Sunday, February 23, 2014

Oopsie


Til lukku með daginn ykkar konur! Við mæðgur áttum yndislegan dag með strákunum okkar öllum. Já allir komnir heim í nokkra daga. Bestu fréttirnar eru samt þær að eiginmaðurinn stefnir á að flytja aftur heim í apríl og vinna hér á landi. Þá lýkur næstum 2 ára "útlegð" á Grænlandi. Það verður æðislegt að fá hann aftur heim :)

Helgin byrjaði vel þar sem við fórum á Hótel Þingholt ásamt vinapari okkar og skemmtum við okkur vel svona einu sinni án barna. Fórum á Lækjabrekku þar sem við fengum heila hæð fyrir okkur. Ætli starfsfólkið hafi bara ekki séð á okkur að við vorum ekki í rómatíska gírnum með hvísli og fótastrokum heldur meira að fá sér smá mojito og hlæja og hafa gaman :) Eftir það var kíkt á Danska þar sem fjörið hélt áfram og sungið og hlegið fram eftir nóttu. Í dag buðu strákarnir okkur stelpunum í brunch á Vox og svo var kíkt á skauta :)

Sunnudagar eru góðir dagar til að reyna skipuleggja vikuna sem er að hefjast með bakstri. Smákökur, brauð og oopsie er eitthvað sem oft er bakað á sunnudögum. Oopsie var eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég tók út sykur og hveiti og finnst ótrúlega gott að fá mér með smjör og osti eða sem heit samloka eða bara eitt og sér. Ég er nokkuð viss um að þetta heitir oopsie því það er erfitt að baka þessar og láta vera fluffy og þykkar og hef ég svosem ekki náð því enn. Mér er alveg sama, þær smakkast jafn vel og gera sitt gagn.


Oopsie


3 egg
100 g rjómaostur
1/2 msk husk
salt klípa

Aðskilja hvítur frá rauðum. Stífþeyta hvíturnar. Rjómaostur og eggja rauður þeytt vel saman. Salt og husk bætt við rjómaost og rauður og látið standa í 5 mínútur. Eggjahvítur varlega bætt út í með sleif. Passa að hræra ekki of mikið. Nota skeið til að setja á plötu með bökunarpappír. Hægt að gera stakar kökur eða leyfa þessu að vera ein stór og skera eftir bakstur. Bakað við 150 gráður í 15-20 mínútur.
Hægt er að krydda með hvaða kryddi sem er til að auka fjölbreytileika. Einnig hef ég heyrt að sumir hafa búið til oopsie með beikonosti og það heppnast vel :)

No comments:

Post a Comment