Monday, April 13, 2015

Stromboli


Ég flakka mikið um netið og skoða uppskriftir (kemur svo sem engum á óvart)
Deig búið til úr mozzarella osti hef ég séð í uppskriftum bæði vestan hafs og á skandinavískum síðum en alltaf virðist vera eitthvað vandamál með hvaða tegund af mozzarella osti er notað. Þess vegna hef ég ekki lagt í það að prófa að gera þetta. Í USA virðist best að nota ost sem er low fat annars gengur ekki að búa deigið til. Í Svíþjóð og Noregi hef ég séð mælt með því að nota ost með smá sterkju í til að fá bestu útkomu. Hér á landi eigum við bara eina tegund af rifnum mozzarella og ég hef farið í marga hringi hvort ég ætti að prófa þetta.

Í morgun var ég ekki svöng en jú maður verður að borða og alveg sama hvað mér datt í hug, það var ekkert sem mig langaði í. Ég átti hinsvegar tvo poka af rifnum mozzarella osti og hugsaði jáhh, kannski er bara komin tími til að prófa þetta.

Vá! Afhverju er ég ekki fyrir löngu búin að prófa? Þetta var svo gott og kom mér á óvart hversu líkt brauði þetta varð. Krispí að utan og mjúkt inn í.
stromboli


140g rifin mozzarella ostur
20g möndlumjöl
20g kókoshveiti (ég nota frá Funksjonell)
55g brætt smjör
1 egg
krydd eftir smekk

Bræðið smjörið í örbylgju eða í pott og setjið til hliðar.
Setjið ostinn í skál ásamt kryddum. Ég notaði hvítlaukssalt, oregano og svartan pipar. 
Setjið í örbylgju í ca 2 mínútur eða þar til orðið að deigkúlu.

Bætið við eggi, möndlumjöli, kókoshveiti og smjöri og hrærið saman með gaffli. Þetta getur tekið smá stund og þarf að setja deigið inn í örbyglju ca tvisvar sinnum í 10 sekúndur til að mýkja það svo það nái að blandast saman.Setjið deigið þegar nýkomið úr örbylgjunni á bökunarpappír, setjið svo annan bökunarpappír yfir og rúllið út í ferhyrning.Skerið með pizzuskera eins og á myndinni hér fyrir neðan.Setjið fyllinguna í. Ég var með sykurlausa pizzusósu frá Hunt's, skinku, pepperoni og rifin ost.
Fléttið brauðið saman. Geymið endana til síðast til að loka brauðinu.
Bakið á 200 gráður í ca 15 mínútur.Friday, April 10, 2015

Jarðarberja jógúrt ís


Yngri sonur minn elskar jarðarber og ég reyni að útbúa allskonar gúmmelaði fyrir hann sem inniheldur jarðarber. Þessi jógúrt ís sló í gegn hjá honum.Jarðarberjaís


4 bollar frosin jarðarber
200ml hrein jógúrt
100ml rjómi
4msk Sukrin melis (má sleppa)
1msk sítrónu safiSetjið í blandara og blandið vel. Það er líka í lagi að hafa jarðarberin í bitum fyrir þá sem vilja það.
Ef þið eigið ísvél þá er hægt að hella blöndunni í ísvél.
Annars er hægt að borða hann strax (er þá meira eins og drykkur) eða setja í plastdollu/skál og inn í frysti.


Batman hefur gaman af ísvélinni þegar hún er að vinna í ísgerð :)Alexander Gauti og félagi hans voru ekki lengi að koma inn í eldhús og sníkja bita :)


Tuesday, April 7, 2015

Brauðbollur

Það sem hefur vantað í mataræðið hjá mér eru góðar morgunverðarbollur.  Ég útbý stundum úr brauðmixinu frá Funksjonell  en maður á það ekki alltaf til.
Þessa uppskrift sá ég á FB fyrir löngu löngu síðan og ætlaði alltaf að prófa. Ég man engan vegin hvar ég fann hana en ef einhver kannast við hana (man að þetta var íslensk uppskrift) má endilega láta mig vita hver á hana svo ég get sett það inn sem heimild :)

En ég lét loks verða úr því í dag að prófa uppskriftina.
Breytti henni ogguponsu en vá hún er ótrúlega góð. 
Vel af smjöri og góð ostsneið og þetta er gúrmé.

