Monday, January 4, 2016

Súkkulaði chiagrautur

Ótrúlegt en satt, þá er árið 2016 komið.
Ég hreinlega veit ekki hvert tíminn flýgur.
Ég hef látið lítið fara fyrir mér í desember á blogginu. Það var ákvörðum sem ég ákvað með góðum fyrirvara að ég ætlaði að vera ekki að stressast í eldhúsinu heldur frekar að njóta mín upp í sófa með bók eða með börnunum að skreyta eða hafa kósý.

Ég ákvað líka að leyfa mér að borða það sem ég vildi í desember. Konfekt, ís og annað nammi sem innihélt sykur. Ég er pínu að finna fyrir því núna. Gigtarverkir slæmir í fingrum og fótleggjum, auk þess að nokkur aukakíló bættust í hópinn.
En þar sem þetta ver meðvituð ákvörðun er ég ekki að rakka mig niður fyrir þetta heldur hlakka frekar til að komast í hollustuna aftur.

Chiafræ eru vinsæl á mínu heimili og þessi grautur smakkast vel hvort sem það er morgunmatur, hádegismatur eða sem kvöldsnarl.
250 ml möndlumjólk
2tsk ósykrað kakó
1/2tsk vanillu dropar eða vanillu extract
1msk Sukrin Melis
3msk Chia fræ

Hakkaðar möndlur og kókosflögur eftir smekk, jafnvel 1/2 bolli af jarðarberjum.

Setjið möndlumjólk, kakó, vanilludropa og sukrin melis í blandara og blandið í nokkrar sekúndur. 
Setjið í skál og bætið við chia fræjum og látið standa í 10-15 mínútur.
Skerið jarðarber í bita og bætið út í ásamt möndlum og kókosflögum.
Geymið í kæli.No comments:

Post a Comment