Saturday, October 18, 2014

Mjúkir kanilsnúðar


Náði loks að útbúa mjúka kanilsnúða!
Jebb þeir eru góðir. 
Þarf ekki að segja meir um það.Mjúkir kanilsnúðar 12stk


4 egg
100ml rjómi eða þykki hlutinn af kókosmjólk
2msk fiberhusk
60g fituskert möndlumjöl frá funkjonell (sjá mynd neðst)
4msk sukrin gold
25g brætt smjör
2tsk vínsteinslyftiduft.

Bætið öllum hráefnum saman í skál og pískið vel saman.
Látið standa í 5-10 mínútur.
Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í 12 snúða á bökunarpappír.

Kanilkrem

50g smjör
50g sukrin gold
1msk kanill

Setjið í pott og bræðið og hrærið saman.
Dreifið jafnt yfir alla snúðana.

Bakið á 180 gráður í 12-15 mínútur eða þegar orðið er gyllt.Svona lítur möndlumjölið sem er fituskert.
5 comments:

 1. Er hægt að skipta möndlumjölinu út fyrir kókoshveiti? Væri þá sama magn? Yrði það óætt :) ?

  ReplyDelete
  Replies
  1. það myndi ekki virka í þessari uppskrift, þar sem ég nota fituskert möndlumjöl. Eins virkar ekki að skipta út venjulegu möndlumjöli fyrir kókoshveiti, þá þarf að breyta hve mikið af eggjum þarf og vökva. Þetta er smá formúla sem fylgir.

   Delete
  2. Ansans, en þúsund þakkir til þín:)

   Delete
 2. Er hægt að nota venjulegt möndlumjöl ef maður á ekki til fituskert?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ég efast um að það sé hægt. Hef notað venjulegt í kanilsnúða og fæ allt aðra áferð á degið og þeir verða harðir.

   Delete