Friday, May 9, 2014

Frozen bollakökur

Það er auðvitað Pollapönk dagar núna en það er alltaf Frozen partý á mínu heimili, 24/7. 
Börnin syngja lög úr myndinni, þó aðallega dóttir mín og leikið er atriði úr myndinni einnig. Stundum koma tímabil þegar við tölum ekki saman heldur syngjum það sem við þurfum að segja við lögin. Ég sjálf er mjög skotin í snjókarlinum Olaf sem elskar hlý knús og sumar :)
Og af því það er föstudagur og ég er í stuði þá ákváðum við að föndra aðeins og baka.
Frozen bollakökur búnar til með það sem var til heima.
Pinnarnir 
Prentaði út myndir af karakterum úr myndinni og notaði svo glas til að gera hring og klippa út. 
Átti svo inni í skáp notaðan gjafapappír (já ég geymi gjafapappír) og notaði svo aðeins stærra glas til að útbúa annan hring og klippa út.


Ég átti ekki lím svo ég notaði kennaratyggjó til að festa myndina og silfurpappírinn saman og svo átti ég sleikjó pinna úr allt í köku sem ég festi með.

Ég fann þessa flottu mynd af Olaf á netinu þar sem hægt er að prenta út og klippa út. Ég er rosalega hrifin af Olaf. Ég elska að horfa á ensku útgáfuna af Frozen bara út af Olaf :)
Þið finnið úrklippu Olaf hér.Kökurnar sjálfar eru úr kökumixi frá funkjonell.
Ég notaði hálft mix og setti um 10 stevíu dropa út í mixið.
Setti deigið í um 10 muffinsform og bakaði í um 20 mínútur.

Kremið


220g mjúkt smjör
200g sukrin melis
4 msk möndlumjólk
20 dropar Via-Health vanillu stevía
1 tsk vanillu eccense
Blár matarlitur
kókos fyrir skraut.

Þeytið smjörið í um það bil 5 mínútur. Skiptir máli til að kremið verður ekki kekkjótt
Bætið sukrin melis smátt og smátt við ásamt stevíu og eccense.
Í lokin setjið þið bláan matarlit eftir hentugleika.


No comments:

Post a Comment