Sunday, October 12, 2014

Sörur hinna lötu


Sá svo sniðugt um daginn á netinu. 
Sörur hinna uppteknu húsmóður. Ákvað að setja mínar í þennan búning en fannst orðið uppteknu ekki endilega eiga við mig. Frekar orðið löt. Ég hef alveg tíma til að gera venjulegar sörur ef ég vil, ég bara nenni því mjög sjaldan. Svo þetta var alveg frábær hugmynd hjá þeirri sem fattaði þetta og ég bara varð að prófa. Þær eru kannski ekki eins fallegar og hinar gömlu góðu sörur en það er eitthvað við ófullkomleikan í þessum. Brotið súkkulaði, óreglulegir endar. 
Já þær eru bara fullkomnar svona ófullkomnar. 

Það er yndi að eiga þessar í frysti þegar ég fæ verkjakast, eins og í dag. Stundum gleymi ég því að ég er með gigt og get ekki bakað í eldhúsinu marga klt án þess að fá að finna fyrir því.
Og þegar ég er verkjuð þá hjálpar svona góðgæti, því ekki gerir sykurinn það.
 Ónei hann bara bætir í verkina.Sörur hinna lötu


Botn

3 eggjahvítur (stofuhita)
50g sukrin melis 
70 g möndlumjöl

Eggjahvítur, sukrin melis/via-helath sæta og stevia þeytt saman þar til orðið stíft. Möndlumjölið er varlega bætt við og blandað með sleif. Sett í eldfastmót með bökunarpappír. Ég var með svona mót frá Cup Company (stærri gerðin) og stærðin á því er 31.5cm x 24,5 cm. Bakaði botninn á 150 gráður án blásturs í ca 40 mínútur. 


Krem
50g sukrin melis
100g mjúkt smjör
3 eggjarauður
2 tsk kakó
2 tsk insta kaffi

Öllu blandað vel saman.

Krem er sett á botninn þegar hún er orðin köld. Dreift jafnt yfir botninn. Frystið á meðan sykurlaust súkkulaði er brætt. Ég notaði um 150g af bræddu súkkulaði. Setjið súkkulaðið yfir söruna en leyfið fyrst súkkulaðinu að kólna örlítið fyrst. Dreifið vel úr.
Þegar súkkulaðið er búið að harðna er skorið í söruna og litlir bitar búnir til. Setjið í box og geymið í frystinum.


12 comments:

 1. Takk takk takk :) kv.Harpa

  ReplyDelete
 2. Hvaða sykurlausa súkkulaði notar þú? :)
  kv. Eva

  ReplyDelete
  Replies
  1. Nota yfirleitt Valor (það er glúten og sykurlaust) eða Balance

   Delete
  2. Er yfirleitt glúten í hreinu súkkulaði

   Delete
 3. Hæ notar þú möndlumjöl frá H Berg eða frá funksjonell??

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ég bý til mitt eigið því eg vil hafa það án hýðis. Þú getur notað H-Berg en funksjonell möndlumjölið virkar ekki þar sem það er fituskert.

   Delete
  2. Ok takk. Kannski betra að hakka möndlunar sjálfur mjög fínt. Ég er búin að prófa með H-Berg það er mjög gott.

   Delete
 4. Hæ er hægt að nota eitthvað annað en möndlumjöl ?? er með einn sem er með ofnæmi fyrir hnetum og möndlum :(

  ReplyDelete
 5. Fyrir þá sem fíla ekki stevíu, hvað skyldi vera mikið magn af annari sætu?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Þar sem þetta er gömul uppskrift og ég sjálf alveg hætt að nota stevíu þá er ég hætt að setja hana í þessa uppskrift og í fínu lagi að sleppa henni án þess að setja aðra sætu í satðin :)

   Delete
  2. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ert hætt að nota stevíu? Nota hana frekar mikið, er hún nokkuð óholl?
   Bestu þakkir
   kv, Fríða

   Delete
 6. Er nokkuð verra að nota hakkaðar möndlur í stað möndlumjöls?

  ReplyDelete