Friday, January 3, 2014

Hnetusmjörskökur

Gleðilegt nýtt ár!
ótrúlegt að árið 2014 sé komið. Hvert fór tíminn? Áramótin voru tekin róleg heima á bæ með börnum og maka og tengdaforeldrum. Við erum voða líbó varðandi áramótin. Dugleg að prófa nýjan mat og fatnaður er sá sem hver og einn vill. Strákarnir voru í íþróttafötunum sínum og dóttirin, já hún var á nærbuxum og nærbol fram til klukkan níu þegar við fórum aðeins út að sprengja.Nú er ég tilbúin að komast aftur í bakstur gírinn og hausinn byrjaður á hugmyndavinnu. Það er pínu stökk að fara úr því að vinna í skóla og geta bara skilið vinnuna eftir á sínum stað en að vinna á auglýsingastofu, þá eru hugmyndir að poppa upp í hausinn allan sólahringinn en ekki bara milli 8-16. Ég var pínu þreytt eftir nóttina því ég átti erfitt með að slökkva á heilanum og í gegnum svefninn var ég enn í vinnunni. En það er alltaf þannig fyrstu dagana í nýju hlutverki.

Ég ætla að deila með ykkur uppskrift sem ég bjó til í byrjun desember en gaf mér ekki tíma til að pósta. Þær slógu heldur betur í gegn hjá börnunum, jahh ekki stelpunni. Hún er ekki mikið fyrir hnetur og segir að hnetulykt sé ógeðsleg. (að dóttir mín skuli ekki elska hnetur, hvurslags rugl!)


Hnetusmjörskökur


50 g mjúkt smjör
2 msk hnetusmjör
70 g Sukrin Gold
80 g möndlumjöl
5 dropar Via-Health vanillu stevía
50 g smátt saxaðar salt hnetur (má sleppa)


Blanda öllu vel saman í höndum. Búa til litlar kúlur og setja á bökunarpappír. Nota gaffal til að þrýsta örlítið á kúlurnar og fletja út. Bakað við 180 gráður í 8-10 mín. Kökurnar eru mjúkar þegar þær koma úr ofninum en harðna er þær kólna.


4 comments:

 1. Er þessi vanillu - stevía eitthvað nauðsynleg? Má sleppa henni án þess að það komi niður á bragði/áferð kakanna?
  Kv. Hrund

  ReplyDelete
  Replies
  1. Stevían er ekki nauðsynleg. En sumir finna fyrir köldu bragði af sukrin og stevían og sukrin gefur besta sætu bragðið að mér finnst. En það má alveg sleppa henni og setja smá af vanilludropum.

   Delete
  2. Takk fyrir svarið. Hugsa að ég kaupi frekar svona stevíu en að láta á það reyna án hennar og verða hugsanlega fyrir vonbrigpum.

   Delete
  3. Ég mæli með að þú kaupir þá original eða semsagt bragðlausa stevíu. Hún virkar í allan bakstur. Þetta eru dýrir dropar og þú getur mest notað hana þannig séð .

   Delete