Thursday, October 24, 2013

Lakkrís ís


Hvað gerir kona þegar hún lendir í þeim hremmingum að einhver óþokki kemst yfir visa korts númerið hennar og ákveður að nota alla heimildina hennar til að spila póker?? Jú eftir að hafa hringt í banka og farið þangað til að fylla út kærublað þá langar manni í eitthvað gott til að róa taugarnar. Ís er alltaf besta meðalið og núna langaði mig virkilega í ís með lakkrís bragði.


Lakkrís ís


2 dl rjómi
2 eggja rauður
5 dropar Via-Health vanillu stevía
1,5-2 tsk lakkrísduft

Þeyta rjóman en ekki stífþeyta samt heldur svona hálfa leið (kem ég þessu skiljanlega frá mér? ;) )
Bæta eggja rauðum og stevía dropum við og þeyta smá í viðbót. Síðast er bætt við lakkrísduftinu.
Byrjið á einn tsk og smakkið til og bætið þá við ef þið viljið. Setja inn í frysti og hræra á hálftíma fresti eða svo. Tilbúin eftir mislangan tíma, fer eftir því hversu stórt eða lítið form ísinn er settur í. 
Bragðið minnir mig ekki beint á lakkrís heldur frekar á pipar sem er í brjóstsykri, mmmm. Taugaveiklaða mamman eftir þennan dag var pínu glöð að Alexander sem var vakandi líkar ekki við lakkrís.
Mjög gott að setja svo saxaðar möndlur yfir ísinn.

Minni svo aftur á facebook síðu bloggsins :-) Dísukökur4 comments:

  1. Þessi tegund fæst í epal. Svo er örugglega hægt að fá duftið að eg held í heilsubúðum,

    ReplyDelete
  2. Leitt að heyra með daginn þinn, vonandi finnst viðkomandi. Mjög leiðinlegt að leda í svona atviki. Sendi bara eitt stykki knús á þig :)

    ReplyDelete