Saturday, January 10, 2015

Bakaðar laxastangir í kryddmöndluhjúpÉg fékk í jólagjöf frá ektamanni og börnum ísvél frá Kitchenaid. Vissi ekki að sú græja væri til fyrr en nýlega og sjálfsögðu hef ég talað um hana alla daga síðan.
Verst var að hún var uppseld hjá Einari F og því fékk ég gjafabréf.
Í gær fékk ég hana loks í hendurnar og það sem ég býð eftir að skálin sé tilbúin til notkunar en á morgun mun ég fara á fullt að útbúa ís. Ég er með trilljón og eina uppskrift í hausnum og já, ís á dag kemur heilsunni í lag ekki satt?

En svona áður en ég fer að pósta inn fullt af ís uppskriftum langar mig að deila með ykkur þessum sjúklega góða laxa uppskrift. Hann er bæði góður heitur beint úr ofninum eða kaldur daginn eftir.
Í raun fannst mér betra að borða hann kaldan því þá náði stangirnar að hanga saman og hægt að borða meira eins og snarl og dýfa í sósu.
Laxa stangir


300g laxasneið
100g hakkaðar möndlur
1-1.5tsk paprikukrydd
pipar og salt eftir smekk
brætt smjör

Skerið laxinn í mjóar sneiðar og þerrið.
Smyrjið bræddu smjöri á sneiðarnar.
Setjið möndlur og krydd á disk og blandið vel saman.
Setjið eina sneið í einu í möndlublönduna og hjúpið og setjið svo á bökunarpappír.
Bakið á 200 gráðum í 15-18 mínútur eða þar til gyllt.

Ídýfan sem ég var með var búin til með sýrðum rjóma, dijon sinnepi og tómatpaste. Ég blandaði bara eitthvað saman og smakkaði til.

Ef þú vilt gera laxinn að máltíð í stað snarls er mjög gott að hafa blómkálsmús með henni og hollandesósu eða bernes.
No comments:

Post a Comment