotta sjálfur. Jarðaberja sósa með örlítið af sukrin melis yfir. Smakkaðist mjög vel hjá honum og hann er búin að fá leyfi fyrir að verða gestabloggari aftur ;)

Thursday, October 24, 2013

Lakkrís ís


Hvað gerir kona þegar hún lendir í þeim hremmingum að einhver óþokki kemst yfir visa korts númerið hennar og ákveður að nota alla heimildina hennar til að spila póker?? Jú eftir að hafa hringt í banka og farið þangað til að fylla út kærublað þá langar manni í eitthvað gott til að róa taugarnar. Ís er alltaf besta meðalið og núna langaði mig virkilega í ís með lakkrís bragði.


Lakkrís ís


2 dl rjómi
2 eggja rauður
5 dropar Via-Health vanillu stevía
1,5-2 tsk lakkrísduft

Þeyta rjóman en ekki stífþeyta samt heldur svona hálfa leið (kem ég þessu skiljanlega frá mér? ;) )
Bæta eggja rauðum og stevía dropum við og þeyta smá í viðbót. Síðast er bætt við lakkrísduftinu.
Byrjið á einn tsk og smakkið til og bætið þá við ef þið viljið. Setja inn í frysti og hræra á hálftíma fresti eða svo. Tilbúin eftir mislangan tíma, fer eftir því hversu stórt eða lítið form ísinn er settur í. 
Bragðið minnir mig ekki beint á lakkrís heldur frekar á pipar sem er í brjóstsykri, mmmm. Taugaveiklaða mamman eftir þennan dag var pínu glöð að Alexander sem var vakandi líkar ekki við lakkrís.
Mjög gott að setja svo saxaðar möndlur yfir ísinn.

Minni svo aftur á facebook síðu bloggsins :-) DísukökurWednesday, October 23, 2013

Fetabollur


Búin að endurnæra sálina og eiga yndislega stund í Kaupmannahöfn. Ég tók þá ávkörðun í fyrra að taka mér smá húsmæðraorlof í október og ég var ekki lengi að sjá að þetta þarf ég að gera árlega.
Skellti mér til Köben að heimsækja vini og ættingja. Það er bara eitthvað við það að fara ein í flug og þurfa ekki að hugsa um neinn nema sjálfan sig. Engin börn, engin eiginmaður, bara gamla góða Hafdís.

Ég hef oft komið til Kaupmannahafnar en yfirleitt er það bara til að komast svo yfir til Svíþjóðar eða kíkja á Strikið og Tivolí. En í þetta sinn fékk ég að sjá hvernig er að búa í Köben og ferðast um á hjóli, strætó og lest og þetta var yndislegt. Kom mér á óvart hversu auðvelt er að ferðast um og var ég dugleg að koma mér ein á milli staða. Ég náði að lenda í smá ævintýri með ferðatöskuna mína þegar ég tók vitlausan strætó en ég sá bara meir af Köben :)

En nú er maður komin heim og búin að knúsa börnin og tilveran fær aftur smá rútínu. Í síðustu viku náði bloggið mitt 60,000 heimsóknum og ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta alveg ótrúlegt! Litla ég sem sem hef gaman af að standa í eldhúsinu með börnunum og er að deila á netinu, er ótrúlega þakklát fyrir áhugan sem bloggið fær.

En matur.....einfalt og gott. Já fetabollur! Það er hægt að prófa sig áfram með hakkbollur á svo marga vegu og ákvað ég um daginn að setja fetaost í þær. Fljótlegt að gera og bragðgóðar. Börnin voru ekki lengi að klára skammtinn.


Fetabollur


800 g af hakki (var með nauta)
2 egg
100 g fetaostur
2 hvítlauksgeirar
Rifin ostur
smjör til steikingar
Kryddað með basilíku, steinselju, oregano og salt og pipar eftir smekk.

Öllu blandað vel saman. Búa til bollur og brúna á pönnu.
Sett í eldfastmót og stráð rifnum osti yfir. Inn í 180 gráða heitan ofn í ca 15 mín eða þar til gegnsteikt.

