Tuesday, November 18, 2014

Piparmyntu nammiÞetta nammi virðist vera vinsælt í Ameríkunni á jólunum.
Auðvitað varð ég að prófa og þá að sjálfsögðu sykurlaust.
Þetta er mjög auðvelt að útbúa og skemmtilegt fyrir krakkana að föndra með og útbúa.

Það er svo hægt að búa til þetta nammi í öðrum lit og bragði með að nota t.d. bragðdropa sem fást í Allt í köku. Ef þið kaupið bragðdropa frá þeim þá þurfi þið bara nokkra dropa þar sem þetta er svo bragðsterkt annars ef venjulegu dropa úr búðinni þá eins og segir í uppskriftinni.

Þetta er mjög stór uppskrift og í fínu lagi að minnka hana um helming eða skipta henni niður og vera með mismunandi bragðtegundir.
110g rjómaostur, stofuhita
450g sukrin melis
1tsk piparmyntu dropar
20 dropar piparmyntu stevía
matarlitur ef þess er óskað


Setjið rjómaostinn í hrærivél helst en hægt að gera þetta í höndum og þeytið vel í smástund.
Bætið við piparmyntu dropum og stevíu og blandið vel.
Því næst fer matarlitur og svo er sukrin melis rólega bætt við.
Gott er að hnoða aðeins í höndunum í lokin.

Búið til litlar kúlur og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír á.
Notið svo gaffall til að þrýsta örlítið á kúlurnar.
Látið þorna á eldhúsborðinu í 2-3 klukkutíma. Ekki setja neitt yfir nammið á meðan.
Geymið svo í ísskáp í lokuðu íláti. Geymist í mánuð eða lengur.

Súkkulaði grísirnir geta brætt sykurlaust súkkulaði og dýft namminu í.

Nammið verður hart að utan en mjúkt inn í þegar bitið er í.

Friday, November 14, 2014

Hnetusmjörsbombur


Stundum byrjar dagurinn vel, eins og með því að fara og kíkja á bretti með fullt fullt af bókum með mynd af mér á! Hverjum hefði svo sem dottið það í hug?


Vúhú! Dísa með fullt fullt af Dísubókum!

En svo átti dagurinn að fara í bakstur og rólegheit en endaði í stressi, pirringi og skemmdum bíl.
Já give a little, take a little.
Það þarf víst að vera eitthvað jing og yang í þessu lífi.
Ekki bara prumpandi blómum og svífandi á bleiku skýi hér takk fyrir.

Næsta fimmtudag er svo útgáfuhóf. Ég verð komin á bleikt ský aftur þá, þýðir ekkert annað.
Læt eiginmannin keyra bara þann dag svo ég klessi ekki bíl aftur.
Ætla líka að kaupa mér strætó kort sem fyrst.
Þú ætlar að mæta er það ekki? Ég verð með hvítt og annað að drekka og 
ætla að baka eitthvað gómsætt með henni Hrímu minni fyrir þig líka ;)


Svo já familían fílaði þessar kökur svo hér er uppskrift.


Hnetusmjörsbombur220g hnetusmjör
100g Sukrin
10 dropar karamellu stevía
70g salt hnetur
1 stórt egg
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
100g sykurlaust Valor súkkulaði eða annað sykurlaust súkkulaði


Setjið egg, hnetusmjör, sukrin, stevíu og vínsteinslyftiduft í skál og hnoðið vel saman í höndum.  Salthnetur og saxað súkkulaði bætt við og blandað vel við. Með blautar hendur, búið til litlar kúlur og setjið á smjörpappír eða silikonmottu og þrýstið örlítið á kökurnar. Bakið í miðjum ofni á 170 gráður í 8-12 mínútur eða þar til gylltar.Wednesday, November 12, 2014

Sigrúnar terta


Ég hef ekki bakað mikið af tertum síðan ég fór á sykur og hveitislaust mataræði.
Flest allur bakstur einkennist hjá mér á það að hafa sem auðveldast og að ég þarf ekki margar skálar til að skíta út.
Ég hef bara ekki haft nennu að búa til botna og verandi með handþeytarann á fullu.

En svo kom Hríma mín inn í líf mitt. (þetta er farið að vera eintóm Kitchenaid lofsöngur þetta blogg).
Ég var ekkert neitt viss um að mikið myndi breytast í bakstri við að fá sér eina hrærivél en vá hvað mér skjáltaðist! Ég er svo miklu fljótari að skella í bakstur, ég er ekki bundin við það að standa kjurr  við skálina á meðan hrært er. Allt annað líf.

Ég er líka búin að kynnast því hvað það er yndislegt og þægilegt að baka upp úr sinni eigin bók. Ég er miklu fljótari að flétta uppskriftum upp í bókinni en að nota tölvuna eins og ég hef gert síðustu 18 mánuði. Í gær ákvað ég að skella í svamptertubotninn sem er í Dísuköku bókinni. Gerði tvöfalda uppskrift og setti svo súkkulaði ganache og rjóma á. Kom svona vel út. Þessi fékk nafnið Björg.Í dag gerði ég svo köku fyrir mömmu mína sem hún bauð vinnufélögum upp á í dag. Að sjálfsögðu fær sú kaka nafnið Sigrún. Uppskriftina fann ég á veraldavefnum á spjalli fyrir sykurlaust mataræði. Ég breytti aðeins kökunni en ég hafði ekki nennu að breyta úr bollamáli yfir í grömm.


