Wednesday, March 8, 2017

Kjúklingasúpa Sigurgeirs


Þegar sonur minn kemur á mömmuhelgum suður þá er ýmislegt sem hann vill fá.
T.d. eru hentusmjörskökurnar mínar eitthvað sem hann vill baka í hvert sinn sem hann kemur og það nýjasta er að hann vill fá kjúklingasúpu.


Svo hér er ég með uppskrift sem ég setti saman með því sem til var í ísskápnumKjúklingasúpa Sigurgeirs


1 laukur
1 rauðlaukur
1 rauð paprika
2 hvítlauksgeirar
2 dósir af tómötum
1 msk karrý
1 kjúklingateningur
3 kjúklingabringur
1msk Tabasco sósa
150g rjómaostur
pipar og oregano eftir smekk
rifin ostur og sýrður rjómi eftir smekk

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu með íslensku smjöri. Kryddið með salt og pipar ásamt chilikryddi eftir smekk.

Skerið laukinn, paprikuna og hvítlaukinn niður í bita og steikið í potti með olíu og karrý þar til laukurinn er orðin gylltur og mjúkur.
Bætið við tómötum í dós ofan í.
Látið vatn í tómu dósirnar til að skola þær og hellið vatninu í pottinn og bætið við kjúklingateningi og tabasco sósunni. Kryddið eftir smekk með pipar og oregano.
Látið malla í 10 mínútur.

Þar sem á mínu heimili er ekki vilji til að borða súpur með grænmetisbitum, þá mauka ég súpuna niður.

Því næst bæti ég við rjómaostinum og kjúklingnum.

Berið fram í skálar og hver og einn bætir við rifnum osti og sýrður rjóma eftir smekk í sína skál.

No comments:

Post a Comment