Sunday, January 26, 2014

Hakkrúlla

Uppskrift sem ég fann á eldhussogur.com upphaflega og elska að útfæra og gera aftur og aftur. Hér eru hún LKL væn. Hægt að útfæra hana á þann hátt sem hver og einn vill og nýta afganga úr ísskápnum.


Nautahakksrúlla


500 g nautahakk
1 egg
krydd eftir smekk (var í þetta sinn með saxaðan graslauk)
salt og pipar
rifin ostur
grænmeti sem til er
Feta kubbur
30 g smjör
1 msk tamari sósa
1 msk nautakraftur
2 msk rjómaostur
nokkrir dropar af Via-Health rasberry stevíu


Hakk, egg og krydd blandað vel saman í skál. Sett á bökunarpappír sem er álíka stór og ofnskúffa og dreift jafnt yfir með fingrum. (fyllir ekki út pappírinn). Grænmeti og ostur dreift á rúlluna eftir smekk hvers og eins. í kvöld var ég með rifin mozzarella ost, rifin fetakubb, sveppi og papriku. Hakkinu er rúllað upp með hjálp frá bökunarpappírnum og svo fært yfir í eldfast mót. Smjör og tamarisósa sett í pott og brætt og síðan dreift yfir hakkrúlluna. Sett í ofn sem er 180 gráður og eldað í 30-40 mín eftir þykkt rúllunar. Þegar hún er tilbúin er hún sett á disk og 2 dl af vatni er hellt í mótið og það sett aftur í ofninn og hann stilltur á grill. Þegar vatnið er farið að sjóða er mótið tekið út. Vökvinn settur í pott og bætt er við 1 dl af rjóma og 2 msk af rjómaosti. Látið malla í smástund. Í lokin setti ég nokkra dropa af rasberry stevíu til að fá smá sætubragð í stað rifsberja gelsins.

Thursday, January 23, 2014

Jarðaberja muffins sæla

Bóndadagurinn nálgast og þá þarf víst að huga að strákunum í lífi manns. Á heimilinu verður bara einn af þeim heima í þetta sinn. Hinir tveir eru í Grænlandi og Húsavík. Minnsti bóndinn minn vildi eitthvað sjúklega gott með jarðaberjum eins og hann orðaði það sjálfur. Þá datt mér þessi uppskrift í hug sem ég sá fyrir löngu síðan á einni af uppáhalds blogg síðunum ibreatheimhungry.comÉg gerði ogguponsu breytingu en uppskriftin var æði! Fannst líka þægilegt að úr henni koma 4 muffinskökur sem er hæfileg stærð. Húsbóndinn á heimilinu er búin að hakka í sig sína sneið eftir að hafa hjálpað mér að baka þær en hinar þrjár fara í vinnuna á morgun fyrir vinnufélagana :)


Jarðaberja muffins 4 stk


2 msk smjör, brætt
2 msk sukrin melis
25 g möndlumjöl
1 egg
45 g maukuð jarðaber
1/2 tsk lyftiduft
1 msk kókoshveiti
10 dropar Via-Health stevía eða 1 tsk vanilludropar
salt klípa


Smjör brætt og sett í skál ásamt öllum hráefnum. Ég var með fersk jarðaber sem ég maukaði. Blandað allt vel saman og sett í 4 muffinsform og í ofnin í 18-20 mínútur í 185 gráðu heitan ofn. Ath hvort þær séu tilbúnar með að stinga títuprjón í þær, ef hann kemur hreinn upp er þetta tilbúið. 

Krem


125 ml rjómi
2 msk jarðaberjamauk
1 mk sukrin melis

Rjómi þeyttur. Sukrin melis blandað varlega við og síðan jarðaberja mauk. Sett í sprautupoka og sprautað á muffinsin. Skreytið með jarðaberjum.
Til að fá mjólkurlausa útgáfu af þessum notið smjörlíki í stað smjörs og kókosmjólk í stað rjóma. Sunday, January 19, 2014

6 daga sæla án sykur og hveitis

Það hafa komið síðan ég byrjaði með bloggið margar fyrirspurnir um vikumatseðla. Hvort og hvar þeir eru til. Ég ákvað því að láta verða af því að útbúa eitt stykki rafræna bók með 24 uppskriftum á 1390 kr. 25% af hverri bók rennur til vökudeildar Barnaspítala Hringsins.

