Tuesday, February 25, 2014

Blómkáls cheddar súpa

Þegar maður vaknar með kvef í öllu andlitinu, beinverki og hita þá er ekkert eins gott en að fá heita súpu í kvöldmat. Það er líka góðs viti að langa að mæta í vinnuna þegar maður er veikur en stundum þarf bara að leggjast undir feld og hvíla sig. Ég er gikkur, ég játa það alveg en það sem virkar vel á grænmetisgikki eins og mig er að útbúa holla súpu og mauka grænmetið í öreindir :)
Þessi súpa slóg í gegn og var mettandi og góð á svona köldum degi.                                                              Blómkáls cheddar súpa

10 lengjur af beikon
1 laukur gróf saxaður
1 sellerí stilkur, gróf saxaður
2 hvítlauksgeirar
1 meðal stór blómkálshaus
2 msk smjör
500 ml kjúklingasoði
100 g rjómaostur
100 g rjómi
2 msk saxaður graslaukur
salt og pipar eftir smekk
rifin cheddar ostur

skerið beikon í bita og steikið á meðal hita í potti í ca 5 mínútur. Takið úr potti og setjið á pappír og geymið. 2 msk af smjöri sett í pottinn (minna ef það er mikið af vökva eftir beikonið) og bætið við lauk, sellerí og hvítlauk og látið brúnast í 10 mínútur á meðal hita. 
Blómkál þrifið og skorið í bita og sett í vatn. 

Ég átti ekki kjúklingasoð svo ég setti tvo kjúklingateninga í pottinn með blómkálinu og vel af vatni. Látið koma upp að suðu og látið sjóða þar til blómkálið er orðið mjúkt. Setjið blómkál ásamt 500 ml af soði í pottinn með grænmetinu. Maukið með töfrasprota þar til orðið af fínni súpu með engum bitum í. 
Sett aftur á heita hellu og bætið við rjómaosti, rjóma og beikoni og hitið upp súpuna. Í lokin er graslaukur sett út í ásamt salt og pipar eftir smekk. Ég saltaði ekkert enda kom nóg af salti frá beikoninu. Setjið í skál og dreifið rifnum cheddar osti yfir.


No comments:

Post a Comment