Tuesday, January 6, 2015

Salt karamellu brownies

Áður en ég fer í það að skrifa um þessa sjúklegu góðu uppskrift sem fær mann til að slefa, þá langar mig að segja ykkur frá því að ég var að gefa út rafrænt hefti með 26 uppskriftum.
Þar sem það er janúar og flestir komnir með leið á súkkulaði og því sem fylgir er voðalega lítið af því og meira af morgunmatar hugmyndum, snarli og boosti.

Ef þú hefur áhuga á að fá svona rafrænt hefti fyrir 1200kr þá máttu endilega senda mér línu á disukokur@gmail.com


En aftur að uppskriftinni.
Um daginn datt ég inní þáttinn heilsugengið þar sem verið var að útbúa girnilega skúffuköku með salt karamellu. Varð fyrir vonbrigðum að notað var spelt, kókospálmasykur og hlynsíróp þar sem það eru vörur sem ég nota ekki sjálf.


Síðan þá er ég búin að vera á fullu að hugsa hvernig ég get útfært þetta að mínum lífstíl og svo í morgun ákvað ég að skella þessu í bakstur.
Útkoman var yndisleg! Lyktin sem kom hér! Mamma mía, dýrindis karamellu lykt sem fyllti húsið.
Sonur minn var yfir sig hrifin þegar hann kom heim og gat skellt einni vænni sneið ofan í sig með ískaldri mjólk.Brownies


50g kókoshveiti
120g sukrin
110g smjör eða kókosolía
120ml kaffi eða möndlumjólk
2msk sykurlaust kakó
3 egg
6msk mæjónes eða sýrður rjómi
1tsk vanilludropar
10 dropar súkkulaði stevía frá Via-Health
1tsk matarsódi
100g saxaðar valhnetur (valfrjálst)

Sigtið kókoshveiti í skál og bætið við sukrin og blandið vel saman.
Í pott setjið smjör, kaffi og kakó og bræðið saman og setjið svo í skál með kókoshveiti og sukrin. Hrærið vel saman. Restin af hráefnum bætt við. Setjið svo í lokin salt karamelluna yfir brownies deigið. Ég notaði skeið og lét karamelluna hingað og þangað yfir.
Setjið bökunarpappír ofan í eldfastmót. Ég var með eldfastmót í stærðinni 20x28
 Bakið við 200 gráður í ca 20-30 mínútur. Bakið neðarlega í ofninum

Salt karamella

2msk möndlusmjör
30ml kókosolía við stofuhita
60ml sykurlaust salt karamellu síróp
örlítið salt
5 dropar english toffee stevía eða karamellu stevía

Setjið allt í skál og hrærið vel saman.


1 comment:

  1. Girnileg uppskrift, en hvar færðu svona salt karamellu síróp?
    Bkv.Katla

    ReplyDelete