Thursday, May 19, 2016

Hafrastangir
Sumarið alveg að vera komið. Maður finnur að sólin er farin að ylja aðeins og maður vaknar ferskari á morgnana og fuglarnir farnir að syngja fyrir mann :)

Börnin halda áfram að stækka og það var pinu sjokk þegar ég fattaði það að ég er að fara ferma á næsta ári. Ég sem er sjálf nýfermd!

Og þegar maður á ágætlega stórt heimili þar sem báðir foreldrar eru útivinnandi og með stækkandi börn þá getur stundum verið erfitt fyrir yngsta meðliminn að haga sér vel og hlusta á foreldra sína.
Ekki misskilja mig. Yngsta barnið er jafn yndislegt og hin tvö en eftir skóladag og langa daga þá er stundum stutt í pirringin og á morgnana er erfitt að koma sér á fætur og í rútínu.

Í staðin fyrir að vera alltaf að skamma eða tala um neikvæða hegðun ákváðum við að útbúa umbunarkerfi.

Stelpan er mikið fyrir monster high og ákvað ég því að útbúa blað með þeim fígúrum.
Í sameiningu ákváðum við svo hvað það er sem hún vill fá stjörnu fyrir og ákvað hún sem dæmi að lesa heima, vera dugleg að vakna á morgnana og fara sofa með hreint herbergi eru hlutir sem hún vildi fá stjörnu fyrir. Svo var að ákveða hve margar stjörnur hún þyrfti að safna og hvað væri í verðlaun. Við ákváðum að í fyrstu þyrfti hún að safna 20 stjörnum og fengi eina dúkku fyrir.
En já langaði bara að sýna ykkur þetta. Poppaði upp í kollinn þegar ég var að setja niður þessa uppskrift þar sem hún er í miklu uppáhaldi hjá dótturinni, sem kom mér skemmtilega á óvart þar sem hún vill alls ekki borða hnetur en finnst heslihnetur í þessum stöngum mjög góðar ;)


Hafrastangir

140g haframjöl (ég notaði glútenfrítt)
55g hakkaðar heslihnetur
35g saxað sykurlaust súkkulaði
200g möndlusmjör
90g Fibersirup Gold


Blandið þurrefnunum saman í skál. Möndlusmjör og Fibersirup Gold svo bætt út í og blandað vel við.
Ég þrýsti deiginu niður í silikon brauðform og setti svo í kæli í ca 40-50 mín. Tók svo út og skar í lengjur. Geymist í kæli og er snilld til að hafa með þegar maður er á ferðinni ef litlir munnar vilja fá að borða.
No comments:

Post a Comment