Sunday, December 13, 2015

Sykur og eggjalaust marsipan

Hæ ég heiti Hafdís og ég held víst úti bloggi, matarbloggi. Ég er alls ekki búin að gleyma því, ég lofa. 
Ég hef bara ákveðið að leyfa mér að vera hrikalega löt að blogga ;)
Desember er yfirleitt mjög rólegur mánuður hjá mér. 
Ég ákveð hvað skal gefa í gjafir áður en ég fer í búðir að kaupa þær og nota internetið til að finna það sem ég er að leyta að og finna besta verðið. Þá veit ég nákvæmlega hvert á að fara til að finna hverja gjöf. Annað er að ég kaupi yfirleitt allar gjafir í nóvember eða í byrjun desembers í allra síðasta lagi.

Svo fer ég núna helst bara í búðir á frídegi mínum á virkum dögum og þá helst fyrir hádegi svo ég sleppi við margmenni og stress.

Já svo veit ég að jólin koma hvort sem ég næ að þrífa ísskápinn eða gluggana að utan. Best þá bara að slökkva ljósin og kveikja á kertum ;)

En það er komin yfir mig smá bloggstuð loksins. Kannski því að ég horfði á son minn setja á sig svuntu í gær og flétta í gegnum bókina mína og baka síðan þessar flottu kókostoppa alveg sjálfur.

Ég veit líka að margir eru að bíða eftir nýjum uppskriftum svo hér kemur ein sem hefur ekki birst á blogginu áður.


Ég á þónokkrar uppskriftir af marsipani. Ég elska marsipan. Það er samt ekki langt síðan ég lærði að meta það. Besta kannski er líka hversu auðvelt er að útbúa það og hægt að útfæra á svo marga vegu.

Hér er ein sem er að sjálfsögðu sykurlaus en inniheldur ekki eggjahvítu eins og svo oft.


Marsipan

300g möndlumjöl 
60g Sukrin Gold
1tsk sítrónusafi
1tsk möndludropar
80ml vatn

Ég kaupi möndlur án hýðis og hakka vel svo sjálf í matvinnsluvélinni þar til orðið að fínugerðu mjöli. Getur keypt tilbúið möndlumjöl, bara passa að það sé ekki hýði á þeim.

Setjið möndlumjölið í skál ásamt restinni af hráefnunum (nema vatn) og blandið vel saman í höndunum. Bætið við vatni, smá í einu og hnoðið vel saman þar til rétt áferð er komin.
(marsipanið helst vel saman)

Rúllip upp í marsipan lengju og geymið í kæli þar til þið notið það.Sunday, November 29, 2015

Piparkökur


Fyrsti í aðventu í dag. 
Minn uppáhaldstími komin. Er yndislegt þegar snjórinn kemur líka. 
Jólalögin eru á allan daginn og kvöld á mínu heimili og kveikt á kertum og jólaljósum. 
Gerist bara ekki betra.

Og að sjálfsögðu elska börnin að fá að baka. Hér er uppskrift sem við höfum búið til og notið þess að borða saman.Piparkökur


140g möndlumjöl
2msk kókoshveiti
80g smjör, stofuhita
60g sukrin gold
1 stórt egg
1tsk engifer
1tsk negull
2tsk kanill
10 dropar kanil stevía (má sleppa)

Smjör, sukrin gold og stevía sett í skál og þeytt vel í nokkrar mínútur. Egg bætt við og blandið vel saman.
Þurrefnum blandað saman í annarri skál.
Sameinið skálarnar og hnoðið vel saman deiginu. Búið til kúlu og setjið í kæli í ca 30 mínútur.
Fletjið út deigið á milli tveggja bökunarpappírs arka. Skerið út  piparkökur og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír á.
Bakið á 150 án blásturs með undir og yfir hita í 15-20 mínútur eða þar til þær verða brúnar. Passið að kökurnar brenna ekki.

Glassúrinn bjó ég til með smá eggjahvítu, vatni, sítrónusafa og Sukrin Melis. Blanda saman þar til rétt þykkt er komin og sett svo matarlitur. 

Thursday, November 19, 2015

Mjólkurlaus piparmyntukakó


Úps. Hef ekki verið dugleg að setja inn uppskriftir.
Kona er komin á fullu í vinnu og ektamaðurinn alltaf að vesenast eitthvað á Grænlandi.

Í dag ákvað ég að nota frídaginn minn í að byrja versla jólagjafir og nú er ég bara alveg að vera búin með allar gjafir. Stefni svo á um helgina að pakka inn og setja seríur í gluggana hjá krökkunum.