Ég útbjó litlar bollur og fékk um 10stk. Ein lítil bolla mettar mig svo ég ætla að geyma þær í frystinum og næla mér í eina og eina.Brauðbollur 8-10stk


2 egg
1dl kókoshveiti (ég nota frá Funksjonell)
1/2dl HUSK
2msk chia fræ
2tsk vínsteinslyftiduft
1dl rjómi (eða þykki hlutinn af kókosmjólk)
1dl grísk jógúrt
1/2dl vatn
2msk möndlumjöl
2msk Sukrin Gold
1/2tsk salt

Þurrefni sett í skál og blandað vel saman. Eggjum svo bætt við og hrærið vel.
Rjómi, grísk jógúrt og vatn sett í pott og látið ná suðu og bætt þá við í skálina. Blandið vel saman og látið svo standa í 10-15 mínútur. 
Búið til bollur með höndunum. Gott er að vera með blautar hendur svo deigið festist ekki við þær.

Stráið yfir bollurnar chiafræjum ef þið viljið og bakið svo á 175 gráðum í ca 30 mínútur.Hnetusmjörs gotterí

Páskarnir búnir, ljúft. Já ég elska að komast í rútínu aftur.
Við vorum bara þrjú í kotinu þetta árið þar sem strákarnir voru hjá pabba sínum á Akureyri.
Þar var víst bongóblíða og miðjan mín kom heim í gær og var greinilega að safna freknum á Akureyri.
Við hjónin fórum í hjólatúr með yngsta á meðan og kíktum í Húsdýragarðinn á milli þess að vera í náttfötunum og hafa kósý.
Við fengum öll súkkulaði egg. Ég fékk mér sjálf hvítt súkkulaðiegg.
Allir voða spenntir fyrir páskunum og svo kom dagurinn. Við leituðum af eggjunum, settumst niður og fengum okkur smá bita og svo bara búið. Því eigum við hér 3 næstum óétin páskaegg.

Á næsta ári ætla ég ekki að kaupa mér egg. Ég datt aðeins út af sporinu um páskana og fékk mér ýmislegt sem ég hef ekki látið eftir mér lengi. Sé svo eftir því. Hef verið laus við gigtarverki allt þetta ár og svo núna, blehh já ég ætla víst aldrei að læra þetta.

En hér er uppskrift sem ég slumpaði saman um daginn.
Átti þetta heillengi í frystinum. Gleymdi þessu þar.
Elsta barnið var ekki lengi að þefa þetta upp og kláraðist svo samdægurs.

En þetta er æði til að fá sér smá bita þegar manni vantar smá til að narta í. Gott er að skera nammið í litla bita og geyma í frystinum eða ef þið eruð viss um að þetta verði ekki til lengur en í 2 daga þá er hægt að geyma í kælinum og rífa klípu af og fá sér.Hnetusmjörs gotterí

100g hnetusmjör t.d H-Berg
1msk sukrin gold
15g smjör
1-2msk rjómi eða kókosmjólk
75g salthnetur
1-2 dropar toffee stevía frá now

Setjið í pott og hitið á vægum hita. Hrærið í og blandið vel saman og setjið svo í silikonform eða form sem er með bökunarpappír á og í frysti í ca 30 mínútur.
Skerið í bita og geymið í frysti.Thursday, April 2, 2015

Panna cotta með bláberjasósuÉg er mjög hrifin af panna cotta. Auðvelt að gera og hægt að útfæra á margan hátt.
Þessi uppskrift hentar vel um páskana :)

Panna cotta með bláberjasósu fyrir 4

 5 dl rjómi
50 g sukrin
1 stk vanillustöng
½ msk vanilla extract eða vanilludropar
3 matarlímsblöð

Setjið matarlím í skál með köldu vatni og látið liggja í lágmark 5 mínútur.
Takið vanillustöng, kljúfið og fræhreinsið. Setjið stöngina og fræin í pott ásamt rjóma og bíðið eftir að suða kemur upp. Þegar suðan kemur upp í pottinum, fjarlægið hann af hellunni og fjarlægið vanillustöng. Matarlím er kreyst til að ná afgangs vökva úr og því ásamt sukrin er sett í pottinn og hrært vel í þar til uppleyst.
Hellið í 4 skálar og kælið í u.þ.b. tvo tíma.

Bláberjasósa.
200 g bláber
1 msk vatn
4 tsk sukrin

Skolið bláberin og setjið í pott ásamt vatni og sukrin.
Hrærið vel í og látið berin mýkjast vel í pottinum. Setjið berin í háa dollu eða skál og notið töfrasprota til að mauka berin í sósu.
Látið kólna áður en sett yfir panna cotta. Skreytið jafnvel með heilum berjum.