Monday, January 6, 2014

Snickers molar

Bíddu, var ég ekki nýbúin að segja frá því að nú ætlaði ég að einbeita mér meir af því að elda? 
En einhvern vegin þá verða bara gotteríin til og ég verð að blogga um það. Svo fer ég að henda inn öðru fljótlega. Eins og fyrir tveimur kvöldum. Ákvað að skella í eina karamellu en svo varð ég bara að prófa að setja hnetur í hana og svo kom hugmynd að setja súkkulaði yfir og smá salt og já það varð þetta til. Vinnufélagi minn og kona hans kláruðu skammtinn sem ég gerði á núll einni frétti ég og vilja ólm fá uppskriftina svo hingað inn fer hún :)Snickers molar

50g smjör
1 dl rjómi
1 msk sukrin gold
1-2 msk hnetusmjör

30 g saxaðar hnetur, var sjálf með salt hnetur
Sykurlaust súkkulaði til að bræða
Smjör, rjómi, sukrin go stevíu dropar sett í pott og hrært í.
Þegar suðan kemur upp þá er stillt á lægsta hita og leyft að malla í 30-40 mín. Hræra á 10-15 mín fresti. Alls ekki hræra of mikið því þá skilur blanda sig. Einnig þarf að passa að ekki brenni við. Best að halda sig nálægt eldhúsinu, allavega þegar karamellan er gerð í fyrsta sinn.

Þegar blandan er orðin þykkri og búin að malla á lágum hita í 30-40 mín er hnetusmjöri bætt út í. Því næst er hnetur settar í og blandað vel saman við karamelluna. Sett í silikon form og inn í frysti í 1,5-2 klt eftir þykkt. Brjóta nokkra mola af súkkulaði og bræða yfir heitu vatnsbaði og setja á karamelluna. Gott að strá smá salti yfir súkkulaðið. Skera svo í litla munnbita og geyma í lokuðu íláti í ísskápnum.10 comments:

 1. Ofsalega gott, þessi uppskrift hefur skóflað snickersmolunum sem ég var vön að gera til hliðar :) Takk :)

  ReplyDelete
 2. Hæ gerði þessar þær eru mjög góðar eina sem ég er að lenda í er að súkkulaðið tollir ekki við ??? eitthvað ráð ???

  ReplyDelete
  Replies
  1. Hmm hvaða súkkulaði ertu að nota? Spurning hvort það gæti verið tegundin eða að kannski þarf að láta karamelluna standa smá við stofuhita. Gæti verið að samblanda af kuldanum og hitanum frá súkkulaðinu gerir þetta. hef ekki lent í þessu.

   Delete
 3. braðgott en tilraun 2 og það sama gerðist súkkulaðið tollir ekki við ég er að nota Green and black súkkulaðið eitthvað er ég að gera vitlaust :) kv Perla

  ReplyDelete
 4. Er hægt að nota kókosmjólk í staðin fyrir rjóma?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Þú gætir prófað að nota þykka hlutann af kókosmjólkinni. Hún á að geta karamellast eins og rjóminn en veit ekki hvernig þetta kemur út ;)

   Delete
 5. óvá var að gera þessa og þvílíkt salgæti takk svo innilega fyrir allar flottu og góðu uppskriftirnar :)
  Kv Nanna

  ReplyDelete
 6. Gæti veriđ ađ mistök hefur laumast í bókina??? Þar stendur 150g af smjöri en allt hitt er eins og hér fyrir ofan....

  ReplyDelete
 7. Það stendur ekkert um steviu dropa í uppskriftinni efst, bara í textanum um hvað eigi að setja í pott. Hvað marga dropa?

  ReplyDelete