Sunday, January 26, 2014

Hakkrúlla

Uppskrift sem ég fann á eldhussogur.com upphaflega og elska að útfæra og gera aftur og aftur. Hér eru hún LKL væn. Hægt að útfæra hana á þann hátt sem hver og einn vill og nýta afganga úr ísskápnum.


Nautahakksrúlla


500 g nautahakk
1 egg
krydd eftir smekk (var í þetta sinn með saxaðan graslauk)
salt og pipar
rifin ostur
grænmeti sem til er
Feta kubbur
30 g smjör
1 msk tamari sósa
1 msk nautakraftur
2 msk rjómaostur
nokkrir dropar af Via-Health rasberry stevíu


Hakk, egg og krydd blandað vel saman í skál. Sett á bökunarpappír sem er álíka stór og ofnskúffa og dreift jafnt yfir með fingrum. (fyllir ekki út pappírinn). Grænmeti og ostur dreift á rúlluna eftir smekk hvers og eins. í kvöld var ég með rifin mozzarella ost, rifin fetakubb, sveppi og papriku. Hakkinu er rúllað upp með hjálp frá bökunarpappírnum og svo fært yfir í eldfast mót. Smjör og tamarisósa sett í pott og brætt og síðan dreift yfir hakkrúlluna. Sett í ofn sem er 180 gráður og eldað í 30-40 mín eftir þykkt rúllunar. Þegar hún er tilbúin er hún sett á disk og 2 dl af vatni er hellt í mótið og það sett aftur í ofninn og hann stilltur á grill. Þegar vatnið er farið að sjóða er mótið tekið út. Vökvinn settur í pott og bætt er við 1 dl af rjóma og 2 msk af rjómaosti. Látið malla í smástund. Í lokin setti ég nokkra dropa af rasberry stevíu til að fá smá sætubragð í stað rifsberja gelsins.

No comments:

Post a Comment