Sunday, October 13, 2013

Kókostoppar

Það er viss bölvun að vera fædd í desember.
Ég elska desember og jól og í október þá er ég farin að eiga erfitt með mig og jólin löngu komin í huganum. Ég tel þetta vera því ég er fædd í desember. Í ár er ég extra slæm því ég nota bloggið sem afsökun til að baka jólakökur, finna smá jólaskraut til að skreyta myndir með og til að ég lifi mig sem mest inn í  jólin þá já, hlusta ég á jólalög. Blessuð bölvunin ;)

Núna var ákveðið að prófa að gera kókostoppa. Uppáhaldið hjá eiginmanninum, skulum sjá hvort hann sætti sig ekki í ár við þessar LKL kókostoppa. Hef ekki trú á öðru enda heppnuðust þær mjög vel :)Kókostoppar

60g mjúkt smjör
1 dl sukrin melis
1 egg
150g kókosmjöl

Egg og sukrin melis þeytt vel saman í skál. 
Smjör bætt við og þeytt vel saman við.
Kókosmjöl bætt við og varlega blandað með sleif.

Búa til litla toppa (gerði mína aðeisn of stóra fékk 15 stk) og gott að kreista smá vökvann úr.
Setja á bökunarpappír og í 175 g heitann ofn í ca 15 mínútur.
Gott að láta þær kólna á smá eldhúspappíri.

Mjög gott að bræða súkkulaði og setja á botninn eða toppinn á kökunum en ég var orðið súkkulaðilaus aldrei þessu vant.


Ég drekk mikið vatn og stundum fæ ég nóg af hversu bragðlaust það er og ákvað að prófa að setja stevía dropa í vatnskönnu og mitt uppáhald er núna Via-Health Grape stevia. Í stóra könnu af vatni set ég svona fimm dropa og er svo með sleif til að hræra í. Búin að sötra á þessu í allan dag :)
2 comments:

  1. mmm namminamm mun prufa þessa fyrir jólin ! :)
    Góð hugmynd með grape dropana til að bragðbæta vatn ;)

    ReplyDelete
  2. kv. Hrafnhildur ;)

    ReplyDelete