Monday, April 13, 2015

Stromboli


Ég flakka mikið um netið og skoða uppskriftir (kemur svo sem engum á óvart)
Deig búið til úr mozzarella osti hef ég séð í uppskriftum bæði vestan hafs og á skandinavískum síðum en alltaf virðist vera eitthvað vandamál með hvaða tegund af mozzarella osti er notað. Þess vegna hef ég ekki lagt í það að prófa að gera þetta. Í USA virðist best að nota ost sem er low fat annars gengur ekki að búa deigið til. Í Svíþjóð og Noregi hef ég séð mælt með því að nota ost með smá sterkju í til að fá bestu útkomu. Hér á landi eigum við bara eina tegund af rifnum mozzarella og ég hef farið í marga hringi hvort ég ætti að prófa þetta.

Í morgun var ég ekki svöng en jú maður verður að borða og alveg sama hvað mér datt í hug, það var ekkert sem mig langaði í. Ég átti hinsvegar tvo poka af rifnum mozzarella osti og hugsaði jáhh, kannski er bara komin tími til að prófa þetta.

Vá! Afhverju er ég ekki fyrir löngu búin að prófa? Þetta var svo gott og kom mér á óvart hversu líkt brauði þetta varð. Krispí að utan og mjúkt inn í.
stromboli


140g rifin mozzarella ostur
20g möndlumjöl
20g kókoshveiti (ég nota frá Funksjonell)
55g brætt smjör
1 egg
krydd eftir smekk

Bræðið smjörið í örbylgju eða í pott og setjið til hliðar.
Setjið ostinn í skál ásamt kryddum. Ég notaði hvítlaukssalt, oregano og svartan pipar. 
Setjið í örbylgju í ca 2 mínútur eða þar til orðið að deigkúlu.

Bætið við eggi, möndlumjöli, kókoshveiti og smjöri og hrærið saman með gaffli. Þetta getur tekið smá stund og þarf að setja deigið inn í örbyglju ca tvisvar sinnum í 10 sekúndur til að mýkja það svo það nái að blandast saman.Setjið deigið þegar nýkomið úr örbylgjunni á bökunarpappír, setjið svo annan bökunarpappír yfir og rúllið út í ferhyrning.Skerið með pizzuskera eins og á myndinni hér fyrir neðan.Setjið fyllinguna í. Ég var með sykurlausa pizzusósu frá Hunt's, skinku, pepperoni og rifin ost.
Fléttið brauðið saman. Geymið endana til síðast til að loka brauðinu.
Bakið á 200 gráður í ca 15 mínútur.No comments:

Post a Comment