Wednesday, January 20, 2016

Svartbauna brownies


Vikan hálfnuð og styttist því í helgina. Aftur!
Ég reyndar sit núna í sófanum með fætur upp á skemli og passa að hreyfa ekki hægri fótinn of mikið.
Ég er snillingur þegar kemur að því að meiða mig.
Ég einhvern vegin náði að togna á vöðva (held allavega að það sé tognun, fer til doksa á eftir) á meðan ég sat í sófanum í gærkvöldi að horfa á fréttir. Stóð upp og gat ekki stigið í fótinn.
Var svo viss um að þetta myndi lagast í nótt en neibb, kona var eins og 100 ára og bað börnin að aðstoða sig að ná í hluti sem voru á gólfinu eða neðarlega í skúffum.

Ég er því heppinn að eiga þessar brownies í frystinum og geta fengið mér með rjóma.
Þegar þær koma heitar úr ofninum eru þær svoooo góðar og mjúkar. Þær eru ekkert verri kaldar og smakkast þá vel með rjóma og ferskum berjum.

Það er örugglega einhverjir sem gretta sig þegar þeir sjá orðið svartbaunir sett við hliðin á brownies en ég lofa, þetta virkar!

Reyndar er deigið svo gott og þykkt að það er alveg hægt að sleppa því að baka það og bera fram sem súkkulaðimús.Svarbauna brownies.

1 dós svartar baunir
3 meðal stór egg
5 msk kókosolía (var með bragðlausa)
150g Sukrin Gold
55g ósykrað kakó
1,5tsk vanillu essence eða dropar
1/2tsk vínsteinslyftiduft eða glútenlaust lyftiduft
100g saxað sykurlaust súkkulaði (valfrjálst)
Ef þið viljið glúten og sykurlaust súkkulaði mæli ég með IQ súkkulaðinu.

Sigtið bauninar og skolið vel.
Setjið í blandara ásamt eggjum og blandið vel saman. Bætið við restinni af hráefnunum (fyrir utan súkkulaði) og blandið vel. 
Saxið súkkulaði niður og bætið út í og blandið með sleif.

Setjið bökunarpappír í eldfast mót, mitt var 20x28 cm og setjið deigið í.
Smyrjið því jafnt út og bakið á 180 gráður í 30-35 mínútur.Monday, January 18, 2016

Innbökuð súkkulaðiplata


Kona var í miklu baksturstuði um helgina. Ég er enn í miklu baksturstuði en áður en ég baka meira þá er kannski best að setja inn uppskriftirnar af því sem er nú þegar búið er að mynda.

Innbökuð súkkulaðiplata, hljómar vel ekki satt?
Smakkaðist ekki verra, nýbakað og volgt og með bráðnu súkkulaði inn í. Namm!


Uppskrift.

150g rifin Mozzarella ostur
1 egg 
5msk Sukrin Gold
1msk Hnetumjöl frá Funktjonell

Bræðið ostin í potti á miðlungshita og passið að hræra vel í á meðan með sleif.
Þegar osturinn er bráðnaður takið af hellunni og bætið við eggi, mjöli og Sukrin Gold og blandið vel saman.
Það er smá þolinmæðisvinna að blanda þessu saman við ostin og gott að setja pottinn yfir heitu helluna til að hita ostin smá til að geta blandað öllu vel saman.

Rúllið út deiginu á milli tveggja bökunarpappírs arkaSetjið súkkulaðiplötuna í miðjuna.


Skerið með pizzuskera eða hníf með fram súkkulaðinu eins og á myndinni.


Fléttið deiginu saman utan um súkkulaðið.


Pennslið með pískuðu eggi og stráið heslihnetuflögum yfir.
Bakið á 200 gráðum í ca 15-18 mín eða þar til gyllt.

Borðið heitt/volgt ;)


Friday, January 8, 2016

Laukhringir

Í byrjun árs eru margir sem fara að huga að heilsusamlegri mataræði.
Ég er engin undantekning á því.
Ég er eins og svo margir aðrir, berst við það að halda jafnvægi í mataræði og hreyfingu.
Stundum gengur það alveg ótrúlega vel, sem er meirihluti ársins en svo koma tímar sem ég dett í sukkið. 

Þessi uppskrift af laukhringjum er mjög vinsæl hjá öllum á heimilinu.1 laukur (stundum nota ég rauðlauk)
1 egg
möndlumjöl
hvítlaukssalt
pipar
3msk rifin parmesanostur


Skerið laukinn í sneiðar og losið hringina frá hvor öðrum.
Pískið eggið og kryddið blönduna örlítið með kryddi eftir smekk.

Setjið rifin parmesanost, möndlumjöl og hvítlauksalt í skál.
Setjið laukhringina í eggið og látið svo í möndlumjölið. Passið að möndlumjölið hylji allan laukinn.

Dreifið á bökunarpappír og passið að hringirnir liggi ekki ofan á hvor öðrum.

Bakið á 200 gráðum í 15-20 mínútur eða þar til gylltir.

Frábært snakk eða sem meðlæti. 

Monday, January 4, 2016

Súkkulaði chiagrautur

Ótrúlegt en satt, þá er árið 2016 komið.
Ég hreinlega veit ekki hvert tíminn flýgur.
Ég hef látið lítið fara fyrir mér í desember á blogginu. Það var ákvörðum sem ég ákvað með góðum fyrirvara að ég ætlaði að vera ekki að stressast í eldhúsinu heldur frekar að njóta mín upp í sófa með bók eða með börnunum að skreyta eða hafa kósý.

Ég ákvað líka að leyfa mér að borða það sem ég vildi í desember. Konfekt, ís og annað nammi sem innihélt sykur. Ég er pínu að finna fyrir því núna. Gigtarverkir slæmir í fingrum og fótleggjum, auk þess að nokkur aukakíló bættust í hópinn.
En þar sem þetta ver meðvituð ákvörðun er ég ekki að rakka mig niður fyrir þetta heldur hlakka frekar til að komast í hollustuna aftur.

Chiafræ eru vinsæl á mínu heimili og þessi grautur smakkast vel hvort sem það er morgunmatur, hádegismatur eða sem kvöldsnarl.
250 ml möndlumjólk
2tsk ósykrað kakó
1/2tsk vanillu dropar eða vanillu extract
1msk Sukrin Melis
3msk Chia fræ

Hakkaðar möndlur og kókosflögur eftir smekk, jafnvel 1/2 bolli af jarðarberjum.

Setjið möndlumjólk, kakó, vanilludropa og sukrin melis í blandara og blandið í nokkrar sekúndur. 
Setjið í skál og bætið við chia fræjum og látið standa í 10-15 mínútur.
Skerið jarðarber í bita og bætið út í ásamt möndlum og kókosflögum.
Geymið í kæli.