Ég hafði svo með þessu piparosta sósu og spínat salat.Sunday, October 13, 2013

Kókostoppar

Það er viss bölvun að vera fædd í desember.
Ég elska desember og jól og í október þá er ég farin að eiga erfitt með mig og jólin löngu komin í huganum. Ég tel þetta vera því ég er fædd í desember. Í ár er ég extra slæm því ég nota bloggið sem afsökun til að baka jólakökur, finna smá jólaskraut til að skreyta myndir með og til að ég lifi mig sem mest inn í  jólin þá já, hlusta ég á jólalög. Blessuð bölvunin ;)

Núna var ákveðið að prófa að gera kókostoppa. Uppáhaldið hjá eiginmanninum, skulum sjá hvort hann sætti sig ekki í ár við þessar LKL kókostoppa. Hef ekki trú á öðru enda heppnuðust þær mjög vel :)Kókostoppar

60g mjúkt smjör
1 dl sukrin melis
1 egg
150g kókosmjöl

Egg og sukrin melis þeytt vel saman í skál. 
Smjör bætt við og þeytt vel saman við.
Kókosmjöl bætt við og varlega blandað með sleif.

Búa til litla toppa (gerði mína aðeisn of stóra fékk 15 stk) og gott að kreista smá vökvann úr.
Setja á bökunarpappír og í 175 g heitann ofn í ca 15 mínútur.
Gott að láta þær kólna á smá eldhúspappíri.

Mjög gott að bræða súkkulaði og setja á botninn eða toppinn á kökunum en ég var orðið súkkulaðilaus aldrei þessu vant.


Ég drekk mikið vatn og stundum fæ ég nóg af hversu bragðlaust það er og ákvað að prófa að setja stevía dropa í vatnskönnu og mitt uppáhald er núna Via-Health Grape stevia. Í stóra könnu af vatni set ég svona fimm dropa og er svo með sleif til að hræra í. Búin að sötra á þessu í allan dag :)
Friday, October 11, 2013

Bláberja-rjómaosta ís


Bláberja rjómaostaís, já það hljómar skringilega en kemur skemmtilega á óvart.
Það er alltaf gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu, hvað þá þegar eitthvað eins og þetta verður til.


Bláberja rjómaostaís
1/2 l rjómi
30 g sukrin melis
2 eggjarauður
90 g rjómaostur
250 g íslensk bláber
10 dropar Via-Health stevía, original

Eggjarauður, stevía og sukrin melis þeytt saman.
Rjómi hitaður í potti á miðlungshita þar til hann er komin rétt yfir líkamshita.
Rjómi bætt við rauður og þeytt vel saman.
Blandan sett í pott hrært í þar til hún er farin að þykkjast aðeins.
Taka af hellunni og rjómaostur blandaður við.
Bláber maukuð eftir smekk og blandað við ísinn.
Sett í frysti í 2-3 tíma og gott að hræra reglulega í ísnum.Tuesday, October 8, 2013

Súkkulaði trufflur

Bloggstuðið heldur áfram samhliða því að vera að prófa mig áfram í eldhúsinu. Eins og í gærkvöldi. Ég fæ stundum hugmynd sem mér finnst frábær og verð að prófa og  hugurinn verður ekki rólegur fyrr en ég er búin að framkvæma hana. Annars á ég von á svefnlausri nótt.

Í gær átti súkkulaði og rjómi hug minn allan og útkoman var trufflur. Þetta var mjög auðvelt að gera og bragðið.....skal alveg viðurkenna að ég sá eftir þessum tveimur trufflum sem fóru ofan í gestina mína í kvöld. Fullkomið konfekt fyrir jólin :)


Út um herbergisgluggan minn í morgunn. Játa það að ég fór að syngja white christmas í huganum þegar ég sá þetta og að ég var extra glöð enda mikið jólabarn og æðislegt að fá einn svona fallegan dag.Súkkulaði trufflur

150 ml rjómi
100 g dökkt súkkulaði 70% eða hærra
5 dropar Via Healt Stevia dropar orginal bragð

Kakó, hnetur, kókos, chia eða annað sem hugurinn girnist til að húða trufflurnar.


