Sunday, October 4, 2015

Hveiti og glútenlausir pizzusnúðar


Fall er fararheill.
Ég minni mig á þetta reglulega núna.
Ég náði að láta klaufann í mér stjórna mér og hrynja niður tröppurnar
hjá foreldrum mínum um helgina. Kona líklegast tábrotin og núna príða fallegir litir mig. Gulur, grænn, fjólublár og svartur. Já marblettir í öllum litum.

Eitthvað verður því lítið úr því í komandi viku að ég standi í eldhúsinu þar sem ég þarf líklega að vera dugleg að hvíla tásluna eftir vinnudaginn.

En að uppskriftinni. Þessi uppskrift sló í gegn hjá börnunum og má frysta og setja svo í nestisboxin hjá krökkunum. Mín eru allavega hrifin af þeim :)


3 stór egg
130g rjómaostur
1msk Husk
1.5msk oregano krydd
1tsk hvítlauksduft
Annað krydd sem ykkur finnst gott

Þeytið saman egg og rjómaost og blandið svo huski og kryddi saman við. 
Látið deigið standa í 5 mínútur.
Setjið á smjörpappír eða bökunarpappír sem búið er að pennsla með olíu.
Deigið var aðeins minna en heil skúffa.
Bakið á 175 gráður í ca 12 mínútur.

Takið úr ofninum og látið kólna örlítið.
Setjið pizzusósu (ég nota sykurlausa frá Hunt's en er ekki viss um að hún sé glútenlaus) pepperoni, skinku og rifin ost eða annað sem 
ykkur langar í og rúllið upp brauðinu og skerið í sneiðar.
Hægt er að setja þær beint á bökunarpappír eða gera eins og ég og setja í muffinsform. Stráið smá af rifnum osti yfir.

Setjið aftur inn í ofn á 200 gráður og bakið í ca 5-7 mínútur eða þegar osturinn er orðin gylltur.


Hér er uppskrift af sykurlausri pizzusósu sem ég hef gert og er einnig glútenlaus.Friday, October 2, 2015

Gulrótakaka


Var búin að lofa að henda inn þessari uppskrift í dag :) Hún sló allavega vel í gegn hjá vinnufélögum. Hef þetta stutt og helli mér beint í uppskriftina.

Gulrótakaka


Botn

3 stór egg
85g möndlumjöl
35g kókoshveiti frá Funksjonell
2tsk vínsteinslyftiduft
1/2tsk matarsódi
1.5tsk kanill
1/2tsk negull
110g Sukrin eða Sukrin Gold
50g brætt smjör
150ml möndlumjólk
3-4 meðalstórar gulrætur, rifnar

Þeytið egg og Sukrin vel saman.
Bætið við þurrefnum og svo smjöri.
Möndlumjólk og gulrætur bætt við í lokin og blandað vel saman við.

Setjið í 20cm silikonform og bakið á 45-50 mínútur á 175 gráður.

Krem

200g rjómaostur
5msk smjör
1tsk vanillu extrackt eða dropar
100g Sukrin melis

Þeytið rjómaost og smjör vel saman þar til smá fluffy.
Bætið restinni við í áföngum og smyrjið svo kremið á kökuna þegar hún er orðin köld.

Skreytti svo kökuna með kókosflögum sem ég var búin að brúna á þurri pönnu
Thursday, October 1, 2015

Sykurlausar súkkulaði brownies.


Það er skrítið hvað lífið getur komið manni á óvart. Fyrir nokkrum mánuðum síðan var ég viss um að ég myndi aldrei aftur vinna við menntun mína og fann fyrir söknuði að vera ekki í starfi á spítala.
Í dag er ég svo heppinn að hafa fengið draumavinnu á Landspítalanum, á deild þar sem ég fæ að læra heilmikið um það líffæri sem er búið að vera valda veseni hjá eiginmanninum, hjartað.
Já það er yndislegt að vera búin að finna vinnu sem maður sér sig vera í þar til maður hættir að vinna vegna aldurs ;)

Það kannski skírir líka afhverju nýjar uppskriftir eru ekki að rúllast hér inn enda er maður enn að finna aðeins réttu rútínuna og jafnvægið milli heimilis og vinnu aftur.En síðustu helgi bjó ég til þessa dásemd og tók til tengdó þegar þau buðu okkur í kjötsúpu.

Sykurlausar brownies


3 stór egg (aðskilja hvítur og rauður)
150g valhnetur eða aðrar hnetur
125g smjör stofuhita
150g sykurlaust súkkulaði (ég notaði Valor)
2msk Fibersirup Gold
50g Sukrin

Ef þið viljið glútenlaust köku þarf að passa að velja súkkulaði sem er glútenlaust. IQ er með sykur og glútenlaust súkkulaði og Valor er líka með og er það þá sérmerkt.

Stífþeytið eggjahvítur og setjið til hliðar.
Þeytið Sukrin og eggjarauður vel saman og bætið svo smjörinu og fibersirup gold við 
og þeytið áfram.
Saxið súkkulaði og hnetur og bætið við deigið.
Í lokin eru eggjahvítur varlega blandaðar við.

Setjið í form sem er 20x20 cm. Ég kaupi yfirleitt einnota í Bónus.
Bakið á 170 gráðum í 40-45 mín eða þar til tannstöngull eða gaffall kemur hreinn úr kökunni.

Berið fram með þeyttum rjóma og berjum. (Það er eiginlega algjört möst;))