Sunday, August 16, 2015

Súkkulaði stöng

Er að missa mig í því að útbúa allskyns uppskriftir sem henta í nestisboxið hjá mér og krökkunum.
Sykurlaust, hveitilaust og með góðri fitu og próteini sem mettar vel eða er frábært snakk.

Eins og ég sagði í fyrri færslunni minni mun ég svo setja inn eitt blogg þar sem ég verð með allar nestishugmyndir fyrir stóra sem smáa og verður linkur á allar uppskriftirnar.

Í dag var prófað að búa til prótein og súkkulaði stangir sem heppnuðust heldur betur vel þó ég segi sjálf frá. Mælikvarðinn var sá að allir smökkuðu á heimilinu og borðuðu með góðri lyst. Meira að segja eiginmaðurinn en hann er voða lítið fyrir sætindi og er frekar snakk og nammistanga maður svo þetta átti vel við hann.
Súkkulaði stangir 2stk.


50g Fibersirup Gold
5msk kókos
3msk möndlumjöl
2msk ósykrað kakó
2-3msk Sukrin Melis
4msk heslihnetuflögur
4 dropar toffee stevía (má sleppa)

Hitið síróp að suðu. Blandið restinni af hráefnunum í pottinn og blandið vel saman þar til verður að deigi. Formið með blautum höndum 2 stangir á bökunarpappír. Geymið í kæli.

No comments:

Post a Comment