Monday, February 3, 2014

Rjómabúðingur

Í dag vorum við svo heppinn að fá nýjan meðlim í fjölskylduna. Hann Batman kom loks heim frá Kattholti og gerir heimilið fjörugra. Ég hef aldrei kynnst eins mikilli kelirófu á ævi minni! Hann elskar að vaða beint í andlitið á mér og knúas mig, hann meira að segja klappar mér um kinn með loppu sinni. Honum finnst eldhúsið líka ansi skemmtilegt og þarf ég nú að venjast því að ganga þar um án þess að traðka á kettlingnum :)
Það getur stundum verið erfitt að vinna í tölvunni með þessa kelirófu ;)Stundum kemur sætuþörfin úr þurru lofti og mig vantar einhvað gott strax. Í gær gerði ég þennan í flýti og hann var góður!!! Passa bara að borða ekki of mikið af honum, þá gæti manni orðið bumbult.


Rjómabúðingur


200 ml rjómi
1,5 msk chia fræ
4 dropar Via-Health karamellu stevía


Rjómi þeyttur.
Chiafræjum bætt út í ásamt stevíu dropum.
 Öllu hrært vel saman.
sett í kæli í 30 mín eða frysti í 10 mín

1 comment:

  1. Líst vel á þennan "búðing" og líst enn betur á kisulóruna ykkar :) Gangi ykkur vel með Batman

    ReplyDelete