Wednesday, November 6, 2013

Cake pops


Þið eruð nú meiri krúttbomburnar :-) Takk fyrir hjálpina í dag með að koma síðunni á framfæri og eignast fleiri læk. Já ég verð alveg rosalega gráðug á like fyrir facebook síðuna mína.

En ég lofaði cake pops og ég stend við mín loforð.Cake pops


2 eggja rauður (má líka vera heil egg)
100 g smjör
80 g súkkulaði 70% eða hærra
1 dl rjómi
4 msk sukrin
6-8 dropar Via-Health stevía súkkulaði
6-8 dropar Via-Health stevía vanillu

Eggja rauður, stevía og sukrin þeytt saman.
Smjör og súkkulaði brætt í potti og blandað vel saman. Bæta rjómann út í og hræra saman við. Eggjarauður bætt varlega út í.

Sett í ofn sem er 180 g heitur í ca 15-20 mín.  Leyfa kökunni að kólna og nota svo gaffall til að rífa hana í sundur og setja í skál.


Smjörkrem


1 dl sukrin melis
2 eggjarauður
80 g mjúkt smjör
6-8 dropar Via-Healt stevía original
2-4 tsk kakóduft (eftir hversu mikið kakóbragð er óskað eftir)

Smjör, sukrin melis og rauðum þeytt vel saman og svo er stevíu dropum og kakódufti bætt við.

Blanda kreminu vel við kökuna og kæla í klt.
Búa til litlar kúlur og setja í frysti í ca 10-15 mínútur.
Bræða súkkulaði í vatnsbaði og dýfa kökukúlunum í súkkulaðið til að húða það. Hægt er að setja kúlurnar á nammi pinna sem fæst meðal annars í allt í köku eða setja þær í lítil muffinsform eins og ég gerði.

Skreyta kökurnar með salti, hnetum, smá chili, sukrin sem búið er að lita með smá matarlit, endalausir möguleikar :-)No comments:

Post a Comment