Hér er því uppskrift sem hentar einstaklega vel á köldum dögum eins og þessum þegar maður er farin að undirbúa jólin.

Kakóið er mjólkurlaust og sykurlaust og smakkast auðvitað vel.400ml kókosmjólk
4msk ósykrað kakó
4msk sukrin gold
1 tsk piparmyntu dropar
10 dropar piparmyntu stevía
20g sykurlaust súkkulaði
(mæli með IQ súkkulaði með piparmyntubragði)

Setjið hráefnin í pott og hitið þar til vel blandað.
Hellið í tvær könnur og setjið þeyttan rjóma eða þeytta 
kókosmjólk yfir og smá af rifnu súkkulaði.
Gott er að setja smá af sykurlausu karamellu eða súkkulaði sírópi yfir rjómann.Sunday, October 4, 2015

Hveiti og glútenlausir pizzusnúðar


Fall er fararheill.
Ég minni mig á þetta reglulega núna.
Ég náði að láta klaufann í mér stjórna mér og hrynja niður tröppurnar
hjá foreldrum mínum um helgina. Kona líklegast tábrotin og núna príða fallegir litir mig. Gulur, grænn, fjólublár og svartur. Já marblettir í öllum litum.

Eitthvað verður því lítið úr því í komandi viku að ég standi í eldhúsinu þar sem ég þarf líklega að vera dugleg að hvíla tásluna eftir vinnudaginn.

En að uppskriftinni. Þessi uppskrift sló í gegn hjá börnunum og má frysta og setja svo í nestisboxin hjá krökkunum. Mín eru allavega hrifin af þeim :)


3 stór egg
130g rjómaostur
1msk Husk
1.5msk oregano krydd
1tsk hvítlauksduft
Annað krydd sem ykkur finnst gott

Þeytið saman egg og rjómaost og blandið svo huski og kryddi saman við. 
Látið deigið standa í 5 mínútur.
Setjið á smjörpappír eða bökunarpappír sem búið er að pennsla með olíu.
Deigið var aðeins minna en heil skúffa.
Bakið á 175 gráður í ca 12 mínútur.

Takið úr ofninum og látið kólna örlítið.
Setjið pizzusósu (ég nota sykurlausa frá Hunt's en er ekki viss um að hún sé glútenlaus) pepperoni, skinku og rifin ost eða annað sem 
ykkur langar í og rúllið upp brauðinu og skerið í sneiðar.
Hægt er að setja þær beint á bökunarpappír eða gera eins og ég og setja í muffinsform. Stráið smá af rifnum osti yfir.

Setjið aftur inn í ofn á 200 gráður og bakið í ca 5-7 mínútur eða þegar osturinn er orðin gylltur.


Hér er uppskrift af sykurlausri pizzusósu sem ég hef gert og er einnig glútenlaus.Friday, October 2, 2015

Gulrótakaka


Var búin að lofa að henda inn þessari uppskrift í dag :) Hún sló allavega vel í gegn hjá vinnufélögum. Hef þetta stutt og helli mér beint í uppskriftina.

Gulrótakaka


Botn

3 stór egg
85g möndlumjöl
35g kókoshveiti frá Funksjonell
2tsk vínsteinslyftiduft
1/2tsk matarsódi
1.5tsk kanill
1/2tsk negull
110g Sukrin eða Sukrin Gold
50g brætt smjör
150ml möndlumjólk
3-4 meðalstórar gulrætur, rifnar

Þeytið egg og Sukrin vel saman.
Bætið við þurrefnum og svo smjöri.
Möndlumjólk og gulrætur bætt við í lokin og blandað vel saman við.

Setjið í 20cm silikonform og bakið á 45-50 mínútur á 175 gráður.

Krem

200g rjómaostur
5msk smjör
1tsk vanillu extrackt eða dropar
100g Sukrin melis

Þeytið rjómaost og smjör vel saman þar til smá fluffy.
Bætið restinni við í áföngum og smyrjið svo kremið á kökuna þegar hún er orðin köld.

Skreytti svo kökuna með kókosflögum sem ég var búin að brúna á þurri pönnu
Thursday, October 1, 2015

Sykurlausar súkkulaði brownies.


