Monday, August 25, 2014

Kanil kökur

Við systkinin fengum miða á JT í afmælisgjöf frá foreldrum okkar og fórum við saman ásamt mági mínum í gær. Hrikalega var gaman. Reyndar ætla ég að taka með mér koll á næstu tónleika sem ég fer á svo ég sjái eitthvað meira en axlirnar á þeim sem standa fyrir framan mig. Já það getur verið bölvun stundum að vera stubbur :)

En þegar ég kom þreytt en ánægð heim í gærkvöldi þá var gott að gæða sér á kanilkökunum sem ég gerði fyrr um daginn. 
Kanilkökur

3 egg
110g mjúkt smjör
150g sukrin
60g kókoshveiti
50g ljóst möndlumjöl
1/2 tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt
1/2 tsk salt
1 tsk vanillu extract
6 dropar kanil stevía frá Via-Health

Smjör, sukrin og stevía þeytt vel saman í skál. Bætið við eggjum, einu í senn og þeytið áfram. Í annarri skál, blandið saman þurrefnunum. Sameinið skálar rólega og hrærið þar til úr verður þykkt deig. Setjið deigið í kæli í klukkutíma.
Útbúið litlar kökur og þrýsið niður á bökunarpappír. Gerið litla dæld í miðju kökunnar. Setjið kanilsmjör yfir kökurnar og látið vel af því í holurnar á kökunum. Bakið kökurnar á 175 gráður í ca 15 mínútur eða þar til gullin brúnar.

Kanilsmjör

3msk smjör
3msk sukrin melis
2msk kanill

Setjið í pott og látið smjör bráðna. Blandið öllu vel saman.
1 comment:

  1. Hæ hæ og takk fyrir góða uppskriftasíðu.
    Ein spurning...

    Ég var að skella í svona kanilkökur og þær líta ekki aaaalveg eins út og hjá þér. Getur verið að það eigi að vera 2 tsk kanill en ekki 2 msk eins og stendur hér?

    Dís

    ReplyDelete