Thursday, March 27, 2014

Sumardraumur

Ohh vorið er komið, nei nú er komin snjókomma, nei sko! Sól, æji rigning!
Já svona ekta íslenskt veður þessa vikuna :) En ég er virkilega farin að þrá sumar og sól. Börnin líka, þau bíða spennt eftir að komast út léttklædd að leika. Þegar biðin er löng finnst mér hrikalega gott að útbúa góða drykki sem minna mig á sumar og sól. Síðustu vikur hefur því nýji yndislegi blandarinn minn fengið að sýna krafta sína í eldhúsinu og ýmsir drykkir búnir til. Mjólkurhristingar, bæði vanillu og súkkulaði. Hnetusmjörs bomba er sjúklega góður drykkur en þetta fer allt að sjálfsögðu í bókina sem er í bígerð ;)

Þessi varð svo til áðan þegar ég var að baka. Opin kókosmjólkur dós og frosin jarðaber í frystinum. Ekki þörf á klaka og tók 3 mínútur að útbúa. Sjúklega góður. Börnin voru ekki lengi að taka fram rör og skála fyrir komandi sumri :) Þessi uppskrift dugar í fyrir tvo.


Sumardraumur.

1 dós kókosmjólk, 400 ml
10 frosin jarðaber 
2 msk sukrin melis

Frekar einfalt og fljótlegt. Setja allt í blandara og mauka þar til silkimjúkt. Ég setti svo tvö frosin jarðaber ofan í sem klaka. Börnunum finnst gott að borða hálf frosin jarðaber :) Skiptið út jarðaberjum fyrir bláber eða hindber eða blandið saman :)

Tuesday, March 18, 2014

Núggat fylltir kransakökubitar


Ég er nú ekki mikið fyrir kransakökur eða marsipan en ég hef lúmskt gaman að gera uppskriftir sem höfða ekki endilega til mín. Eins og með sörurnar. Þegar ég gerði sykurlausu sörurnar í fyrra var það í fyrsta skipti sem ég gerði sörur á ævinni og satt að segja man ég ekki sérstaklega eftir því að hafa smakkað sörur.  En núna styttist í fermingar og því fylgir mjög oft kransakökur. Því fór ég að skoða internetið og sá að það er bara mjög auðvelt að útbúa marsipan. Ég ákvað svo að setja saman mína uppskrift af þessu. Ætli það hafi ekki verið núggatið sem náði svona vel til mín. Ég er núggat fíkill og í gærkvöldi þegar ég var að smakka á núggatinu ómæ. Alexander kom hlaupandi eins og vindurinn til að athuga hvað væri svona hrikalega gott í eldhúsinu og við átum núggatið með skeið. Yndisleg mæðgna stund sem það var :)


Þetta er lítil uppskrift en auðvelt að tvöfalda eða þrefalda hana.Núggat fylltir kransakökubitar

6-8 bitar

100 g hýðislausar möndlur
1 eggjahvíta
2 msk sukrin melis
6 dropar via health original stevía
nokkrir möndludropar fyrir þá sem vilja


Setja möndlunar í blandara eða matvinnsluvél og hakka þær í fíngert möndlumjöl. Setja í skál og bæta rólega við eggjahvítunni og sætuefnum. Ef eggjahvítan er stór gæti þurft aðeins meira af möndlumjöli. Þegar þú ert búin að blanda þessu öllu vel saman ertu komin með góða marsipan kúlu. Skiptu henni í tvennt og geymdu í kæli með álpappír eða plasti yfir í klukkutíma. 
Takið út og rúllið marsipaninu í ca 15-20 cm lengjur. setjið á bökunarpappír og fletjið lengjurnar niður og skerið hverja lengju í 3-4 bita. 

Skerið núggatið í litla bita og setji í miðjuna á hverju marsipan bita. Lokið svo yfir núggatið með marsipaninu og formið eftir ykkar höfði :) Setjið á bökunarpappír og inn í ofn sem er 200 c heitur í cirka 8 mínútur. Látið alveg kólna áður en sett er glassúr yfir. Ég setti smá vatn í bolla og setti sukrin melis þar til það varð nógu þykkt. Hægt að bragðbæta glassúrin með stevía dropum.

Núggat

50 g sykurlaust mjólkursúkkulaði
50 g hesslihnetusmjör (ég notaði frá monki)

Sejtið í skál og bræðið yfir vatnsbaði. Hrærið vel í með skeið þar til alveg blandað saman. Setjið í box eða ílát sem má fara í frysti og frystið í ca 30 mínútur. Skerið núggat í litla bita og setjið í marsipan. Borðið afganginn með bestu lyst :)

Saturday, March 15, 2014

Pistasíu chia búðingur


Um áramótin ákvað ég að setja mér áramótaheit sem væri ekki of erfitt og væri vel teygjanlegt í því skyni hvernig ég túlka það. Heitið var semsagt að segja ekki nei við nýjum tækifærum. Svo er það náttúrulega mitt að finna út hvað ég tel vera tækifæri og hvað ekki ;)