Það er skrítið hvað lífið getur komið manni á óvart. Fyrir nokkrum mánuðum síðan var ég viss um að ég myndi aldrei aftur vinna við menntun mína og fann fyrir söknuði að vera ekki í starfi á spítala.
Í dag er ég svo heppinn að hafa fengið draumavinnu á Landspítalanum, á deild þar sem ég fæ að læra heilmikið um það líffæri sem er búið að vera valda veseni hjá eiginmanninum, hjartað.
Já það er yndislegt að vera búin að finna vinnu sem maður sér sig vera í þar til maður hættir að vinna vegna aldurs ;)

Það kannski skírir líka afhverju nýjar uppskriftir eru ekki að rúllast hér inn enda er maður enn að finna aðeins réttu rútínuna og jafnvægið milli heimilis og vinnu aftur.En síðustu helgi bjó ég til þessa dásemd og tók til tengdó þegar þau buðu okkur í kjötsúpu.

Sykurlausar brownies


3 stór egg (aðskilja hvítur og rauður)
150g valhnetur eða aðrar hnetur
125g smjör stofuhita
150g sykurlaust súkkulaði (ég notaði Valor)
2msk Fibersirup Gold
50g Sukrin

Ef þið viljið glútenlaust köku þarf að passa að velja súkkulaði sem er glútenlaust. IQ er með sykur og glútenlaust súkkulaði og Valor er líka með og er það þá sérmerkt.

Stífþeytið eggjahvítur og setjið til hliðar.
Þeytið Sukrin og eggjarauður vel saman og bætið svo smjörinu og fibersirup gold við 
og þeytið áfram.
Saxið súkkulaði og hnetur og bætið við deigið.
Í lokin eru eggjahvítur varlega blandaðar við.

Setjið í form sem er 20x20 cm. Ég kaupi yfirleitt einnota í Bónus.
Bakið á 170 gráðum í 40-45 mín eða þar til tannstöngull eða gaffall kemur hreinn úr kökunni.

Berið fram með þeyttum rjóma og berjum. (Það er eiginlega algjört möst;))

Saturday, September 19, 2015

Sykurlausir sykurpúðar


Fyrir meira en ári síðan sat ég með mömmu minni að spjalla við hana og meðal annars var verið að ræða sykurlausar uppskriftir. Einhverstaðar í umræðunni spurði mamma mig hvort ekki væri hægt að gera sykurlausa sykurpúða. Fyrst var ég alveg ehhh nei mamma en svo fór hausinn að rúlla og þessi uppskrift varð til.Sykurlausir sykurpúðar

3 eggjahvítur úr stórum eggjum
4 matarlímsblöð
3msk vatn
1tsk vínsteinslyftiduft
90g Sukrin Melis
15 dropar vanillu stevía
saltklípa
fræ úr 1 vanillustöng

Stífþeytið eggjahvítur. Bætið smátt og smátt við vínsteinslyftiduft, sukrin melis og salt.
Fræhreinsið vanillustöng og bætið út í ásamt stevíu.

Matarlímsblöð eru látin liggja í vatnsbaði í 5 mínútur.
Setjið 3msk af vatni í pott og kreistið matarlímsblöðin svo aukavatn fari úr þeim og setjið í pottinn og hitið þar til þau leysast upp.
Bætið matarlíminu varlega út í eggjahvíturnar og þeytið á meðan á miðlungshraða. Þeytið svo á hæðsta hraða í ca 3 mínútur.

Setjið í lítið form sem búið er að strá sukrin melis á botninn. Dreifið sukrin melis einnig yfir sykurpúðana og setjið svo í kæli í ca. 1klst eða þar til púðarnir eru farnir að stífna en gefa eftir ef ýtt er á þá. Skerið í bita og skreytið með bráðnu súkkulaði og hnetum, salti eða chili.
Geymið í lokuðu íláti í kæli.Saturday, September 12, 2015

Eplakaka

Tíminn þýtur áfram eins og vanalega og allir komnir í sína rútinu eins og hún á að vera.
Langar að nefna það að og biðja fólk að gera verðsamanburð þegar það t.d. kaupir gler í gleraugu fyrir sig eða börnin.

Nú á ég tvö börn sem þurfa gleraugu og þarf að skipta um gler hjá þeim 1-2x á ári og þau eru með mikla fjarsýni auk þess að annað er með sjónskekkju og hitt þarf tvö missterk gler fyrir sitthvort augað.

