Saturday, September 19, 2015

Sykurlausir sykurpúðar


Fyrir meira en ári síðan sat ég með mömmu minni að spjalla við hana og meðal annars var verið að ræða sykurlausar uppskriftir. Einhverstaðar í umræðunni spurði mamma mig hvort ekki væri hægt að gera sykurlausa sykurpúða. Fyrst var ég alveg ehhh nei mamma en svo fór hausinn að rúlla og þessi uppskrift varð til.Sykurlausir sykurpúðar

3 eggjahvítur úr stórum eggjum
4 matarlímsblöð
3msk vatn
1tsk vínsteinslyftiduft
90g Sukrin Melis
15 dropar vanillu stevía
saltklípa
fræ úr 1 vanillustöng

Stífþeytið eggjahvítur. Bætið smátt og smátt við vínsteinslyftiduft, sukrin melis og salt.
Fræhreinsið vanillustöng og bætið út í ásamt stevíu.

Matarlímsblöð eru látin liggja í vatnsbaði í 5 mínútur.
Setjið 3msk af vatni í pott og kreistið matarlímsblöðin svo aukavatn fari úr þeim og setjið í pottinn og hitið þar til þau leysast upp.
Bætið matarlíminu varlega út í eggjahvíturnar og þeytið á meðan á miðlungshraða. Þeytið svo á hæðsta hraða í ca 3 mínútur.

Setjið í lítið form sem búið er að strá sukrin melis á botninn. Dreifið sukrin melis einnig yfir sykurpúðana og setjið svo í kæli í ca. 1klst eða þar til púðarnir eru farnir að stífna en gefa eftir ef ýtt er á þá. Skerið í bita og skreytið með bráðnu súkkulaði og hnetum, salti eða chili.
Geymið í lokuðu íláti í kæli.No comments:

Post a Comment