6 x morgunmatur
6 x hádegismatur
6 x kvöldmatur
6 x snarl-sætt og salt

Bókin er eingöngu rafræn og hægt að fá á ipad formi eða pdf og prenta sjálfur út. 
Þeir sem hafa áhuga að kaupa þessa geta sent mér skilaboð á disukokur@disukokur.isThursday, January 16, 2014

Mangó lassi Dísu


Börnin mín eru dálítið heilaþvegin af móður sinni þegar það kemur að hollustu í mat. Þau spyrja hvort það sé sykur í hinu og þessu því þau hafa áhyggjur hvort afi megi borða (afi með sykursýki). En ekki misskilja, þau fá alveg óhollustu líka en ég reyni að hafa það minna og minna.

Ég hef reynt að koma fjölbreyttum mat í millimál fyrir þau og það nýjasta sem sonur minn vill fá fyrir æfingu er mangó lassi boost.

Hann er ekki kannski rosalega hentugur fyrir þá sem eru á lkl og halda sig undir 30 g af kolvetnum á dag en hann er samt æði fyrir okkur hin og yndislegur fyrir börnin!Mangó lassi Dísu


400g dós af Mangó frá Nature's finest 
240 g hrein jógúrt
120 ml mjólk
15 dropar Via-Health stevía original
Klakar

Mangó án safa (hægt að drekka safan eða geyma út í hreint jógúrt eða skyr) sett ásamt öllu hráefni og maukað í blandara eða með töfrasprota í nokkrar sek eða þar til mjúkt og seiðandi 

Thursday, January 9, 2014

Pasta


Ég er mikil pasta kona og er alveg viss á því að í einhverjum af mínum fyrrum lífum þá átti ég heima á Ítalíu. Ég hef sterkar taugar þangað alveg frá barnæsku. Sem unglingur ætlaði ég alltaf að verða fornleifafræðingur og ferðast um heiminn í anda Indiana Jones og svo kenna fræðina í skóla í Róm ásamt að eiga ítalskan mann og börn ;) Þegar ég var 15 ára buðu foreldrar mínir mér til Ítalíu og ég játa alveg að ég grét er flugvélinn lækkaðu flug og ég sá landið fyrir neðan mig. En ítölsku strákarnir náðu ekki að heilla mig svo ég hætti við þetta allt saman og ákvað að giftast ramm íslenskum manni ;) 
En já pasta vorum við að tala um. Elska pasta og fæ "cravings" í það stundum. Þessi uppskrift er búin að redda mér þegar það gerist. Einföld og góð. Ok, þetta er ekki alveg nákvæmlega eins og pasta en kemst nokkuð nálægt því og ég er mjög hrifin.
Pasta

4 egg
120 g rjómaostur
0,5 dl Husk
Salt eða hvítlaukssalt

Þeyta egg og rjómaost vel saman. Setja husk í og blanda vel. Bragðbæta með salti eða öðru kryddi eftir smekk. Láta standa í nokkrar mínútur í skálinni. Dreift á plötu með bökunarpappír og dreift vel úr. Á að vera þunnt en passa að ekki sést í gegnum deigið á plötunni. Mér finnst gott að dreifa úr þessu í kassa eða hring. Sett í 150 gráður heitan ofn í 10 mínútur. Látið kólna eftir bökun og svo skorið í þunnar sneiðar með pizzuhníf.

