Friday, December 13, 2013

Graflaxsósa


Ég elska graflax og graflaxsósu. Það er samt ekki mörg ár síðan ég byrjaði að borða það enda var ég og er enn óttalegur gikkur. Ég grét pínu inn í mér þegar ég komst að þvi að það væri engin sykurlaus sósa og að graflaxinn væri með sykur í. En, svo fann ég  fyrirtæki sem bjó til fyrir mig graflax án sykurs og þá var bara að útbúa sína eigin graflaxasósu :)

Graflaxsósa


100 g majónes
1/2 msk sinnep
1-2 tsk dill
1 1/2 msk Sukrin Gold
3 msk sítrónusafi
5-7 dropar Via Health sítrónu dropar
Salt og pipar eftir smekk

Öllu blandað saman í litla skál og smakkað til :-)


2 comments:

  1. Takk kærlega fyrir þessa uppskrift...bjargar jólunum hjá mér algjörlega :) Frábær síða hjá þér

    ReplyDelete
  2. Algjör snilld! En hvaða fyrirtæki er það sem gerir graflax án sykurs?

    ReplyDelete