Ég byrjaði á að fara í þá búð sem er næst okkur og kíktum á umgjarðir þar sem boðið var upp á fría umgjörð með glerinu. Leist vel á það og fyrir strákinn hljómaði glerið upp á 25.000kr. Ok svo sem allt í lagi en ég dó næstum þegar sagt var við mig að glerin fyrir stelpuna væru á 49.000kr. Ehh já bara. Ehhm heyrðu ég ætla aðeins að skoða þetta takk og bakkaði varlega út áður en ég hljóp eins og fætur togaði í burtu, svitnandi við tilhugsunina að borga 75.000kr fyrir ný gler fyrir krakkana.

Ég hringdi svo í Augastað í Mjóddinni og þar kostaði fyrir stelpuna glerin 14.000kr! Vá engin smá munur! Glerið fyrir strákinn munaði ekki miklu eða 22.000kr sem skiptir samt máli. Svo ég fékk fríar umgjarðir þar einnig og borgaði 36.000kr fyrir þau bæði, sem nær ekki einu sinni verðinu á bara hennar gleri!

En ok, búin að pústa þessu úr mér og komið að því að tala um köku, eplaköku. Það er algjört möst að eiga alltaf að minnsta kosti einn pakka af kökumixi frá Funksjonell upp í skáp þegar ég vil baka eitthvað fljótlegt en ótrúlega gott. Í dag ákvað ég að skella í eplaköku, þar sem eplin sem voru til í kælinum voru að koma á síðasta snúning.

Ég breytti aðeins og gerði 20cm köku sem passar fullkomlega á nýja sæta kökudiskinn minn sem ég fékk í Rúmfatalagernum á 1290kr minnir mig. Finnst best að baka þessa stærð af kökum en hundleiðinlegt að vera með of stóran kökudisk.


Eplakaka


1/2 pakki af kökumixi frá Funksjonell (ca 180g)
50g brætt smjör
2 stór egg
1dl AB mjólk
1epli
2msk Sukrin Gold
1msk Kanil

Blandið öllu saman í skál  (ekki epli, sukrin og kanil) og blandið vel saman. Ég lét Hrímu mína (kitchenaid vélin mín) sjá um þetta fyrir mig á meðan ég skar niður eplið. Afhýðið eplið og skerið í sneiðar.

Setjið deigið í 20cm silikonform og dreifið vel úr. Setjið eplasneiðar yfir kökuna svo þau hylja hana alla.

Stráið yfir kanil og sukrin gold og bakið svo á 175 gráður í ca 30-40 mínútur eða þar til gaffall kemur hreinn úr kökunni þegar stungið er í hana miðja.

Færið yfir á kökudisk og stingið þó nokkur göt á kökuna og dreyfið yfir hana Fibersirup Gold.Saturday, September 5, 2015

Hnetu kladdkaka

Þessi uppskrift er nýjasta æðið á heimilinu hjá mér. Lítil uppskrift sem dugar fyrir einn eða tvo. Þetta er eins og snickers í kökubúningi.Hnetukaka


1 egg
40g sykurlaust súkkulaði
3msk hnetumjöl frá Funksjonell
1msk kókoshveiti frá Funksjonell
2msk rjómi
1,5msk ósykrað kakó
1,5msk sukrin gold
1tsk vanilludropar

Þurrefnum blandað vel saman í skál. Pískið eggið ásamt rjómanum með gaffli. 
Saxið niður súkkulaði (ef þið viljið glúten og sykurlaust mæli ég með IQ súkkulaðinu)
Blandið öllu saman.
Smyrjið lítið form (ég var með 12cm form) með smjöri og setjið deigið í.
Bakið á 150 gráðum í 12-14 mínútur.

Kakan á að vera blaut í miðjunni.

Þegar ég tók hana úr ofninum stakk ég nokkur göt á kökuna og hellti Fibersirup Gold yfir og svo heslihnetukurl. Frábær með þeyttum rjóma og berjum.
Borðið kökuna heita.


Tuesday, September 1, 2015

Amerískar pönnukökur

Enn og aftur komin ný vika. Tíminn þýtur frá manni. Áður en maður veit af verða komin jólaljós út um allt og jólalög í útvarpið. Ég bíð mjög spennt eftir því. Þarf kannski ekki að taka fram að ég er búin að kveikja á ljósunum í stofuglugganum enda meira skammdegisljós en jólaljós.

En áður en ég fer að lofa jólunum þá er nú búið að vera yndislegt veður síðan ég byrjaði að vinna og krakkarnir í skólanum. Það er ótrúlega skrítið að eiga ekki lengur leikskólabarn. Litla barnið byrjað í skóla. Eins og ég sagði, tíminni þýtur frá manni.