Sósan sem ég er með er svona dass af þessu og hinu. Sker hvítlauk í þunnar sneiðar og set á pönnu ásamt rjóma. Læt þetta vera á meðal hita í smástund og bæti þá smá af rjómaosti. Pepperoni, skinka, sveppir eða paprika bætt við ef það er til. Hræri þessu öllu saman og læt malla í smástund. Í lokin krydda ég með salt og pipar og smá steinselju og bæti smá af hvítvíni ofan í, svona eina tvær matskeiðar. Ríf ferskan parmesan svo á diskinn :)

Monday, January 6, 2014

Snickers molar

Bíddu, var ég ekki nýbúin að segja frá því að nú ætlaði ég að einbeita mér meir af því að elda? 
En einhvern vegin þá verða bara gotteríin til og ég verð að blogga um það. Svo fer ég að henda inn öðru fljótlega. Eins og fyrir tveimur kvöldum. Ákvað að skella í eina karamellu en svo varð ég bara að prófa að setja hnetur í hana og svo kom hugmynd að setja súkkulaði yfir og smá salt og já það varð þetta til. Vinnufélagi minn og kona hans kláruðu skammtinn sem ég gerði á núll einni frétti ég og vilja ólm fá uppskriftina svo hingað inn fer hún :)Snickers molar

50g smjör
1 dl rjómi
1 msk sukrin gold
1-2 msk hnetusmjör

30 g saxaðar hnetur, var sjálf með salt hnetur
Sykurlaust súkkulaði til að bræða
Smjör, rjómi, sukrin go stevíu dropar sett í pott og hrært í.
Þegar suðan kemur upp þá er stillt á lægsta hita og leyft að malla í 30-40 mín. Hræra á 10-15 mín fresti. Alls ekki hræra of mikið því þá skilur blanda sig. Einnig þarf að passa að ekki brenni við. Best að halda sig nálægt eldhúsinu, allavega þegar karamellan er gerð í fyrsta sinn.

Þegar blandan er orðin þykkri og búin að malla á lágum hita í 30-40 mín er hnetusmjöri bætt út í. Því næst er hnetur settar í og blandað vel saman við karamelluna. Sett í silikon form og inn í frysti í 1,5-2 klt eftir þykkt. Brjóta nokkra mola af súkkulaði og bræða yfir heitu vatnsbaði og setja á karamelluna. Gott að strá smá salti yfir súkkulaðið. Skera svo í litla munnbita og geyma í lokuðu íláti í ísskápnum.Friday, January 3, 2014

Hnetusmjörskökur

Gleðilegt nýtt ár!
ótrúlegt að árið 2014 sé komið. Hvert fór tíminn? Áramótin voru tekin róleg heima á bæ með börnum og maka og tengdaforeldrum. Við erum voða líbó varðandi áramótin. Dugleg að prófa nýjan mat og fatnaður er sá sem hver og einn vill. Strákarnir voru í íþróttafötunum sínum og dóttirin, já hún var á nærbuxum og nærbol fram til klukkan níu þegar við fórum aðeins út að sprengja.Nú er ég tilbúin að komast aftur í bakstur gírinn og hausinn byrjaður á hugmyndavinnu. Það er pínu stökk að fara úr því að vinna í skóla og geta bara skilið vinnuna eftir á sínum stað en að vinna á auglýsingastofu, þá eru hugmyndir að poppa upp í hausinn allan sólahringinn en ekki bara milli 8-16. Ég var pínu þreytt eftir nóttina því ég átti erfitt með að slökkva á heilanum og í gegnum svefninn var ég enn í vinnunni. En það er alltaf þannig fyrstu dagana í nýju hlutverki.

Ég ætla að deila með ykkur uppskrift sem ég bjó til í byrjun desember en gaf mér ekki tíma til að pósta. Þær slógu heldur betur í gegn hjá börnunum, jahh ekki stelpunni. Hún er ekki mikið fyrir hnetur og segir að hnetulykt sé ógeðsleg. (að dóttir mín skuli ekki elska hnetur, hvurslags rugl!)


Hnetusmjörskökur


50 g mjúkt smjör
2 msk hnetusmjör
70 g Sukrin Gold
80 g möndlumjöl
5 dropar Via-Health vanillu stevía
50 g smátt saxaðar salt hnetur (má sleppa)


Blanda öllu vel saman í höndum. Búa til litlar kúlur og setja á bökunarpappír. Nota gaffal til að þrýsta örlítið á kúlurnar og fletja út. Bakað við 180 gráður í 8-10 mín. Kökurnar eru mjúkar þegar þær koma úr ofninum en harðna er þær kólna.