Wednesday, January 20, 2016

Svartbauna brownies


Vikan hálfnuð og styttist því í helgina. Aftur!
Ég reyndar sit núna í sófanum með fætur upp á skemli og passa að hreyfa ekki hægri fótinn of mikið.
Ég er snillingur þegar kemur að því að meiða mig.
Ég einhvern vegin náði að togna á vöðva (held allavega að það sé tognun, fer til doksa á eftir) á meðan ég sat í sófanum í gærkvöldi að horfa á fréttir. Stóð upp og gat ekki stigið í fótinn.
Var svo viss um að þetta myndi lagast í nótt en neibb, kona var eins og 100 ára og bað börnin að aðstoða sig að ná í hluti sem voru á gólfinu eða neðarlega í skúffum.

Ég er því heppinn að eiga þessar brownies í frystinum og geta fengið mér með rjóma.
Þegar þær koma heitar úr ofninum eru þær svoooo góðar og mjúkar. Þær eru ekkert verri kaldar og smakkast þá vel með rjóma og ferskum berjum.

Það er örugglega einhverjir sem gretta sig þegar þeir sjá orðið svartbaunir sett við hliðin á brownies en ég lofa, þetta virkar!

Reyndar er deigið svo gott og þykkt að það er alveg hægt að sleppa því að baka það og bera fram sem súkkulaðimús.Svarbauna brownies.

1 dós svartar baunir
3 meðal stór egg
5 msk kókosolía (var með bragðlausa)
150g Sukrin Gold
55g ósykrað kakó
1,5tsk vanillu essence eða dropar
1/2tsk vínsteinslyftiduft eða glútenlaust lyftiduft
100g saxað sykurlaust súkkulaði (valfrjálst)
Ef þið viljið glúten og sykurlaust súkkulaði mæli ég með IQ súkkulaðinu.

Sigtið bauninar og skolið vel.
Setjið í blandara ásamt eggjum og blandið vel saman. Bætið við restinni af hráefnunum (fyrir utan súkkulaði) og blandið vel. 
Saxið súkkulaði niður og bætið út í og blandið með sleif.

Setjið bökunarpappír í eldfast mót, mitt var 20x28 cm og setjið deigið í.
Smyrjið því jafnt út og bakið á 180 gráður í 30-35 mínútur.No comments:

Post a Comment