Sigrúnar terta115g smjör við stofuhita
1/2 bolli hreint jógúrt
9 stór egg, stofuhita
1 bolli Erýtiól strásæta með stevíu frá Via-health
1tsk vanillu extract eða vanilludropar
3/4 bolli kókoshveiti
3msk ósykrað kakó
1tsk vínsteinslyftiduft

Sigtið kakó og kókoshveiti og geymið til hliðar. Þeytið egg ásamt vanillu extract/dropum í nokkrar mínútur og setjið til hliðar. Smjör þeytt vel þar til flöffí og sætan bætt smá saman við.
Egg eru varlega bætt við smjör og sætu blönduna. Næst er jógúrti bætt við og svo kókoshveiti og kakó bætt út í smá í einu. Þegar allt er vel blandað er í lokin sett vínsteinslyftiduft.

Setjið í 22cm silikonform eða springform (þarf að smyrja springformið).
Ég sjálf var með 20cm silikonform og fékk því út eina háa köku sem ég skar í tvennt og því komið eins og tveir botnar.

Ef þið eruð með 22cm form bakið á 170 gráðum í 40-45 mínútum.
20cm form bakið á 160 gráðum í 40-45 mínútur og slökkvið svo á ofninum og leyfið kökunni að vera inni í 10-15 mínútur í viðbót.

Þegar kakan er orðin köld skerið hana í tvennt. Minn botn heppnaðist mjög vel.
Ég stakk svo þykkum grillpinna í kökuna á nokkrum stöðum og hellti um 2-3 msk af French vanilla sykurlausu sírópí yfir kökuna.Súkkulaði Ganache


50ml rjómi
100g sykurlaust Valor súkkulaði

Hitið rjómann að suðu og setjið svo í skál ásamt súkkulaðinu sem búið er að brytja niður í litla bita.
Hrærið í með skeið þar til vel blandað.
Hellið helmingi af súkkulaðinu yfir fyrri botninn og dreifið vel úr.
Klippið sogrör í 4 hluta og setjið miðsvæðis á kökunni til að draga úr þunga efri botnsins.P.S. ekki klikka á að láta vita af rörunum eins og ég gerði ;)
Setjið rjóma slettu yfir neðri botninn í svipaðri hæð og rörin og setjið svo efri botninn ofan á.
Endurtakið með súkkulaðið og skreytið svo með rjóma eins og þið viljið.

Sunday, November 9, 2014

Kotasælu tortillur


Þegar það eru tortillur í matinn hjá okkur eða píta þá fær mamman sér yfirleitt matinn án brauðs, sem er leiðinlegt því það sem heldur þessu öllu saman er brauðið.
Hér er uppskrift sem ég nota sem tortillur, pítubrauð eða bara smyr með góðum rjómaosti og set spínat á og jafnvel parmaskinku. Mmm fullkomið á þynnku dögum.
Já í gær var veisla. Móðir mín átti afmæli og því ber að fagna þegar maður er á svona fallegum aldri eins og hún. Þrjár kynslóðir saman komnar ásamt mökum. Ömmur, afar, frænkur, frændur, systkini og allt þar á milli. Fullt hús af skemmtilegheit. Ég fæ mér mjög sjaldan í tánna, mjög sjaldan. Þetta var í fyrsta sinn á þessu ári. Gerðist síðast í 30 ára afmælinu mínu í fyrra. Ég fór heim snemma í gærkvöldi. Lét eiginmanninn sækja mig þegar hann var alveg að vera komin heim og í dag, já í dag er ég búin að liggja upp í sófa með sæng. Kveikti á kertum og fór að lesa og fékk að vera lasin í friði.
Það má einu sinni á ári. Og þegar það gerist þá er gott að fá sér svona djúsi mat.

Það er ekki sama áferð eða bragð og á venjulegum tortillum enda þessar búnar til úr eggi og kotasælu. 
En þær smakkast vel.Tortillur 4 stk


250g kotasæla
2 egg
2tsk fiberhusk
krydd eftir smekk

Setjið í skál og maukið með töfrasprota.
Notið skeið til að útbúa tortillur á stærð við hendi á bökunarpappír. 
Smekksatriði hversu þykkar/þunnar fólk vill hafa.
Bakið á 180 gráðum þar til gylltar.

Friday, November 7, 2014

Snickerskökur.

