Wednesday, March 25, 2015

Vöfflur


Í dag er alþjóðlegi vöfflur dagurinn.
Ég vissi ekki að hann væri til fyrr en í gær.
En maður verður jú að fagna og því ákvað ég að búa til vöfflu uppskrift í morgun.

Ég ákvað að útbúa karamellu vöfflur en það er hægt að hafa þær venjulegar líka ef maður vill.
Þær metta vel og eftir að hafa borðað eina er ég pakksödd.
Vöfflur um 6stk.


3 egg
120g rjómaostur
2msk Sukrin Gold
1tsk vínsteinslyftiduft
1msk rjómi
1tsk vanilludropar
4 dropar Toffee stevía (t.d frá NOW) 
1/4 tsk Xhantan gum


Setjið allt í blandara og blandið vel. Passið að setja ekki of mikið af xhantan gum því þá verður deigið of þykkt. Frekar minna en meira.
 Ef þið viljið ekki karamellu vöfflur, skiptið út toffee stevíu fyrir vanilllu stevíu eða bragðlausa.
Hitið járnið og bakið vöfflur!

2 comments:

  1. Replies
    1. Xhantan gum er nátturulegt þykkingarefni. Þykkir deigið svo það sé ekki alveg fljótandi.

      Delete