Saturday, September 5, 2015

Hnetu kladdkaka

Þessi uppskrift er nýjasta æðið á heimilinu hjá mér. Lítil uppskrift sem dugar fyrir einn eða tvo. Þetta er eins og snickers í kökubúningi.Hnetukaka


1 egg
40g sykurlaust súkkulaði
3msk hnetumjöl frá Funksjonell
1msk kókoshveiti frá Funksjonell
2msk rjómi
1,5msk ósykrað kakó
1,5msk sukrin gold
1tsk vanilludropar

Þurrefnum blandað vel saman í skál. Pískið eggið ásamt rjómanum með gaffli. 
Saxið niður súkkulaði (ef þið viljið glúten og sykurlaust mæli ég með IQ súkkulaðinu)
Blandið öllu saman.
Smyrjið lítið form (ég var með 12cm form) með smjöri og setjið deigið í.
Bakið á 150 gráðum í 12-14 mínútur.

Kakan á að vera blaut í miðjunni.

Þegar ég tók hana úr ofninum stakk ég nokkur göt á kökuna og hellti Fibersirup Gold yfir og svo heslihnetukurl. Frábær með þeyttum rjóma og berjum.
Borðið kökuna heita.


No comments:

Post a Comment