Friday, November 14, 2014

Hnetusmjörsbombur


Stundum byrjar dagurinn vel, eins og með því að fara og kíkja á bretti með fullt fullt af bókum með mynd af mér á! Hverjum hefði svo sem dottið það í hug?


Vúhú! Dísa með fullt fullt af Dísubókum!

En svo átti dagurinn að fara í bakstur og rólegheit en endaði í stressi, pirringi og skemmdum bíl.
Já give a little, take a little.
Það þarf víst að vera eitthvað jing og yang í þessu lífi.
Ekki bara prumpandi blómum og svífandi á bleiku skýi hér takk fyrir.

Næsta fimmtudag er svo útgáfuhóf. Ég verð komin á bleikt ský aftur þá, þýðir ekkert annað.
Læt eiginmannin keyra bara þann dag svo ég klessi ekki bíl aftur.
Ætla líka að kaupa mér strætó kort sem fyrst.
Þú ætlar að mæta er það ekki? Ég verð með hvítt og annað að drekka og 
ætla að baka eitthvað gómsætt með henni Hrímu minni fyrir þig líka ;)


Svo já familían fílaði þessar kökur svo hér er uppskrift.


Hnetusmjörsbombur220g hnetusmjör
100g Sukrin
10 dropar karamellu stevía
70g salt hnetur
1 stórt egg
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
100g sykurlaust Valor súkkulaði eða annað sykurlaust súkkulaði


Setjið egg, hnetusmjör, sukrin, stevíu og vínsteinslyftiduft í skál og hnoðið vel saman í höndum.  Salthnetur og saxað súkkulaði bætt við og blandað vel við. Með blautar hendur, búið til litlar kúlur og setjið á smjörpappír eða silikonmottu og þrýstið örlítið á kökurnar. Bakið í miðjum ofni á 170 gráður í 8-12 mínútur eða þar til gylltar.No comments:

Post a Comment