En á meðan tíminn er að þjóta þá er gott að gefa sér tíma til að njóta með þeim sem maður elskar.
Þessi uppskrift er fullkomið að gera þegar tími gefst og njóta með ástvinum. Ekki verra að eiga Fibersirup Gold og hella yfir þær. Það er eiginlega punkturinn yfir i-ið.Amerískar pönnukökur


4 egg
4msk Sukrin Gold
4msk kókoshveiti
1,5dl mjólk af eigin vali (möndlu, létt, nýmjólk)
1msk vanilludropar eða vanilla extract
1/2tsk Xhantan gumÞeytið egginn vel og bætið svo Sukrin Gold við og hrærið ögn lengur. Bætið við restinni af hráefnunum og blandið vel. Látið standa í 5 mínútur þar til farið að þykkjast. Hitið pönnukökupönnu vel og stillið svo á meðal hita og bræðið smjör og bakið litlar pönnukökur. Gott að bera fram með jarðarberjum og Fibersirup Gold.Saturday, August 29, 2015

Mjólkurlaus súkkulaðibúðingurÞessi uppskrift er frábær sem bæði nesti fyrir okkur í vinnuna eða sem smá trít á kvöldin eða helgar.
Eins og með flest allt sem ég geri er þessi uppskrift auðveld og fljótleg. Hef þetta ekki lengra þar sem ég er á fullu í eldhúsinu að búa til nýjar uppskriftir ;)

Þykki hlutinn af kókosmjólkinni, 400ml dós.
(notið kókosvatnið svo í boost)
1msk ósykrað kakó
1msk Sukrin Melis flórsykur
1/2msk vanilludropar eða extract

Þeytið kókosrjómann og bætið við restinni af hráefnunum. Setjið í skál og inn í kæli. Skreytið með kókosflögum og berjum.


Monday, August 24, 2015

Kínóa og chia stangir

Sunnudagar eru orðnir hálfgerðir bökunardagar hjá mér. Reyni að nýta daginn til að útbúa nesti fyrir vikuna fyrir mig og krakkana. Mamman verður að útbúa chia graut fyrir strákinn til að taka með í skólann og svo er búið að bætast við prótein stangir sem ég hef verið að gera.
Í gær prófaði ég svo að gera kínóa og chia stangir. 
Kínóa er stútfullt af næringu svo sem prótín, kalki, járni, sinki, B-vítamíni og líkaminn nýtir næringuna úr korninu einstaklega vel. Gott er að næla sér í prótín úr fjölbreyttum fæðutegundum og þá er kínóa tilvalið en það inniheldur 12-18% prótín og allar níu nauðsynlegu amínósýrurnar sem líkaminn þarfnast. Einnig er kínóa glúteinlaust og hentar því þeim sem eru með glúteinóþol. Hægt er að matreiða það á margan hátt, sem graut, í súpur, pottrétti og salat svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að skola kínóað vel til að hreinsa burt efni sem er kallast saponin og er utan á korninu og gerir það biturt á bragðið. Einnig er hægt að leggja kínóa í bleyti yfir nótt og verður það þá auðmeltara og næringarefnin nýtast enn betur. (fengið af síðunni ibn.is)

Chia fræin eru ekki minna merkileg en kínóa og eru stútfull af næringu einnig.

Chia fræin er mjög próteinrík og innihalda allt að 30 gr af próteini í hverjum 100 gr sem er meira en er að finna í kjúklingabringu eða lambalæri! Það eru því tilvalið að bæta þeim út í orkudrykki , brauð og grauta til að auka próteininnihald máltíðarinnar.
Chia fræin eru einnig mjög rík af lífsnauðsynlegum omega 3 og omega 6 fitusýrum. Þau eru ríkasta uppspretta omega 3 sem völ er á í jurtaríkinu og myndu því teljast sérlega  góð fyrir einstaklinga með bólgusjúkdóma, þar sem omega 3 myndar  bólgueiðandi efni í líkamanum.
Yfirleitt skemmast omega fitusýrur við eldun en í chia fræjunum virðast þær þó ekki skemmast, sökum þess að fitusýrurnar eru bundnar andoxunarríkum trefjum fræsins. Þó er enn betra að nota chia fræ í hráu formi.
Þessir litlu næringarrisar eru mjög ríkir af kalki, járni, magnesíum og fosfór og eru einnig stútfullir af trefjum.
Líkaminn þarf á andoxunarefnum að halda til að viðhalda eðlilegri íkamsstarfsemi og æskuljóma. Chia fræ eru mjög rík af andoxunarefnum og stuðla því að heilbrigði hverrar einustu frumu líkamans.
Chia fræin eru einstaklega blóðsykursjafnandi sökum hás innihalds  próteins, trefja og fitusýra og stuðla því að betra blóðsykursjafnvægi.
Þau geta allt að 12 faldað þyngd sína ef þau eru látin liggja í vatni í dálitla stund, þau bólgna út og eru mjög seðjandi og gefa góða seddutilfinningu. (fengið af síðunni heilsubankinn.is)


