Thursday, July 3, 2014

Núggatfylltir konfektmolar

Veðrið er enn yndislegt hér í höfuðborginni. Í staðin fyrir að vera fá sér sorbet eða kalda drykki þá er ég í vetrarskapi og fæ mér konfekt mola. Þessir eru einfaldir og varla þörf á uppskrift en hér eru upplýsingar hvernig ég geri þetta.Núggatfylltir konfektmolar

1 plata af sykurlausu súkkulaði
1/2 uppskrift af núggati, uppskrift hér
4-6 dropar af súkkulaði stevíu (valfrjálst)
Konfektform

Bræðið súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði. Bætið við súkkulaði stevíu ef þið viljið. Mér finnst koma betra súkkulaði bragð af súkkulaðinu ef ég bæti stevíu út í. Setjið súkkulaði í formin. Bara smá til að pennsla botninn og hliðarnar. Setjið formið í frystinn í 5-10 mínútur. Endurtakið og setjið aftur í frystinn. Setjið litla núggat kúlur í formið og fyllið formið svo með súkkulaði. Setjið aftur í frysti í 5-10 mínútur og fjarlægið svo úr formunum. Ef þið eigið ekki form getið þið formað núggatið í kúlu eða kassa og hjúpa það með súkkulaði. Mér finnst líka gott að strá smá salti, lakkrísdufti eða hnetukurli ofan á molana mína.

No comments:

Post a Comment