Wednesday, August 12, 2015

Haframjölskökur

Ný vara sem er að koma á markaðinn hér á landi sem ég er mjög spennt yfir er Fibersirup frá Funksjonell. Ég var svo heppin að fá sitthvora siróps flöskuna gefins og hef verið að prófa mig áfram í eldhúsinu með þessari snilld. (tek það fram að þetta er ekki kostuð auglýsing heldur eru þetta upplýsingar sem ég er búin að vera kynna mér sjálf eftir að hafa áskotnast þessar vörur)


Fibersirup clear og Fibersirup Gold er síróp sem inniheldur aðeins 5% sykur og er mjög trefjaríkt. Sykurstuðullinn er 35 sem er svipað og hunang og agave síróp en hinsvegar er samt sem áður mun minni sykur í þessari vöru. Það er hægt að lækka sykurstuðulinn með því að nota sírópið með fitu í uppskriftum.

Ekki skemmir fyrir að sírópið inniheldur vel af trefjum.
Þeir sem eru með sykursýki 2 þurfa kannski að prófa sig áfram með þessa vöru.
En það sem er með þessa vöru og þær sem ég nota sem skiptir mig máli er það að þetta er mun hollara en hunang eða agavesíróp, skemmir ekki tennurnar og er nokkuð lágt í sykurstuðlum og heldur því blóðsykrinum í góðu jafnvægi.

Fibersirup Gold hef ég t.d. notað út á skyrið, jógúrtið, pönnukökur, karamellu, búið til síróps epli með kökum og í bakstur. Tilraunir í að útbúa karamellu popp er í vinnslu ;)
Fibersirup Clear hef ég svo notað í bakstur og próteinstykki jafnvel.

Nú styttist líka í skólasetningu hjá börnunum og litla barnið að fara byrja í skóla (hvert fór tíminn???)
Því hef ég verið á fullu að útbúa ýmsar nestishugmyndir sem eru hollar og góðar fyrir þau til að taka með sér og mun fljótlega setja saman eina færslu með öllum þeim uppskriftum sem börnin mín mæla með og nota :)

Þessar kökur voru ómótstæðilegar. Ég stóð í eldhúsinu og gúffaði í mig. Þær henta ekki þeim sem eru á ströngu LKL vegna haframjölsins en þetta er frábært nesti eða millimál.
Einnig er hægt að leika sér með þessa uppskrift og setja hnetur, rúsinur, þurrkuð ber eða annað sem hugurinn girnist til að breyta til.

Haframjölskökur 8-10stk


70g glútenfrítt haframjöl (eða venjulegt ef þolir glúten)
70g smjör
50g Fibersirup Clear
30g Sukrin gold
30g kókosmjöl
rúsinur, hnetur, þurrkuð gojiber eða önnur sem ykkur/börnin langar út í.

Setjið allt í pott og hitið á miðlungshita og blandið vel saman. Ef þið viljið setja rúsinur, ber eða hnetur setjið það í lokin og blandið vel við. Setjið á bökunarpappír og formið kökur með skeið eða höndum. Bakið á 175 gráður í 7-10 mínútur eða þar til gylltar.

Látið kólna á bökunarpappírnum áður en þær eru teknar af. Eru mjúkar á meðan heitar en harðna er kólna.
2 comments:

  1. Replies
    1. Sæl Thelma. Það fæst í Nettó, Hagkaup, Krónunni, Fjarðakaup sem ég man allavega :)

      Delete