Tuesday, September 1, 2015

Amerískar pönnukökur

Enn og aftur komin ný vika. Tíminn þýtur frá manni. Áður en maður veit af verða komin jólaljós út um allt og jólalög í útvarpið. Ég bíð mjög spennt eftir því. Þarf kannski ekki að taka fram að ég er búin að kveikja á ljósunum í stofuglugganum enda meira skammdegisljós en jólaljós.

En áður en ég fer að lofa jólunum þá er nú búið að vera yndislegt veður síðan ég byrjaði að vinna og krakkarnir í skólanum. Það er ótrúlega skrítið að eiga ekki lengur leikskólabarn. Litla barnið byrjað í skóla. Eins og ég sagði, tíminni þýtur frá manni.

En á meðan tíminn er að þjóta þá er gott að gefa sér tíma til að njóta með þeim sem maður elskar.
Þessi uppskrift er fullkomið að gera þegar tími gefst og njóta með ástvinum. Ekki verra að eiga Fibersirup Gold og hella yfir þær. Það er eiginlega punkturinn yfir i-ið.Amerískar pönnukökur


4 egg
4msk Sukrin Gold
4msk kókoshveiti
1,5dl mjólk af eigin vali (möndlu, létt, nýmjólk)
1msk vanilludropar eða vanilla extract
1/2tsk Xhantan gumÞeytið egginn vel og bætið svo Sukrin Gold við og hrærið ögn lengur. Bætið við restinni af hráefnunum og blandið vel. Látið standa í 5 mínútur þar til farið að þykkjast. Hitið pönnukökupönnu vel og stillið svo á meðal hita og bræðið smjör og bakið litlar pönnukökur. Gott að bera fram með jarðarberjum og Fibersirup Gold.No comments:

Post a Comment