Þegar bókaútgefandi sendi mér svo línu um það hvort ég hafði áhuga á að gefa út bók, var ég byrjuð að skrifa takk en nei takk fyrir þegar ég sagði við sjálfa mig að þetta væri nú ekki hægt að neita enda ótrúlegt tækifæri sem mér var að bjóðast. Eftir að hafa farið á fund ákvað ég að skella mér í djúpu laugina. Uppskriftabók sett í október. Ég hef nokkra mánuði að prófa mig áfram í eldhúsinu og vildi óska að líkaminn minn gæti staðist undir þeirri orku sem kemur með hugmyndunum mínum. Þó svo að ég sé nýbyrjuð er ég komin vel á veg enda átti ég þó nokkrar uppskriftir skrifaðar niður í litlu bókina mína sem hafa ekki fengið að lýta dagsins ljós. 
Svo hef ég aðeins verið að prófa mig í eldhúsinu. Sumt heppnast vel, annað er bara hreint út sagt ógeðslegt ;) Ég vildi óska að ég gæti sett þetta allt saman á bloggið en flest af þessu verður að bíða þangað til það kemur út á prent :) Þetta er mikil vinna og dýr en með góðu skipulagi er ég búin að skrá allt niður og passa mig að ofgera mig ekki í eldhúsinu. Einnig "neyddist" ég að fjárfesta í blandara sem er algjört must að eiga finnst mér. Ég á enga hrærivél, bara gamlan handþeytara og töfrasprota og vantaði því alvöru græju sem getur maukað allt milli himins og jarðar í spað þegar sprotinn getur það ekki :)


En ég get ekki ýtt blogginu til hliðar enda er það sem kom þessu öllu í gang.
Langar að deila með ykkur uppáhaldinu mínu, pístasíu chia graut. Mmmmmm ég er pístasíu sjúk og elska þennan svoooo mikið.Pistasíu chia grautur.
fyrir 2


250 ml möndlumjólk
3 msk chia fræ
50 g pistasíur og smá auka sem skraut
5 dropar via health vanillu dropar
1 msk sukrin melis


Allt sett í blandara og blandað vel í 1-2 mínútur. Sett í skál og nokkrar heilar pistasíur bætt í grautinn og hrært saman við. Finnst sjálfri svo gott að fá einstaka heila hnetu með munnbitanum :)

Sunday, March 9, 2014

Karamellu draumur


Það er ekki margt sem er skemmtilegra en að hitta stór fjölskylduna í afmælisboðum. Um helgina var eitt afmæli og allir hressir og kátir og mikið helgið og spjallað. Það sem einkennir kannski umræðu efni hjá okkur er matur. Engin pólitík eða hvað er að gerast í heiminum heldur matur. Sem dæmi þá var örugglega eytt 40 mínútum bara að tala um grjónagraut og hrísgrjón. Við tókum ekki eftir þessu fyrr en einn frændi minn sagði, við erum búin að vera tala um grjónagraut í 30 mínútur og þar á undan var talað um sushi! Ég hélt að þetta væri bara normið og svona væri í öllum fjölskyldum, sem mér finnst svo sorglegt að sé ekki ;) Þegar ég borða morgunmat, er ég strax farin að huga að næstu máltíð og í hádeginu þá er huginn við kvöldmatnum. Og mér finnst fátt skemmtilegra en að flétta matreiðslubókum eða vafra á netinu að skoða uppskriftir.

Ég elska karamellu og hef saknað hennar. Jú náði að gera gómsæta karamellu fudge en ég vil mjúka karamellu sem ég get sett á ís, kökur eða fyllt konfekt með. Og svo ákvað ég að prófa að nota afganga  og viti menn þessi virkaði!Karamellu draumur


1 dós kókosmjólk
20 g smjör
60 g sukrin gold
6 dropar Via-Health karamellu stevía


Allt sett í pott eða pönnu með teflon helst. Látið bráðna og svo malla á meðalhita. Hræra á nokkra mínútna fresti. Þegar hún er farin að þykkna er karamellan tilbúin og sett í krukku :) Getur tekið frá 30-40 mínútur. Þessi kristallast ekki þegar hún kólnar ef hún er geymt í lokuðu íláti og er ljúffeng.

Sunday, March 2, 2014

Avocado kókos búðingur eða ís ;)


Svona þegar maður fær algjört ógeð af rjóma og súkkulaði eftir bolludaginn þá mæli ég með að þið skellið í einn avocado kókos búðing/ís. Hann er góður sem búðingur og hann er einnig æðislegur sem ís. Þessi gerist varla hollari.Avocado kókos búðingur


220 g avocado eða um 1 avocado
200 g kókosmjólk
70 g rjómi eða kókosmjólk
50 g sukrin melis
4 dropar Via-Health kókos stevía
1 msk lime safi
salt klípaSetja allt í skál og mauka með töfrasprota. Ef á að útbúa ís er sett í frysti í ca 1-1,5 klt. Skreytið með kókosflögum :)