Sunday, September 14, 2014

Sykur og mjólkurlaust súkkulaði


Það er mikið haust í mér núna. Á fimmtudaginn helltist yfir mig kvef og beinverkir og það hefur tekið alla orku frá mér. Þegar maður er hálf slappur þá vill maður gera vel við sig og þá er gott að eiga súkkulaði í kælinum. Ég henti í þetta áðan og því búin að byrgja mig upp af snarli þegar nammi þörfin kallar. Dóttir mín, 5 ára segist hata hnetur. Henni finnst í alvöru hnetur vondar. Þegar ég heyrði hana segja þetta í fyrsta sinn var ég viss um að þetta væri ekki mitt barn, að það hefði svissast á börnum á spítalanum en svo hugsaði ég nei það getur ekki verið. Hún er svo ótrúlega lík okkur hjónum. Ég varð bara að sætta mig við það að hún ber ekki sömu ást á hnetur og ég. 

Hún hins vegar smakkaði á þessu súkkulaði áðan án þess að mamman sagði henni frá því að það væri hnetur í því. Yfirleitt finnur hún strax keiminn og spýtir út úr sér en núna heyrði ég bara namm! Henni fannst það hvíta betri og japlaði vel á því. Hún varð hissa þegar ég tjáði henni að það væri hnetur í þessu og hló og fékk sér svo meira :)




Hvítt súkkulaði


60g kakósmjör
20g bragðlaus kókosolía (má sleppa)
1dl cashew hnetur
1msk sukrin melis
1tsk vanilla extract
10 dropar via-health karamellu stevía

Ef þið viljið gera dökkt súkkulaði bætið þá við 1-2 msk af ósykruðu kakói og setjið súkkulaði stevíu í stað karamellu.

Bræðið kakósmjör og kókosolíu á lágum hita í potti. Bætið við sukrin melis, stevíu og sukrin melis. Setjið hnetur í blandara og blandið þar til verða að fíngerðu mjöli. Má líka hafa þær stærri ef þið eruð ekki með blandara eða töfrasprota. Bætið hnetunum vil og blandið vel. Setjið í form og inn í ísskáp í ca klt. Takið úr formunum og setjið í lokað ílát og geymið í kæli.

1 comment:

  1. Sæl
    Ég er búin að prófa þessa uppskrift tvisvar núna með slökum árangri. Í fyrra skiptið virtist sukrinið ekki vilja blandast smjörinu og settist á botninn á súkkulaðinu. Í seinna skiptið var ég að reyna að koma í veg fyrir sömu mistök og hækkaði hitann en þegar ég hrærði í blöndunni virtist það varla skipta máli og sá ég sukrinið alveg skilið frá afgangnum og svo flýtti ég mér að blanda kakóinu við og setja í form en þá kekkjaðist blandan (líklega út af kakóinu) og varð það súkkulaði ekki betra. Hefuru einhver ráð handa mér, þá sérstaklega með hvernig ég næ að blanda sukrinið almennilega við afganginn :)

    ReplyDelete