Hita rjóma á meðalhita. Þegar rjómin er farin að hitna, slökkva undir og bæta súkkulaði og stevia dropum við og hræra þar til alveg blandað við rjómann, verður pínu þykkt. Sett í skál og geymt í ísskáp í minnsta kosti tvo tíma. Gott er að gera kvöldinu áður og geyma í ísskápnum yfir nótt.
Þegar súkkulaðið er orðið hart þá er notuð tsk til að skafa upp úr skálinni og formaðar kúlur með höndunum. Gott að nota hanska því þetta getur orðið pínu subbótt. Rúllað í kókos, muldum hnetum, kakódufti eða öðru sem hugurinn girnist.  Kom skemmtilega á óvart að blanda saman smá chia og chilidufti og rúlla truflunum upp úr. Uppáhaldið mitt er samt sem áður muldar pistasíuhnetur.


Via-Health Steviu droparnir komu mér á óvart þegar ég prófaði í dag og gáfu auka boost í bragðið :) Nýja uppáhaldið mitt og trilljón hugmyndir að fæðast :)


Njótið undir teppi, með kertaljósum og góðri bók eða ef þið eruð eins og ég, beint úr ísskápnum því þið náið ekki alla leið undir teppi með trufflurnar ;)

Sunday, October 6, 2013

Lamba innralæri með blaðlauks sveppa sósu


Á fimmtudaginn áttum við hjónin brúðkaupsafmæli. Í ár ákváðum við að gera eitthvað sem við höfum aldrei gert, fara tvö saman í bústað og vera í heila helgi! Já, heil helgi bara tvö út í buska. Og þvílíkt sem það var yndislegt. Einu skiptin sem ég fór úr húsi var til að hoppa í pottinn annars voru það náttföt og kósíheit. Við spiluðum mikið, borðuðum æðislegan mat, hlógum mikið og nutum þess að eiga hvort annað. Kannski extra mikið langþráð frí þar sem við hittumst alltof sjaldan og satt að segja er mjög erfitt að taka heila helgi af stuttri dvöl hans frá börnunum, en stundum þá verðum við að vera eigingjörn og vera bara tvö.
Ég fékk að velja matinn fyrir föstudaginn og Jónbi fyrir laugardaginn. Val hans var lamba innralæri með blaðlauks sveppa sósu eins og mamma hans gerði þegar hann var yngri. Maturinn var æðislegur og ekki annað hægt en að deila með ykkur hér á blogginu.

Grillað lamba innralæri með blaðlauks sveppa sósuFyrir tvo

300-400 g innralæri
lamb islandia krydd

Innralæri kryddað með Lamb Islandia kryddi eða öðru kryddi, helst kvöldið áður.
Grillið á vel heitu grilli í 2 mín á hvorri hlið eða þar til kjötið er orðið fallega brúnt.
Lækkið þá hitann á grillinu eða hækkið grillgrindina og grillið í 8-10 mín í viðbót. Passið að snúa kjötinu reglulega á meðan.
Blaðlauks og sveppa sósa


150 g sveppir
1 lítill blaðlaukur
250 ml rjómi
1 msk smjör
salt og pipar

stilkur af blaðlauki og sveppir saxað smátt og steikt á pönnu með smjöri í nokkrar mín. Rjómi bætt við og þegar suða kemur upp er slökkt undir og hrært í sósunni. Saltað og piprað eftir smekk.
Salatið sem ég varð með var spínat, smátt söxuð appelsínugul paprika, fetaostur, parmaskinka og parmesan ostur. Gat ekki verið betra :)


Thursday, October 3, 2013

Rjóma grýta með blómkálsmús

Kannski komin smá tími til að setja inn uppskrift af mat í stað gotterís. Versta samt að með matarmyndirnar eru að þær eru ekki góðar. Er yfirleitt orðin svo svöng þegar maturinn er tilbúinn og næ ekki að hlaupa inn í herbergi og ná í myndavélina svo síminn fær að duga :) Í kvöld átti að gera eitthvað með hakki og langaði mig að prófa eitthvað nýtt. Útkoman var góð og verður gerð aftur fljótlega. Þó ég sé pakksödd mun ég örugglega stelast inn í eldhús seinna í kvöld og fá mér smá á disk.

