Friday, September 12, 2014

Sítrónu og bláberjakaka

Þessi uppskrift birtist í Fréttatímanum í dag en hún verður að sjálfsögðu að koma á bloggið líka, fyrir ykkur sem ekki fáið blaðið inn um lúguna :)

Auðveld og fljótlega að útbúa og gefur keim af góðum sumar minningum þegar haustið er að skella á.
Sítrónu og bláberjakaka


1 pakki kökumix frá Funksjonell
1dl brætt smjör 
4 egg
2dl jógúrt 
1 msk vanillu extract
Safi og börkur úr einni sítrónu
200g bláber

Setjið kökumix, egg, smjör, vanillu extract og jógúrt í skál og hrærið vel saman. 
Notið rifjárn til að rífa börkin af sítrónunni og passið að fara ekki í hvíta hlutann því hann er rammur. Skerið sítrónuna í tvennt og kreistið safanum í deigið. Bætið við bláberjum og hrærið vel í. Smyrjið springform með bræddu smjöri eða olíu og setjið deigið í. Bakið á 175 gráðum í 30 mínútum.

Ef þið viljið mjólkurlausa útgáfu, skiptið út smjöri fyrir olíu og jógúrti fyrir vatn.


2 comments:

  1. Þessa verð ég að prófa! Hvernig jógúrt þarf í þessa köku?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég var með hreint jógúrt en getur líka notað grískt jógúrt ef þú vilt :)

      Delete