Monday, June 16, 2014

Pestó bollur


Jibbý! Búin að skila af mér blessuðu uppskriftum og myndum fyrir bókina mína. Þetta var farið að taka á, hvað þá þegar tölvan mín ákvað að drepast og eyða öllu sem var á henni. Úff það tók á skapið. Var stödd í Stykkishólmi þar sem við vorum að fara í fermingu og ég ákvað að rölta hratt út í fjöru, öskra aðeins og gráta. Ég íhugaði líka að hætta við þetta allt saman, enda allt horfið en minn yndislegi maður tók það ekki til máls. Svo þegar ég var búin að eyða klukkutíma í að gráta og vorkenna sjálfri mér kom þrjóskan fram og ég fór í það að baka og mynda aftur. Sem betur fer voru lang flestar uppskriftirnar handskrifaðar hjá mér. Svo núna verður bara bakað til gamans fyrir bloggið :)


Ég þoli ekki að líftími á mat sé stuttur. Eins og með pestó þá elska ég það en get ekki borðað marga daga í röð. Reyndar held ég að í fyrsta skipti sé ég að klára krukkuna og sé ekki fram á að þurfa að henda neinu :) Ég er búin að vera sjúk í pestó og mozzarella fylltar kjúklingabringur og hef verið dugleg að fá mér það. Ákvað svo að prófa að setja pestó í bollur og breytti aðeins upprskift sem ég fann á netinu.
Pestó bollur 4 stk

1 bolli möndlumjöl
2 egg
3 msk brætt smjör
2 msk grískt jógúrt
1 kúfuð msk pestó rautt eða grænt
1 msk Rósmarín
50g parmesan ostur rifin
1 msk vínsteinslyftiduft

Blandið öllu saman í skál. Smyrjið muffins álform með olíu eða pamspreyji. Setjið deigið í fjögur hólf og bakið á 180g í 15-20 mínútur.