Tuesday, March 18, 2014

Núggat fylltir kransakökubitar


Ég er nú ekki mikið fyrir kransakökur eða marsipan en ég hef lúmskt gaman að gera uppskriftir sem höfða ekki endilega til mín. Eins og með sörurnar. Þegar ég gerði sykurlausu sörurnar í fyrra var það í fyrsta skipti sem ég gerði sörur á ævinni og satt að segja man ég ekki sérstaklega eftir því að hafa smakkað sörur.  En núna styttist í fermingar og því fylgir mjög oft kransakökur. Því fór ég að skoða internetið og sá að það er bara mjög auðvelt að útbúa marsipan. Ég ákvað svo að setja saman mína uppskrift af þessu. Ætli það hafi ekki verið núggatið sem náði svona vel til mín. Ég er núggat fíkill og í gærkvöldi þegar ég var að smakka á núggatinu ómæ. Alexander kom hlaupandi eins og vindurinn til að athuga hvað væri svona hrikalega gott í eldhúsinu og við átum núggatið með skeið. Yndisleg mæðgna stund sem það var :)


Þetta er lítil uppskrift en auðvelt að tvöfalda eða þrefalda hana.Núggat fylltir kransakökubitar

6-8 bitar

100 g hýðislausar möndlur
1 eggjahvíta
2 msk sukrin melis
6 dropar via health original stevía
nokkrir möndludropar fyrir þá sem vilja


Setja möndlunar í blandara eða matvinnsluvél og hakka þær í fíngert möndlumjöl. Setja í skál og bæta rólega við eggjahvítunni og sætuefnum. Ef eggjahvítan er stór gæti þurft aðeins meira af möndlumjöli. Þegar þú ert búin að blanda þessu öllu vel saman ertu komin með góða marsipan kúlu. Skiptu henni í tvennt og geymdu í kæli með álpappír eða plasti yfir í klukkutíma. 
Takið út og rúllið marsipaninu í ca 15-20 cm lengjur. setjið á bökunarpappír og fletjið lengjurnar niður og skerið hverja lengju í 3-4 bita. 

Skerið núggatið í litla bita og setji í miðjuna á hverju marsipan bita. Lokið svo yfir núggatið með marsipaninu og formið eftir ykkar höfði :) Setjið á bökunarpappír og inn í ofn sem er 200 c heitur í cirka 8 mínútur. Látið alveg kólna áður en sett er glassúr yfir. Ég setti smá vatn í bolla og setti sukrin melis þar til það varð nógu þykkt. Hægt að bragðbæta glassúrin með stevía dropum.

Núggat

50 g sykurlaust mjólkursúkkulaði
50 g hesslihnetusmjör (ég notaði frá monki)

Sejtið í skál og bræðið yfir vatnsbaði. Hrærið vel í með skeið þar til alveg blandað saman. Setjið í box eða ílát sem má fara í frysti og frystið í ca 30 mínútur. Skerið núggat í litla bita og setjið í marsipan. Borðið afganginn með bestu lyst :)

No comments:

Post a Comment