Þessi uppskrift er ég búin að eiga lengi en breytti henni aðeins í vikunni.
Ég og Hríma (það er Kitchenaid vélin mín) erum búnar að eiga gæðastundir saman í eldhúsinu að baka allskyns gotterí.
Maðurinn minn er ekki mikið fyrir sætt. Hann er meira snakk maður en loksins já loksins kom eitthvað úr eldhúsinu sem honum líkaði og ekki ein tegund, heldur tvær.
Ég held að það sé vegna samvinnu okkar Hrímu.
Honum leist svo vel á kökurnar að hann fór með fullan poka af þeim í vinnuna í gær og bauð vinnufélögunum með sér í kaffinu.

Þó svo að hann sé lítið fyrir sætt hefur hann fulla trú á mér og bókinni og fór sem dæmi með kynningareintakið mitt með sér í vinnuna til að reyna selja nokkur eintök í forsölu. Hann var víst búin að ná að selja nokkrum en vildi endilega fá að sýna bókina og fá fleiri pantanir.

Ég sé alveg fyrir mér kaffitímann í dag. Húsasmiðir koma þreyttir inn úr kuldanum í kaffi og fara að skoða litríku og dúllulegu bókina mína meðan þeir sötra kaffi og japla á smákökum.Snickerskökur


1 egg
50g mjúkt smjör
40g sukrin gold
50g saxað sykurlaust dökkt súkkulaði (ég var með Valor)
45g saxaðar salt hnetur
15g kókoshveiti
30g möndlumjöl
10 dropar english toffee stevía frá Now eða önnur karamellu stevía

Saxið súkkulaði og hnetur og setjið í skál.
Setjið allt hráefnið í skál og hnoðið vel saman í höndum.
Setjið í kæli í 10-15 mínútur og takið svo út og rúllið upp.
Skerið í sneiðar. Þykkt og stærð fer eftir því hversu stórar kökur þú vilt hafa.
Setjið á bökunarpappír og bakið á 175 gráðum í 6-10 mínútur eða þar til gylltar.

Hrikalega góðar með ískaldri mjólk eða möndlumjólk.

Langar að benda ykkur á nýjasta bloggið mitt á MS-Gott í matinn en þar er ég með kanilís, piparkökur og heitt kakó. Einnig hugmyndir að fjölskyldu dagatali fyrir desember og hvað hægt er að nota hvíta sykurinn sem leynist upp í skáp í fallega og ilmandi gjöf. Tuesday, November 4, 2014

Súkkulaði klessurNóvember komin. 
Það er næstum orðið löglegt að hlusta á jólalög.
Ég bíð eftir að geta skreytt en það bíður þangað til 1.des í fyrsta sinn síðan ég byrjaði að búa.
Þetta verður erfið bið.

Í síðustu viku fékk ég eintak af bókinni minni senda til mín og omg hvað það var yndisleg tilfinning að halda á henni. Ég var búin að fá ógeð af uppskriftunum og útlitinu á henni eftir að hafa farið yfir bókaskjalið 101 á dag í mánuð til að finna hverja einustu villu og lagfæra.
Ég verð að játa, bókin er hrikalega falleg og vönduð. Hrós til hönnuðarins.
Prentunin heppnaðist líka einstaklega vel. Pappírinn þykkur og glansandi. Já ég lofa að þetta er bók til að næla sér í fyrir jólin.

Í dag urðu kaflaskipti í lífi mínu. Litli ryðgaði handþeytarinn minn sem ég keypti fyrir slikk fyrir 8 árum er komin ellillífeyri og hættur í vinnu hjá mér.
Afhverju?

Jú þetta er ástæðan. Í dag kom ég heim með þessa fallegu Hrímbláu Kitchenaid vél frá 


Já ótrúlega en satt þá bjó ég til bók með 100 uppskriftum auk þess að halda úti bloggi, 
svo ég baka ansi oft í viku með handþeytara. 
Ég í alvöru vissi ekki hvað ég var að fara á mis við fyrr en í dag.

Í stað þess að láta handþeytarann hrista bingóvöðvana þá sér þessi elska um að vinna fyrir mig á meðan ég geri annað.  Hvílíkt frelsi. Hvað þá þegar styttist í það að fara halda kynningar fyrir bókina og baka jólabaksturinn. Nú verður ekkert mál að margfalda uppskriftir.

Ég fór að sjálfsögðu beint í það að baka og já þetta er bara allt annað líf, yndislegt líf.

Kanilís og heitt kakó var útbúið fyrir MS nóvember bloggið ásamt piparkökum

En þessar súkkulaði klessur bjó ég til líka. 


Súkkulaði klessur 6stk


2 eggjahvítur
2msk sukrin
5tsk kókosmjöl
2-3 tsk ósykrað kakó
1 tsk vanillu extract
5 dropar Via-Health súkkulaði stevía
40g sykurlaust súkkulaði (ég var með sykurlaust mjólkursúkkulaði frá Valor)

Setjið allt nema súkkulaðið í skál og blandið vel saman. Saxið súkulaðið niður og bætið við deigið og blandið. Notið smjörpappír eða silikonmottu og setjið kökudeigið á með hjálp skeiðar. 
Deigið er mjög þunnt og notið því skeið til að smyrja út sex hringi.
Bakið á 150 gráðum í 12-15 mínútur.