Sunday, August 21, 2016

Kínóa botn með karamellu og rjóma

Á búðarröltinu í vikunni sá ég kínóa puffs (quinoa sem er stærra og eins og búið sé að poppa) á afslætti og ákvað að prófa að kaupa og baka með.
Var búin að lesa að hægt væri að nota það svipað og Rice Krispies í uppskriftir.
Því ákvað ég að útbúa eina tertu með Kínóa botni, saltkaramellu og þeyttum rjóma.
Botn


50g Fibersiróp Gold
50g smjör
60g sykurlaust súkkulaði (var með Valor)
 60g Kínóa puffsBræðið smjör og súkkulaði saman í potti.
Bætið við sírópinu og hrærið vel í. 
Í lokin er kínóa puffs bætt út í og blandað vel saman
Setjið í 20cm silikon form og þjappið vel niður.
Kælið í ísskápnum.
Takið úr forminu og setjið á kökudisk áður en karamellan og rjóminn eru sett á.Karamella


150ml rjómi
3msk Fibersirup Gold
örlítið af saltflögum


Setjið í pott og fáið suðuna upp.
Lækkið undir hitanum og látið malla þar til karamellan fer að þykkjast.
Látið kólna og setjið svo yfir botninn.Ég þeytti svo um 100ml af rjóma og setti yfir þegar karamellan var orðin alveg köld á kökunni.
Skreytti svo með bláberjum.

Kakan heppnaðist vel þó að mér fannst fyrst skrítið að píta í kínóað. Ég bjóst við að það yrði meira krönsí en var mjúkt undir tönn. Smakkaðist samt vel og börnin borðuðu með bestu lyst.


50g sir60g kínoa

5 comments:

 1. fiber sirop? hvar fæst það?

  ReplyDelete
 2. Er lítið af kolvetnum í quinoa puffs?

  ReplyDelete
 3. Ég prófaði þessa köku en mér fanns ogsalega skrítið bragð af kínóa puffsinu kanski hef eg keypt eitthvað vitlaust.

  ReplyDelete
 4. Gerði þessa i dag, setti möndlur og kasjúhnetur til helminga við kinoapuffs, og hitaði rjóma og 100g döðlur saman sem karamellu og rjóma yfir, mjög gott

  ReplyDelete