Kínóa fræin eru ekki beint lágkolvetna ef fólk er að halda sér í ketósu (undir 20g af kolvetnum á dag) en þeir sem leyfa sér meira af kolvetnum ættu ekki að missa af þessari uppskrift.Kínóa og chia stangir


80g kínóa
80g chia fræ
3msk Sukrin Gold
70g haframjöl 
(glútenlaus haframjöl fyrir þá sem vilja)
50g hnetur saxaðar
100g möndlusmjör
90g Fibersirup Gold
salt klípa
1tsk kanil

Blandið þurrefnunum saman í skál.
Setjið möndlusmjör og Fibersirup Gold í pott og hitið.
Setjið möndlusmjör og sirup í skálina með þurrefnunum og blandið vel við.
Gætir þurft að nota hendurnar til að klára að blanda öllu saman.
Setjið deigið í form sem er um 20x20 á stærð sem búið er að setja bökunarpappír í.
Ég sjálf er búin að brjóta formið mitt og bjó til form úr álpappír og setti bökunarpappírinn ofan í og það virkaði vel.
Þjappið vel úr deiginu og látið vera eins jafnt og hægt er.
Bakið á 175 gráður í miðjum ofni í 8-12 mínútur, passið að brenna ekki.
Látið kólna í nokkrar mínútur og skerið svo niður í bita með pizzuskera og látið kólna alveg.
Setjið í box og geymið.
Friday, August 21, 2015

Gulróta franskar


Ég borða ekki gulrætur, hef aldrei gert og var alveg viss um að ég myndi aldrei gera það. Svona svipað og með blómkál og brokkolí sem ég borða með bestu lyst í dag.
Allavega ákvað ég að prófa að útbúa gulróta franskar fyrir krakkana um daginn. Átti svo fallegar og stórar gulrætur í kælinum.
Ég verð að játa að þetta kom skemmtilega á óvart. Meira segja ég borðaði þær með bestu lyst og smakkaðist eins og sætar kartöflur.

Það er líka svo frábært að geta útbúið hollari útgáfu af einhverju sem börnunum finnst gott.
Var t.d. með kjúklinganagga uppskriftina mína og gulróta franskar með.

Hér er linkur á kjúklinganaggana mína:Gulróta franskar


8 stórar gulrætur, skræla og þrífa
2msk olía, ég var með Avocado olíu
2msk timian eða rósmarín
1msk salt
1/2tsk pipar
1/2tsk paprikukrydd

Skerið gulræturnar í strimla og setjið í skál.
Setjið krydd og olíu í skálina og blandið vel saman við gulræturnar.
Raðið gulrótum á bökunarpappír og bakið þær á 200 gráðum í 20-25 mínútur.
Gott er að snúa þeim við einu sinni til tvisvar á meðan þær eru í ofninum.
Wednesday, August 19, 2015

Hollar nestishugmyndir.


Styttist vel í að skólar byrja og margir að byrja vinnu rútínuna hjá sér líka.
Í þessari færslu ætla ég að nefna góðar uppskriftir sem henta í nestisboxin hjá börnum sem og fullorðnum. Uppskriftir sem eru án viðbætt sykur/sykurlausar, hveitilausar og glútenlausar. Sumar eru einnig mjólkurlausar.


Pistasíu chia grautur

Jarðarberja chia grautur
Müsli

Brauðbollur
Kókosflögusnakk
PizzusnúðarBláberjahlaup


Sesamskonsur
Vanillu próteinstöngKókoskúlurSpínatpestóHnetusmjörskökur OopsieVegan/mjólkurlaus boostBláberja chia grautur


Brauðbollur úr brauðmixi frá Funksjonell eru eggja, soya, hveiti, sykur, mjólkur og glútenlausar. 
Mér finnst gott að baka bollur úr mixinu yfir helgina og setja í frysti og taka út og borða daglega smá.