 Það sem kom mér mest á óvart var hversu góð blómkálsmúsin var. Ég byrjaði að borða blómkál þegar ég fór að borða lkl mat en get ennþá ekki borðað hana soðna eða hráa svo ég er búin að vera ansi smeik að prófa músina. Það sem hún var góð! Ætlaði ekki að trúa því og hvað það er líka auðvelt að gera hana! Nýja uppáhaldið mitt og efast um að ég fari aftur í venjulega kartöflumús.Grýta

1 pakki nautahakk. (ca 800g)
1 laukur
3-4 hvítlauks geirar saxað
3 msk tómatpúrra
3-4 msk dijon sinnep
2 msk smjör
1 dolla sýrður rjómi 18%
1,5 dl rjómi
salt og pipar eftir smekk ásamt kryddum sem hver og einn kýs
(setti sjálf, salt pipar, smá graslauk úr garðinum og steikar og grillkrydd)
Rifin parmesan ostur

Grænmeti sem til er í ísskápnum. Paprika, sveppir, brokkolí eða annað lágkolvetna grænmeti

Fínsaxaður laukur settur á djúpa pönnu með smjöri. Látin mýkjast. 
Hakki og hvítlauki bætt á pönnu og brúnað.
Tómatpúrra og dijon sinnep bætt út ásamt kryddum eftir smekk. Hrært vel í.
Sýrður rjómi og rjómi sett út í ásamt niðurskorðu grænmeti og látið malla í smástund.
Rifin parmesan ostur er svo rifin niður á blómkálsmúsina og grýtuna þegar komið er á diskinn :)

Blómkálsmús

Skera blómkál í bita og gufuðsoðið þar til mjúkt í gegn. Ég setti það í tuppeware saxara sem ég á ásamt góðri smjörklípu, rifnum parmesan osti og smá salti og maukaði. Hægt er í raun að nota margar aðferðir við að bragðbæta músina. Setja dijon sinnep, sýrðan rjóma, cheddar ost. Láta hugmyndaflugið ráða :)

Tuesday, October 1, 2013

Möndlumjólk

Fyndið hvað bloggstuð kemur og fer hjá mér. Stundum fæ ég mig ekki til að setjast niður og setja uppskriftir á bloggið í lengri tíma og stundum gæti ég sett uppskriftir inn á klt fresti.

Nú er hafin meistaramánuður. Ég er meistari að setja mér allskonar markmið og áramótaheit sem ég næ aldrei að standast svo ég verð líklega ein af fáum sem tek ekki þátt. Hinsvegar ætla ég að halda áfram að gera það sem ég hef mest gaman af, að standa inn í eldhúsi að prófa mig áfram og blogga um það :)

Ég er búin að vera á leiðinni að prófa að búa til möndlumjólk. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi vilja smakka og hvað þá búa til möndlumjólk en svona kemur lífið skemmtilega á óvart. Ég er búin að taka Chia fræjum ástfóstri og núna vil ég fá chia búðing á hverjum degi. Hinsvegar er búið að vanta smá tilbreytingu og þá kemur möndlumjólkin sterk inn.


Möndlumjólk
1 bolli möndlur
4 bollar vatn
2 msk sukrin
1/2 tsk vanilludropar
oggulítið af salti

Möndlur settar í skál og vatn látið ná yfir þær allar. Látið liggja yfir nótt. Vatn af möndlunum sett í blandara eða skál og bætt við það sem vantar upp á þessa 4 bolla af vatni. Möndlur settar með og blandað vel í nokkrar mínútur í blandara eða með töfrasprota. Sigta frá möndluhratið í sigti, setja það svo í viskustykki og vinda vel til að ná öllum dropunum af möndlumjólkinni. Geymist í ísskápnum í tvo til þrá daga :)